Feykir


Feykir - 10.07.2014, Side 11

Feykir - 10.07.2014, Side 11
26/2014 Feykir 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að skella sér í pollagallann. Spakmæli vikunnar Raunverulega hamingjusamur maður er sá sem getur notið þess sem gerist þegar hann endurtekur ferðina. – Jákvæða hliðin á lífinu Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... snigill getur sofið í þrjú ár? ... ekkert orð í ensku rímar við "month". ... ef þú öskrar í 8 ár, 7 mánuði og 6 daga myndir þú hafa framleitt næga orku til að hita einn kaffibolla? ... fyrsta hlaupárið var árið 46 fyrir Krist? FEYKIFÍN AFÞREYING gudrun@feykir.is Hahahahaha... Kennarinn spurði Nonna: „Ef þú ættir hundrað krónur og bæðir pabba þinn um hundrað og fimmtíu krónur í viðbót, hvað ættir þú þá mikið?" Nonni svaraði : „Þá ætti ég hundrað krónur." Kennarinn hristi höfuðið og sagði:„Þú kannt ekki einfalda samlagningu." Nonni hristi líka höfuðið og sagði: „Þú þekkir ekki pabba minn." Krossgáta Feykir spyr... [SPURT SPURT Í ÁRBÓKARFERÐ F.Í. UM SKAGAFJÖRÐ ] Hefurðu ferðast mikið með Ferða- félaginu? UNNUR MARÍA FYGVED -Já, já öðru hvoru í 50 ár en þetta er fyrsta árbókarferðin. MARGRÉT PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR -Ég hef farið núna í seinni tíð og er mjög ánægð með FÍ. RAGNHEIÐUR JÓNSD. -Já, ég fór mikið hérna áður fyrr en hef ekki farið nýlega fyrr en núna. HANNA EINARSDÓTTIR -Já, en ég hef farið mest með Jóni Bö. EFTIRRÉTTUR Grillað ávaxtaspjót með kókossúkkulaði sósu og ís eða rjóma Í þetta er hægt að nota þá fersku ávexti sem hverjum og einum líkar best, t.d. er gott að hafa jarðaber, ananas, vínber, melónur og banana. Ananas og banana er gott að velta uppúr kanilsykri. Grillað í um 3-5 mínútur á hvorri hlið. Kókossúkkulaði sósa: 120 ml kókosmjólk 120 ml rjómi 200 gr rjómasúkkulaði Aðferð: Kókosmjólk og rjómi sett í pott og hitað að suðu. Súkkulaði bætt smátt og smátt út í og hrært þar til það er bráðið. Svo er það bara þeyttur rjómi (einfaldast að smella í sprautuna) eða ís eftir smekk. Verði ykkur að góðu! Guðmundur og Kristín matreiða Grilluð smálúða og ávaxtaspjót með kókossúkkulaðisósu AÐALRÉTTUR Grilluð smálúða með kaldri mangó/ sweetchilli jógúrtsósu Smálúða olía rauðlaukur hvítlaukur rauð paprika lime salt og pipar Aðferð: Smálúðan er skorin í sneiðar sem eru svo lagðar á álgrillbakka. Fiskurinn er síðan penslaður með kryddolíu sem samanstendur af olíu, rauðlauk, hvítlauk, rauðri papriku, lime safa, rifnum berki af limeinu. Svo er kryddað létt með salti og pipar. Lúðan er svo sett á heitt grillið og grilluð í um 10 mínútur eða þar til lúðan er hvít í gegn og fallega útlítandi. Meðlæti eru kartöflur og sætar kartöflur, skornar í báta settar í plastpoka. Hellt yfir þær smá olíu og maldonsalti, papriku, nýmöl- uðum svörtum pipar og timjan. Svo er þeim sturtað í álbakka og grillaðar. Einnig ferskt salat í þeirri útgáfu sem hver kýs, en það er alveg ótrúlegt hvað smá maldon- salt getur gert fyrir ferska salatið. Með þessu er svo alveg bráðgott að hafa kælt hvítvín. Jógúrtsósa: Grísk jógúrt, mango chutney, sweet chilli sósa, estragon og svolítið af picanta eða aromat blandað saman. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Matgæðingar Feykis þessa vikuna eru pípulagninga- maðurinn Guðmundur Haukur Jakobsson og Kristín Ósk Bjarnadóttir leikskólakenn- ari á Blönduósi. Þau ætla að bjóða lesendum upp á girnilegar uppskriftir af grillaðri smálúðu með kaldri mangó/sweetchilli jógúrtsósu og grilluðu ávaxtaspjóti með kókossúkkulaðisósu í eftirrétt. Þau skora á Viktoríu Björk Erlendsdóttur hjúkrunarfræðing og Þorgils Magnússon byggingartæknifræðing og fasteignasala að koma með girnilegar uppskriftir. Guðmundur og Kristín Ósk ásamt börnum sínum. SVANHILDUR JÓNSD. Já, alltof oft og lent í ýmsu. Björgunarsveitin Húnar var kölluð út af lögreglu vegna hóps af hjólreiðamönnum sem voru í hremmingum á Holtavörðuheiði sl. laugardag. Um var að ræða tíu manna hóp, frá Quebeck í Kanada, allir úr sömu fjölskyldu en samkvæmt vef Landsbjargar var yngsti hjólagarpurinn aðeins níu ára gamall. „Fluttum við fólkið á Hvammstanga og fá þau að vera í Húnabúð í nótt þar sem allur búnaður þeirra var orðin renn- blautur og leyst okkur ekkert á að þau myndu fara að liggja í tjöldum í nótt,“ segir á vef Bjsv. Húna. Þegar björgunarsveitar- menn komu á staðinn var hitastigið komið niður í 3°C. /BÞ Hjólreiðafólk í hremmingum Björgunarsveitin Húnar

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.