Feykir


Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 6
6 Feykir 29/2014 Spjallað við Pálínu Ósk Hraundal og Ómar Braga Stefánsson Um helgina verður meðal annars boðið upp á þrjár listasmiðjur: Tónlistarsmiðju, myndlistarsmiðju og leiklistar- smiðju, en tilgangurinn með þeim er að efla sköpunargleði ungs fólks og jafnvel gefa þeim færi á að prófa eitthvað nýtt. Kristín Halla Bergsdóttir tónlistarkennari í Tónlistarskóla Skagafjarðar sér um tónlistar- smiðjuna, þar ætlar hún að vinna með mismunandi tónlist og hljóðfæri í gegnum leiki og fleira. Myndlistarsmiðjan verður á vegum myndlistarfélagsins Sólon og Leikfélag Sauðárkróks sér um leiklistarsmiðjuna. Smiðjurnar munu einbeita sér að því að vinna með þema mótsins sem er að þessu sinni Vinátta. Listasmiðjurnar eru fyrir alla og ekki síður þá sem yngri eru. Á laugardaginn verður markaður í Landsmótsþorpinu á milli kl. 11-16, þar munu heimamenn vera með ýmsan varning til sölu og því um að gera að skella sér á Flæðarnar og sjá hvað verður í boði. Auk þess VIÐTAL Guðrún Sif Gísladóttir Flott dagskrá og frábær aðstaða Ómar Bragi Stefánsson fram- kvæmdarstjóri mótsins í ár hefur komið að þessu móti frá árinu 2004 og er þetta í þriðja skiptið hér á Króknum. Hann segir enga ástæðu til að breyta því sem vel gengur, allavega engu stórvægilegu, enda sé þetta gott “concept” sem þau hafi í höndunum. „Við reynum alltaf aðeins að breyta einhverju sem að hver og einn staður hefur. Nýjar keppnis-greinar eru t.d. núna sigling-arnar, bogfimi og tölvuleikir. Við reynum að vinna með heimaaðilum að öllum málum, erum t.d. búin að taka 17. Unglingalandsmót UMFÍ er haldið á Sauðárkróki um helgina og verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. UMFÍ er landssamband ungmennafélaga og með ungmennahreyfingunni er verið að efla og hvetja til heilbrigðis, en UMFÍ leggur áherslu á að allir geti verið með og að þátttaka er lífsstíll. Að sögn Pálínu Óskar Hraundal verkefnastjóra mótsins er það meira en keppni. Mikið er lagt upp úr góðum ungmennafélagsanda og að fá alla til að vera með og taka þátt í því sem er í boði. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytni í kynningum á íþróttagreinum og margvíslegri afþreyingu. Frá setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Króknum sumarið 2009. Ómar Bragi og Pálína lofa flottri dagskrá um Unglingalandsmótshelgina. verður stanslaust húllum hæ í Landsmótsþorpinu alla daga og öll kvöld. Sigrún Fossberg mun svo bjóða landsmótsgestum upp á gönguferð um bæinn á laugardaginn á milli kl. 13-14. Í göngunni ætlar Sigrún að segja okkur sögu bæjarins og eru allir hjartanlega velkomnir og ekki síður skemmtileg fyrir heima- menn að taka þátt í því. „Kosturinn við að halda mót hér á Sauðárkróki er að nálægðin er svo mikil. Það er ekki langt fyrir okkur að fara upp á gólfvöll, siglingarsvæðið eða reiðsvæðið. Svo eru hinar íþróttagreinarnar staðsettar í mikilli nálægð við hvor aðra svo það er stutt fyrir alla þátttakendur og gesti mótsins að fara allt gangandi,“ segir Pálína Ósk. Við heimamenn getum vera stolt af þessu flotta íþróttasvæði sem við eigum og þeim fjölbreyttu íþróttagreinum sem í boði eru. Ýmsar íþróttagreinar sem minna hefur farið fyrir verða til kynnis um helgina og gefst heimamönnum sem og gestum mótsins tækifæri til að kynna sér þær og prófa að taka þátt. Stanslaust fjör alla helgina svolítið af okkar lista- og tónlistarmönnum héðan af Króknum og leyfum þeim að fá að njóta sín. En mótið er ekkert breytt frá öðrum mótum nema hvað við teljum að við séum með eina af flottustu dagskránni sem hefur verið, hún er auðvitað alltaf að bæta sig á hverju ári. Þannig að við erum með ótrúlega flotta dagskrá og svo hefur þetta keppnissvæði orð á sér fyrir að vera afskaplega þægilegt, hér er svo mikil nálægð við allt, við erum með íþróttasvæðið og tjaldsvæðið beint fyrir ofan og í raun í göngufæri við alla keppn- isstaði, það er mjög einstakt og mikill kostur. Hvetjum fólk til að hvíla bílinn eins og kostur er og ganga.“ Forvarnarþátturinn á Ungl- ingalandsmótinu er stór og er þetta eitt langstærsta verkefni UMFÍ í forvarnarmálum. Að sögn Ómars Braga er þetta frábært verkefni og hafa aðstandendur mótsins hlotið viðurkenningar þar að lútandi. „Það er frábært hvernig fólk hefur tekið í þetta mót og mætt, bara gaman. Við hverjum íbúa til að taka þátt, þetta er ekki bara

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.