Feykir


Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 7
29/2014 Feykir 7 fyrir þá sem eru að koma að keppa. Fullt af verkefnum og skemmtunum fyrir fólk út um allan bæ. Hvetjum alla til að taka þátt og þá ekki síst til að koma á mótssetninguna á föstu- dagskvöldinu.“ Allt að smella saman Að sögn Pálínu Óskar hefur undirbúningurinn gengið vel og hefur þetta verið skemmtilegt tækifæri og lærdómsrík vinna. „Allur þessi undirbúningur og vinnan með unglingunum hefur verið mjög gefandi. Þau eru með fullt af hugmyndum, sem hefur mikið að segja enda er þetta þeirra mót. Unglingaráðið okkar er búið að standa sig með glæsibrag en að svona móti koma mjög margir. Þetta er allt saman að smella hjá okkur.“ Að lokum vilja Pálína og Ómar hvetja Skagfirðinga til að líta aðeins í kringum sig, hlúa að umhverfi sínu, taka til í kringum húsin sín og gera bæinn okkar fallegan og snyrtilegan. „Með því móti tökum við vel á móti 10 þúsund manns um helgina,“ bætir Pálína Ósk við. Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir eru rithöfundinum Steinunni Jóhannesdóttur hugleikin. Steinunn skrifaði Reisubók Guðríðar Símonardóttur árið 2001. Þegar hún fór svo að huga að bók um sambúðarár Guðríðar og Hallgríms fannst henni sig vanta meiri upplýsingar til að skilja bakgrunn Hallgríms - hans heimanfylgju - en það heiti fékk einmitt bókin sem kom út árið 2010. Heimanfylgja fjallar um æsku og uppvöxt Hallgríms á Gröf á Höfðaströnd og Hólum í Hjaltadal. Á Hólahátíð í ár verður minnst 400 ára fæðingarafmælis Hallgríms og ætlar Steinunn að lesa upp úr bókinni dagana 9.-14. ágúst, fyrst í Grafarkirkju en síðan í Auðunarstofu á Hólum. Blaðamaður Feykis hafði samband við Steinunni og spurði hana út í upplesturinn og áhuga hennar á Hallgrími og Guðríði. Hvers vegna þessi upplestur í Grafar- kirkju og á Hólum? -Mig langaði til þess að gefa Skagfirðingum nýtt tækifæri til þess að kynnast Hallgrími Péturssyni sem barni og unglingi á uppvaxtarslóðum hans. Færa hann nær nútímafólki í þessu víðáttumikla héraði sem á sér svo ríka og merka sögu. Og tækifærið til þess er einmitt núna þegar þess er minnst að 400 ár eru liðin frá fæðingu þessa höfuðskálds okkar Íslendinga. Geturðu sagt mér aðeins frá bókinni Heimanfylgju? -Eins og segir í löngum undirtitli bókarinnar þá er Heimanfylgja skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturs- sonar, byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Hallgrímur er talinn fæddur í Gröf á Höfðaströnd, þar sem afi hans og amma bjuggu við góð efni, því afinn, Guðmundur Hallgrímsson, var umboðsmaður Hólabiskups með jarð- eignum hans í Fljótaumboði. Heimildir um Hallgrím sem barn eru af skornum skammti, eins og um flest börn sem fæddust fyrir daga kirkjubóka og almenns skólahalds. Það eru aftur á móti til nokkrar skemmtilegar síðari tíma þjóðsögur um hann sem flestar tengjast skáldgáfunni sem á að hafa komið snemma í ljós. En þótt persónulegar heimildir skorti er þeim mun meira vitað um ýmis ættmenni hans í föðurætt, sem voru með allra voldugustu og fyrirferðarmestu höfðingjum á Íslandi um hans daga. Menn eins og Guðbrandur Þorláksson, Arngrímur lærði og Ari í Ögri að ógleymdri voldugustu konu landsins, Halldóru Guðbrandsdóttur. Heimildir um Pétur föður Hallgríms og fleiri úr nánustu fjölskyldu eru vel nýtilegar og með því að tengja þær saman og tína til Hallgrímur á heimaslóðum Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur les bók sína Heimanfylgju í Grafarkirkju og Auðunarstofu alls kyns smælki má draga upp sennilega mynd af helstu atburðum í uppvexti hans. Ég geri reyndar ýtarlega grein fyrir heimildum mínum og notkun þeirra í eftirmála bókarinnar, en persónuleikar fólksins, hugsanir og náin samskipti eru að mestu skáldskapur minn. Ef við líkjum verkinu við vefnað, þá eru heimildirnar uppistaðan en skáldskapurinn ívafið. Hvernig gekk að leita heimilda um svo löngu liðna tíð? -Það var satt að segja mjög tímafrekt. Heimildirnar eru svo dreifðar. Ég lagði auðvitað upp með ævisögu Hallgríms eftir Magnús Jónsson sem kom út fyrir miðja síðustu öld og hafði auk þess mikið gagn af doktorsritgerð Margrétar Eggertsdóttur, Barokkmeistarinn frá 2005. Sjálf var ég býsna vel heima í margvíslegum heimildum 17. aldar frá því ég skrifaði Reisubók Guðríðar Símonardóttur, um eiginkonu Hallgríms sem var eitt af fórnarlömbum Tyrkjaránsins 1627. Fyrsta heildarsaga Tyrkjaránsins var reyndar skrifuð norður í Skagafirði af Birni Jónssyni á Skarðsá. Sá sami Björn á Skarðsá er einnig upphafsmaður annálaritunar á 17. öld og var ráðinn til starfans af frænda Hallgríms, Þorláki Skúlasyni, biskup á Hólum. Það er gaman að átta sig á því hversu marga sporgöngumenn Björn eignaðist í Skaga- firði. Þar var farið var að skrifa annála um allt hérað og sú iðja dreifðist síðan þaðan um landið. Að lokum verð ég að nefna fornleifauppgröftinn á Hólum sem hófst fyrir tilstilli Kristnihátíðarsjóðs. Hann varð mér mikill innblástur og ég fylgdist með öllu sem þar vall upp út jörðinni og rekja mátti til siðaskiptanna og fyrri hluta 17. aldar. Öll þessi heimildabrot notaði ég til þess að draga upp sögusviðið, þar sem landslagið er enn að mestu óbreytt, og svo fóru persónurnar bara að lifna við. Þannig að bókin er skáldsaga byggð á heimildum? -Já. Ritheimildir segja fátt um alþýðu manna. Þær segja fátt um tilfinn- ingar fólks og dagleg samskipti. Það er hlut- verk skáldskaparins að fylla í þær eyður. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Steinunn við Grafarkirkju. Mynd: Einar Karl Haraldsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.