Feykir


Feykir - 10.07.2014, Síða 10

Feykir - 10.07.2014, Síða 10
10 Feykir 26/2014 Frændur fæðast með þriggja tíma millibili Börn frá Miðhúsum í Vatnsdal Þann 17. júní síðastliðinn átti sér stað sá skemmtilegi atburður að frændur fæddust með þriggja klukkustunda millibili, en báðir eiga þeir heima í Húnavatnshreppi og eru ættaðir frá Miðhúsum. Eiður Magnússon bóndi í Miðhúsum og Berglind Hlín Baldursdóttir kennari í Húna- vallaskóla eignuðust drenginn Arnór Loga, en hann fæddist klukkan 17:37. Þremur klukku- stundum síðar, kl. 20:36, fædd- ist frændi hans, sonur Garðars Smára Óskarssonar og Lilju Bjarneyjar Valdimarsdóttur. En móðir Garðars Smára, Fanney Magnúsdóttir, og Eiður eru systkini. Berglind Hlín segir allt hafa gengið eins og í sögu með nýjasta fjölskyldumeðliminn, en hún átti Arnór Loga á sjúkrahúsinu á Akureyri. Lilja Bjarney átti son sinn í Reykjavík en Berglind segir þó hálfgert ættarmót hafa verið í fyrstu mæðraskoðuninni á Blönduósi í desember. Börnum ættuðum frá Miðhúsum í Húnavatnshreppi fjölgaði ört í júní en á innan við tólf klukkustundum fæddust þrjú börn og fjögur börn á einni viku. FRÁSÖGN Guðrún Sif Gísladóttir Hjólastóllinn skemmdist við byltuna Sveitarstjóra afhent áskorun um bætt aðgengi í Bifröst Aðalheiður Bára Steinsdóttir afhenti sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar í ráðhúsinu í síðustu viku skriflega ábendingu um þá brýnu þörf að laga aðgengi í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. „Þar fara fram menningarviðburðir sem erfitt er að sækja þar sem ég nota hjólastól, svo sem bíó og leikhús,“ segir Aðalheiður Bára í samtali við Feyki. Aðalheiður Bára segist hafa ákveðið að koma áskorun til sveitarstjórnar eftir að hún tók þátt í leiklistarnámskeiði sem fór fram í félagsheimilinu 2012-2013 og hún var þátt- takandi í. „Þar lékum við Mjallhvít og dvergana sjö í félagsheimilinu Bifröst. Þegar ég var að fara niður stigann við sviðið datt ég niður hann. Ég tók eftir því að stóllinn minn hafði skemmst eftir þessa byltu en þetta er hættulegt bæði fyrir mig og starfsfólkið mitt. Því ákvað ég að láta í mér heyra og fékk starfskonu mína til að skrifa það sem ég vildi segja á blað. Ég pikkaði þetta svo inn í tölvu sjálf og afhenti sveitar- stjóranum Ástu Pálmadóttur.“ Aðalheiður Bára segir Ástu sveitarstjóra hafa tekið vel á móti henni og aðstoðarkonu hennar, Oddnýju Rögnu Pálmadóttur. „Hún sagði að þetta væri gott innslag í um- ræðuna um aðgengi í Skaga- firði sem hefur verið uppi nú á dögum. Hún þyrfti að setja þetta fyrir nefnd og þetta yrði skoðað strax í haust og þá ákveðið hvað yrði gert. Nokkrar uppástungur hafa komið um bætt aðgengi i Bifröst nú þegar.“ Tillögur Aðalheiðar Báru um bætt aðgengi eru eftir- farandi: • Kaupa búnað sem „prílar“ upp og niður stiga, eins og til er á héraðsbókasafninu. • Setja ramp niður að inngangi og stigalyftu innan húss svo hjólastólar komist upp í salinn. • Setja ramp niður í „Græna sal“ og lyftu þaðan upp á bíósalinn. • Setja ramp utan á austur hlið hússins, þar sem útgangur úr sal er staðsettur. Loks benti Aðalheiður Bára sveitarstjóra á rétt hennar samkvæmt lögum og reglu- gerðum með því að afhenda henni tvær útprentaðar blað- síður úr samningi Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland er aðili að, um réttindi fatlaðs fólks. Þær blaðsíður voru forsíðan og 24. blaðsíða samningsins sem lýsa best aðgengismálum fatlaðs fólks að menningar- legum viðburðum. Í kaflanum um þátttöku í menningarlífi, tómstunda-, frístunda- og íþróttastarfi segir að: 1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til þess að taka þátt í menningarlífi til jafns við aðra og skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk: [...] c) njóti aðgengis að stöðum þar sem menningarefni eða þjón- usta á sviði menningar fer fram, t.d. leikhúsum, söfnum, kvik- myndahúsum, bókasöfn-um og ferðamannastöðum [...] (Sam- einuðu þjóðirnar. 2007. Sótt af vef Innanríkisráðuneytisins). „Hér sjáum við að hér hefur verið pottur brotinn þar sem aðgengið er ekki nægilega gott,“ segir Aðalheiður Bára. Fengið viðbrögð frá fólki á förnum vegi Greint var frá áskorun Aðal- heiðar Báru til sveitarstjórnar á Feyki.is í síðustu viku. En var hún lengi búin að velta fyrir sér hvernig best væri að hátta aðgengismálum í Bifröst? -„Nei, ekkert sérstaklega nema Arnór Logi, fæddur 17. júní kl. 17:37. Sonur Lilju og Garðars, fæddur 17. júní kl. 20:36. það að ég vissi að aðgengið væri slæmt. Mér brá svo eftir byltuna en þá fór boltinn að rúlla.“ Aðalheiður Bára segir að hún myndi vilja fara oftar í Bifröst ef aðgengi þar væri betra, sérstaklega ef þar væru leikrit til sýningar sem hún hefði áhuga á. Eftir birtingu fréttarinnar hafa vinir og ættingjar haft samband og hvatt hana áfram með mál- staðinn. „Fólk hefur hitt mig á förnum vegi og sagt hvað þetta var gott hjá mér meðal annars Þuríður [Þuríður Harpa Sig- urðardóttir formaður Sjálfs- bjargar í Skagafirði innsk. blm.]. Við ræddum hvað þetta umræðuefni væri þarft alveg eins og umræðan um Iðjuna, aðgengismál í bókasafninu og víðar. Starfsfólkið mitt hrósaði mér og mér skilst að þetta gangi um facebook,“ segir Aðalheiður Bára í lokin. /BÞ Aðalheiður Bára Steinsdóttir afhendir Ástu B. Pálmadóttur sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar skriflega ábendingu um þá brýnu þörf að laga aðgengi í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Ljósm./Oddný Ragna Pálmadóttir.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.