Feykir


Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 11
29/2014 Feykir 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur nú einbeitt sér að því að æfa sig í að klappa með annarri hendinni. Spakmæli vikunnar -Sá sem tapar peningum tapar litlu, sá sem tapar heilsunni tapar miklu, en sá sem tapar hugrekkinu tapar öllu. Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... snigill getur sofið í þrjú ár? ... býflugur hafa þrjú augnlok? ... ef öll dýr í heiminum væru sett á vigt saman myndu maurar vera tíu prósent af heildarþyngdinni? ... uppáhaldslitur flestra er rauður? FEYKIFÍN AFÞREYING gudrun@feykir.is Hahahahaha... Böddi var að keyra leigubíl heim til sín úr borginni, þegar hann var stoppaður af lögreglunni fyrir að vera ekki með sætisbeltið spennt. Tveimur dögum síðar var hann stoppaður aftur, sama vandamál og síðast, sama löggan. Svo jæja sagði löggan, hefur þú ekkert lært vinur? Já, jú sagði Böddi, ég þarf greinilega að fara aðra leið heim úr vinnunni. Krossgáta Helena Magnúsdóttir og Jón Hörður Elíasson á Sauðárkróki kokka Ekki alveg eftir bókinni AÐALRÉTTUR Piparostagúllasréttur Gúllas (folalda, lamba, nauta) – mér finnst best folalda Piparostur heill Sveppasmurostur heil dós Matreiðslurjómi eða rjómi eða mjólk Paprika Sveppir Rauðlaukur Gulrætur Eitthvað annað sem til er í ísskápnum! Aðferð: Skera kjötið niður í litla bita, steikja það í potti og teningur settur út í. Það síðan soðið í 1 til 1½ klukkustund þannig að það sé orðið mjúkt undir tönn. Á meðan kjötið mallar er grænmetið skorið og mýkt á pönnu, ekki of mikið því það á í raun að halda í smá ferskleika í meðlætinu. Svo er sósan græjuð en hún er gerð þannig að ½ lítri af vökva er settur í pott, piparosturinn svo og bræddur í vökvanum, smurosturinn settur útí síðastur. Það má alveg leika sér með hvaða ostar notaðir eru, t.d. hægt að nota tvo piparosta og engan smurost ef rétturinn á að vera sterkari. Kjötið sett í eldfast mót, grænmeti yfir og svo sósan. Þessu hent inní ofn í ca 15-20 mínútur. Gott að hafa hrísgrjón, ferskt salat og smábrauð með. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is „Með gleði í hjarta þökkum við Lydíu frænku fyrir góða áskorun og hlökkum mikið til að smakka á lærinu sem bíður okkar hjá henni,“ segja þau Helena og Jón Hörður á Sauðárkróki, sem eru matgæðingar vikunnar og tóku áskorun frá Lydíu og Gísla. „Réttirnir sem við leggjum fram eru ekki alveg eftir bókinni heldur búið að betrumbæta þá og vonandi eru þeir bara miklu betri.“ Feykir spyr... [SPURT Á FACEBOOK] Ætlar þú að keppa á ULM um helgina? UNNUR RÚN SIGURPÁLSDÓTTIR -Já, ég ætla að keppa í fótbolta og hestum. ELÍNBORG MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR -Já, ég ætla að keppa i fótbolta. ÖRVAR PÁLMI ÖRVARSSON -Nei, því miður má ég ekki keppa. EINAR FRIÐFINNUR ALFREÐSSON -Nei, ég get ekki tekið þátt vegna vinnu, langaði samt að taka þátt . Þetta er seinasta árið áður en ég verð of gamall. EFTIRRÉTTUR Sumarlega súkkulaðikakan 100 gr suðusúkkulaði 100 gr rjómasúkkulaði, hægt að leika sér með bragðtegundir eftir því hvaða bragð á að vera af kökunni. 3 dl sykur 1 dl hveiti 4 egg 200 gr smjör „Kakan hentar við öll tækifæri, eftirréttur, í kaffitímanum og einnig í saumaklúbbinn.“ Aðferð: Þeytið saman sykur og egg uns það verður létt og ljóst, bræðið smjör og súkkulaði saman og kælið, súkkulaði- blandan sett útí hrærivélarskál- ina ásamt hveitinu og hrært í smástund. Sett í eldfast mót bakað í 35- 40 mínútur við 175,° það fer að vísu eftir ofninum, best er ef hún er í blautari kantinum. Til að kóróna kökuna er hægt að hafa með henni sósu að eigin vali, ís, jarðarber, bláber, hindber eða bara það sem hugmynda- flugið leyfir. „Viljum við henda boltanum til okkar yndislegu Fanneyjar Ísfold sem er höfðingi í alla staði, sérstaklega hvað varðar mat og vináttu.“ Verði ykkur að góðu! Helena og Jón Hörður ásamt börnum sínum og hundi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.