Feykir


Feykir - 10.07.2014, Page 7

Feykir - 10.07.2014, Page 7
26/2014 Feykir 7 með húsdýragarðinum og hestaleigunni, enda fer það vel saman. Þau segja frá því hvernig hugmyndin að þessum við- bótum kviknaði. „Við byrjuðum á að setja rekstrarhring hérna niður eftir, til að reka hrossin fyrir veturinn. Þegar við vorum búin að því vorum við komin með aðhald báðum megin, niður á engjar og meðfram Víðidalsánni og þá hugsaði ég með mér, ég hlýt að geta farið með óvant fólk í reiðtúr,“ segir Magnús en þau opnuðu hestaleigu síðasta sumar og segir hann það hafa gengið rosalega vel. Rannveig tekur undir og segir hugmyndina að húsdýra- garðinum hafa kviknað í kjöl- farið á því að fjölskyldur voru að koma til þeirra þar sem einungis hluti þeirra fór á bak. „Þá biðu hinir á meðan og voru að skoða dýrin. Það vakti voðalega lukku og þá hugsuðum við með okkur hvort við gætum kannski farið lengra með þetta. Opnað þá fyrir stærri markhóp og boðið öllum eitthvað að gera,“ segir hún. Þau segja Íslendinga ekki sækja eins mikið í hestaleigurnar en að þarna sé komin afþrey- ingarkostur fyrir Íslendinga sem eru á ferðinni um svæðið. „Það er margt sem gleður augað hér á Norðurlandi vestra og margt hægt að skoða og sjá. En það vantar meiri afþreyingu fyrir ferðafólkið, meira en að skoða t.d. Kolugljúfur, Hvítserk og Borgarvirki, nú er líka komið meira fyrir krakkana að gera. Krakkarnir elska skepnur, það er bara svoleiðis og fullorðna fólkið gerir það líka,“ segir Magnús. Hann segir það iðulega koma fyrir að dýrin nái að bræða fullorðna jafnt sem börn. Þó svo að sumir gefi sig ekki mikið að dýrunum í fyrstu eru margir komnir með kettling í fangið eftir smá stund til að gæla við. Lærdómsríkt að kynnast nýjum dýrum Mikið verk hefur verið unnið á skömmum tíma til að undirbúa formlega opnun dýragarðsins og hestaleigunnar á bænum. Þá hefur húsasmíðamenntun Magnúsar komið að góðu gagni. Vinir og vandamenn hafa lagt Magnúsi og Rannveigu lið við undirbúninginn, ekki síst við að bæta úrval skepna sem þar má berja augum. „Við vorum bara með sauðfé, hross, hund og kött til að byrja með. En nú erum við búin að bæta við geitum, kanínu, öndum og hænum og tófu- yrðlingi, en hann er nú ekkert gæfur - það er ekkert hægt að knúsa hann,“ segir Magnús og þau hlæja. Það var nágranni þeirra sem færði þeim yrðl- inginn í júnímánuði og hefur hann verið skoðaður af héraðsdýralækni og þau fengið leyfi fyrir að halda honum. Þau eru einnig með tvo kálfa að láni í sumar og svo segja þau að fleiri skepnur eigi örugglega eftir að bætast við. „Einn kunninginn minn var að hringja og segjast ætla að koma með dúfur handa mér, svo var einhver að stinga upp á naggrísum. Það eiga vonandi eftir að bætast við ein til tvær tegundir á ári,“ segir Magnús. Þá fékk hann einnig tvo grísi í afmælisgjöf frá öðru vinafólki, annan þeirra á fæti, áðurnefnda Svínku sem rölti með okkur um svæðið. „Besta afmælisgjöfin,“ segir Magnús og rifjar upp þá skrautlegu uppákomu þegar hann reyndi að tjónka við Svínku í fyrsta sinn. „Svínka var í hundabúri yfir nóttina og ég ætlaði að koma henni út í hús daginn eftir afmælið. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að fara með hana í fyrstu, ég ætlaði að setja á hana ól en það gekk ekkert. Svo ætlaði ég að halda á henni og þvílík djöfulsins læti,“ segir hann og hlær. Þau segjast hafa þurft læra heilmargt nýtt eftir að hafa fengið sér allar þessar nýju dýrategundir en að það hafi verið fljótt að koma. „Þeir voru búnir að gera grín að mér strákarnir að nú þyrfti ég að fá mér Fuglabókina til að hafa á náttborðinu í stað Eiðfaxa,“ segir Magnús í gamansömum tón. Magnús og Rannveig segjast einnig vilja fræða gesti hús- dýragarðsins í framtíðinni um sögu og hlutverk íslensku húsdýranna og stefna að því að útbúa upplýsingaskilti til að hafa á bænum. „Okkar markmið er líka að fræða fólk og hafa söguna á bakvið skepnunnar í stuttu máli á íslensku, ensku og þýsku. Svo langar okkur að bæta við kindahólfi hér fyrir ofan með allri litaflóru íslensku sauðkind- arinnar, þannig að fólk gæti rölt þar um og sest niður og skoðað þær. Það væri gaman að gera það sama við hestana,“ segir Magnús og Rannveig bætir við: „Við ætlum líka að sjá til hvað fólk segir í sumar. Við erum með opinn huga og viljum endilega fá uppástungur frá gestum okkar um hvað þeim finnst vanta.“ Einnig stefna þau á að koma upp leikvelli á bænum svo börnin geta leikið sér á meðan fullorðnir fá sér kaffisopa. Fjöldi fólks hafði þegar lagt leið sína að bænum í júnílok, þrátt fyrir að þau hefðu ekki formlega opnað dýragarðinn eða kynnt hann á nokkurn hátt utan við skilti sem komið var fyrir á þjóðvegi 1. „Margir halda að við séum bara með kindur og hross en hér er náttúrulega miklu meira. Hér geta krakkar fengið að gefa heimalingum pela, Svínka vekur alltaf lukku, svo náttúrulega endurnar, hænurnar, tófuyrðlingurinn og að fá að fara á hestbak. Það finnst öllum gaman að komast í snertingu við dýrin,“ segir Magnús að endingu. Blaða- maður Feykis getur ekki annað en tekið undir það og yfirgaf bæinn með bros á vör, líkt og aðrir gestir dýragarðsins, ungir sem aldnir. Opnunarhátíð verður haldin laugardaginn 12. júlí frá kl. 13-17 og er þá öllum boðið að kíkja frítt í dýragarðinn þar sem verður meðal annars teymt undir krökkum á milli kl. 14 og 15. Húsdýragarðurinn og hestaleigan á Stóru-Ásgeirsá er opin frá kl. 9-18 alla daga. Hópar eru einnig boðnir velkomnir og allir hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið storaasgeirsa@gmail.com. Einnig er hægt að kíkja á heimasíðuna: topicelandichorses.com eða á facebook-síðu húsdýragarðsins. Magnús með einn heimalinginn í fanginu. Fallegi tófuyrðlingurinn sem hægt er að skoða í húsdýragarðinum. Börn skella sér á bak og Svínka fylgist grannt með. Yngsta heimasætan á bænum, Sigríður Emma, tekur þátt í framkvæmdum. RAH Á toppi tilverunnar.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.