Feykir


Feykir - 10.07.2014, Qupperneq 8

Feykir - 10.07.2014, Qupperneq 8
8 Feykir 26/2014 Feðgarnir Viggó Jónsson, Helgi Freyr og Elfar Már, ásamt Halldóri Halldórssyni, voru nokkrum dögum lengur úti í Drangey en áætlað var í síðustu viku eftir að vonskuveður skall á. Drengirnir létu það þó ekki á sig fá og létu fara vel um sig í Drangeyjarskála en landgangurinn á bryggjunni í land í Drangey hreinsaðist alveg í átökunum. Í samtali við blaðamann Feykis sagði Viggó að nokkrir aukadagar úti í Drangey þættu nú ekki mikið og þeir hafi haft nóg fyrir stafni. ,,Það þurfti að þrífa skálann og segja dáldið af sögum. Svo vildi svo skemmtilega til að við vorum með Ipad með okkur og gátum horft á HM. Ég hef aldrei á ævinni horft á heilann fótboltaleik fyrr þannig að þetta var ágætis prófsteinn, og hvað þá tvo sama daginn.“ Aðstaðan úti í Drangeyjar- skála er mjög góð og að sögn Viggós gekk allt vel fyrir sig nema það að landgangurinn á bryggjunni í land í Drangey brotnaði. ,,Það voru mikil átök í veðrinu þannig við Helgi fórum á þriðjudaginn og smíðuðum annan gang, hann hreinsaðist alveg svo það þurfti að smíða þetta alveg upp á nýtt, þannig það eru miklir kraftar sem þarna eiga sér stað.“ Á laugardaginn þurfti að loka veginum úti á Reykja- strönd, norðan við Fagranes, tímabundið vegna skriðufalla, en tvær skriður lokuðu veginum. Að sögn Viggós áttu skriðuföllin sér stað um hálf níu um morguninn, en vegurinn var ruddur strax og opnaður aftur rúmum tveim- ur tímum seinna. FRÁSÖGN Guðrún Sif Gísladóttir Félagarnir styttu sér stundir í Drangeyjarskála yfir HM. Ljósm./Viggó Jónsson Kynntu sér bakkavarnir, búfjárbeit og aðferðir við stöðvun sandfoks Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heimsækir Skagafjörð Árlegt sex mánaða námskeið Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hófst á Íslandi þann 11. mars sl. Þátttakendur eru tólf að þessu sinni, sjö karlar og fimm konur. Þeir eru frá Eþíópíu (2), Gana (3), Mongólíu (2), Níger (2), Úganda (2) og Úsbekistan (1). Nemarnir voru í náms- og kynnisferð í Skagafirði dagana 1.-3. júní sl. Fararstjórar voru þær Halldóra Traustadóttir og Brita Berglund frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Bjarni Maronsson, héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Norðurlandi vestra, var til leiðsagnar um Skagafjörð. Þess má geta að kynnisferð um Norðurland vestra hefur verið fastur liður í starfsemi skólans frá stofnun hans. Meðal þess sem nemend- urnir kynntu sér voru bakka- varnir í Héraðsvötnum við Syðstu-Grund og uppgræðslur þeirra Dýrfinnustaðabænda, Unnar og Ingólfs í landi Ytri- Brekkna. Þar hafa verið græddir upp tugir hektara og þau hjón hafa hlotið landgræðsluverð- launin fyrir uppgræðslustörf. Einnig var fræðst um búfjárbeit og skoðuð hrossabeitarhólf. Kynntar voru aðferðir við stöðvun sandfoks á Garðssandi og farið heim að Hólum þar sem Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor, leiddi staðarskoðun og sagði frá starfsemi háskólans. Gerður var góður stans við styttu Jóns Ósmanns við vestur- ós Héraðsvatna og gestunum sagt stuttlega frá lifnaðarháttum Íslendinga á fyrri tíð og veitt örlítil innsýn í lífshlaup kapp- anna Grettis sterka og Jóns Ósmanns. Svo skemmtilega vildi til að einn nemandinn ber nafnið Osman og varð fagn- aðarfundur með þeim nöfnum. Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, bauð hópnum til móttöku í Ráðhúsinu, þar sem hún kynnti starfsemi sveitarfélagsins í máli og myndum og svaraði fjöl- mörgum fyrirspurnum. Að endingu voru skoðaðar upp- græðslur, sem Landsvirkjun stendur fyrir á Eyvindar- staðaheiði. Uppgræðslurnar eru samkvæmt samningum um endurheimt beitarlands í stað þess lands, sem fór undir Blöndulón á sínum tíma. Framundan hjá nemend- unum er tveggja mánaða námsdvöl í höfuðstöðvum Landgræðslunnar að Gunnars- holti á Rangárvöllum. Land- græðslan og Landbúnaðar- háskólinn á Hvanneyri sjá um rekstur Landgræðsluskólans, ásamt utanríkisráðuneytinu, sem leggur skólanum til fjármagn. Markmið námsins er að byggja upp færni sérfræðinga frá þróunarlöndum í land- græðslu, umhverfisstjórnun og sjálfbærri landnýtingu. Margir nemanna koma úr háskóla- eða rannsóknarumhverfi en aðrir starfa í ráðuneytum eða sem umhverfisfulltrúar við náttúru- og landvernd. Landgræðsluskólinn var stofnaður 2007 og síðan þá hefur 51 nemi útskrifast frá skólanum frá tíu löndum í Afríku og Mið-Asíu. /Fréttatilk. Nemendur skólans ásamt Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra í móttöku þeim til heiðurs í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Ljósm. Bjarni Maronsson. Vonskuveður í Drangey Landgangurinn brotnaði í veðurátökunum Rútan sat föst í for Ferðalangar í Árbókarferð FÍ Hin árlega árbókarferð á vegum Ferðafélags Íslands var farin fyrri hluta þessarar viku. Að þessu sinni var farið um austanverðan Skagafjörð, frá Viðvíkursveit fram í Norðurárdal, á Kjálka og síðan um Vesturdal og yfir Sprengisand. Um 40 manns tóku þátt í ferðinni og þar sem biðlisti myndaðist er önnur ferð áformuð í lok mánaðarins. Að sögn Sigurðar Kristjánssonar fararstjóra í ferðinni yrði það í fyrsta sinn sem farnar eru tvær árbókarferðir á sömu slóðir. Hópurinn lenti í smá ógöngum á þriðjudaginn þegar ekið var um Kjálka og til stóð að fara að Gilsbakka. Ekki reyndist unnt að fara alla leið sökum aurbleytu og hruns úr veginum og því ákveðið að snúa rútunni við. Vegurinn er mjór á þessum slóðum og lítið svigrúm til þess, auk þess sem mikil for hafði myndast í vatnsveðrinu að undanförnu. Fór það því svo að rútan festist og töfðust ferðalangar um 2-3 tíma sem nýttir voru til að snæða nesti, ganga um og njóta náttúrunnar. Leituðu menn skjóls í nærliggjandi útihúsum í dálítinn tíma þegar mikið þrumuveður gekk yfir en önnur rúta kom til aðstoðar og flutti hópinn í náttstað. Dráttarvélar voru fengnar af næstu bæjum til að draga rútuna upp Árbók Ferðafélagsins þetta árið fjallar um leiðina sem farin var í ferðinni. Er það önnur bókin í röð þriggja bóka sem Páll Sigurðsson fv. lagaprófessor hefur ritað um Skagafjörð. Sú fyrsta kom út árið 2012 og fjallar um Skagafjörð vestan Vatna, frá Skagatá að jökli. Bókin sem kom út í vor fjallar um Skagafjörð austan Vatna, frá Furðuströndum að jökli. Þriðja og síðasta bókin, um Skagafjörð austan Vatna frá Furðuströndum að Almenningum kemur svo út árið 2016 og hefur Páll þegar lokið við að skrifa hana. Opnuviðtal verður við Pál í næsta tölublaði Feykis. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.