Feykir


Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 1
 á BLS. 6-7 BLS. 5 Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur í viðtali Hallgrímur á heimaslóðum BLS. 7-8 Spjallað við Pálínu Ósk Hraundal og Ómar Braga Stefánsson um ULM 2014 Stanslaust fjör alla helgina Rótarýklúbbur Sauðárkróks gefur út bætta og efnismeiri Króksbók „Menn eiga að vera stoltir af samfélaginu sínu“ 29 TBL 31. júlí 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N www.riverrafting.is - s: 453 8245 Paintball River rafting Wipeout Tjaldstæði Heitir pottar Eiga von á tíu þúsund gestum Unglingalandsmót UMFÍ í þriðja sinn á Króknum Undirbúningi unglingalandsmótsins er nú senn að ljúka. Dagskrá mótsins hefst í dag en það verður formlega sett á íþróttavellinum annað kvöld. Auk undirbúnings vegna mótsins hafa bæjarbúar lagt metnað í að laga og fegra bæinn til að taka sem best á móti gestum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið á Sauðárkróki og hefur staðurinn getið sér gott orð fyrir góða aðstöðu og fyrir það hversu stutt er að fara milli keppnisstaða og tjaldsvæðis mótsgesta. Viðtal við Ómar Braga Stefánsson framkvæmdastjóra mótsins og Pálínu Ósk Hraundal, verkefnastjóri mótsins er á miðopnu Feykis í dag. Þau hafa miðað undirbúning mótsins við um tíu þúsund gesti, en margt er um að vera hvort sem menn kjósa að keppa eða horfa á og taka þátt í annarri afþreyingu. /KSE Bjarni verður sýslumaður og Páll lögreglustjóri Norðurland vestra verður eitt sýslumannsembætti og eitt lögregluembætti Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra hefur í kjölfar niður- stöðu sérstakrar valnefndar tilkynnt um skipan í embætti lögreglustjóra og sýslumanna í nýjum umdæmum, eins og greint hefur verið frá á vef Innanríkisráðuneytisins. Alþingi samþykkti í vor ný lög um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglumanna og aðskilnað embætt- anna og verða embætti lögreglustjóra 9 í stað 15 og embætti sýslumanna 9 í stað 24 með lögunum sem taka gildi um næstu áramót. Páll Björnsson verður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, með aðsetur á Sauðárkróki. Bjarni Stefánsson, sem verið hefur sýslumaður Skagfirðinga og Húnvetninga síðan 1. febrúar 2013, og þar áður sýslumaður Húnvetninga, verður sýslumaður á Norðurlandi vestra, með aðsetur á Blönduósi. Segja má að Páll flytjist yfir landið þvert Þessa unga stúlka var ekki í vinnu við að fegra bæinn eins ætla hefði mátt í fyrstu. Grasið sem hún var að tína fyrir utan blokk eina í Víðimýri var nefnilega ætlað hestunum sem voru á beit skammt frá blokkinni. Stúlkan heitir Karen Ósk og býr í Grindavík en var í heimsókn hjá ömmu sinni. og endilangt, en hann hefur verið sýslumaður á Höfn í Hornafirði síðan 1986. Feykir sló á þráðinn til Páls og forvitnaðist aðeins um hans bakgrunn og hvernig breytingarnar legðust í hann. „Þetta eru auðvitað heilmiklir flutningar, en ég er Húnvetningur að upplagi, frá Ytri- Löngumýri í Blöndudal í fyrrum Svína- vatnshreppi, svo ég er ekki alveg ókunnur á þessum slóðum,“ sagði Páll. Hann sagði breytingarnar taka gildi um næstu áramót og þá reiknar hann með að flytja á staðinn ásamt eiginkonu sinni, en börn þeirra eru uppkomin. Lögreglustjóra- hlutverkið er Páli ekki ókunnugt en því gegndi hann á Höfn þar til fyrir sjö árum að hann lét af því starfi vegna skipulags- breytinga og hefur einungis verið sýslu- maður síðan. /GSG & KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.