Feykir


Feykir - 31.07.2014, Side 9

Feykir - 31.07.2014, Side 9
29/2014 Feykir 9 Um næstu mánaðarmót er væntanleg í verslanir bókin Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi. Er það fyrsta bók Guðrúnar sem er endurútgefin síðan Dalalíf var endurútgefin árin 1982-1984 og aftur 2000, og kom einnig út sem hljóðbók árið 2012. Aðrar bækur Guðrúnar hafa ekki verið endurútgefnar. Bókaforlagið Sæmundur á Selfossi gefur bókina út, en það er Bjarni Harðarson sem rekur forlagið, samhliða Sunnlenska bókakaffinu. Bjarni segir það raunar lengi hafa komið til tals að endurútgefa eitthvað eftir Guðrúnu, enda verður hann var við það í fornbókabúðinni að mikil og jöfn eftirspurn er eftir bókum Guðrúnar. Alltaf eru einhverjar bækur í umferð, en bækur Guðrúnar hafa flestar verið uppseldar frá því skömmu eftir að þær komu út. Bjarni sagði í samtali við Feyki á dögunum að slík væru raunar örlög íslenskra bóka. „Það þarf 1000 eintök til að Aðeins Dalalíf hefur verið endurútgefið hingað til Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi endurútgáfa borgi sig og það er raunar bara einstaka „klassík“ eftir Halldór Laxnes og slíkar bækur sem standa undir því,“ sagði Bjarni en kvaðst þó bjart- sýnn á þessa nýju útgáfu og að ef vel tækist til mætti skoða að endurútgefa fleira eftir Guðrúnu. Bjarni sagði í samtali við Feyki á dögunum að það væri fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sæktist eftir bókum Guðrúnar, þó konur væru þar í meirihluta. Guðrún UMFJÖLLUN kristin@feykir.is Nú er ég komin á þann aldur að ég get farið af einhverri alvöru að minnast atburða og telja reynslu mína í áratugum og líta yfir farinn veg. Ég hef alltaf haft áhuga á að að vera með í umræðu og ákvarðanatöku í okkar héraði og hef fengið til þess ágætis tækifæri. Mér finnst gott að líta til baka og sjá að í mörgu höfum við gengið til góðs. Til dæmis er ég afar ánægð með sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði og finn að við þá ákvörðun höfum við styrkst fjárhagslega og ekki síður í félagslegu tilliti. Mér finnst við íbúarnir standa betur saman og skilja nauðsyn samvinnunnar í baráttu landsbyggðarinnar við atvinnuuppbyggingu og fólksfjölgun. Ég held að almennt áttum við okkur betur á að þéttbýliskjarnar þurfa öflugt bakland og dreifbýlið þarf á sterkum þjónustu- og atvinnusvæðum að halda. Hvert starf í sveitinni skapar til dæmis mörg störf í bæjunum. Ingibjörg Hafstað í Vík í Skagafirði skrifar Í ljósi reynslunnar ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Guðrún frá Lundi Guðrún, sem hét fullu nafni Guðrún Baldvina Árnadóttir, var sem kunnugt er Skagfirðingur, fædd á Lundi í Fljótum 1887 og kenndi sig jafnan við þann bæ. Á Lundi ólst hún upp til ellefu ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Enni á Höfðaströnd og fimm árum síðar út á Skaga, fyrst að Ketu og síðan að Mallandi Tvítug fór Guðrún alfarin að heiman og tuttugu og þriggja ára giftist hún Jóni Þorfinnssyni bónda og smið. Þau bjuggu fyrst á harðbýliskotum í Húna- vatnssýslu en fluttu árið 1922 að Ytra-Mallandi á Skaga og loks á Sauðárkrók um 1940 þar sem þau bjuggu til æviloka. Fyrsta bók Guðrúnar, Æskuleikir og ástir, sem jafnframt er fyrsta bindi Dalalífs, kom út árið 1946. Skömmu áður hafði Nýtt kvennablað birt fyrsta hluta nýrrar framhaldssögu eftir Guðrúnu, Afdalabarn. Seldust Æskuleikir og ástir vel og ekki stóð á útgefandanum að gefa út bækur Guðrúnar eftir það. Á árunum 1946-1973 gaf Guðrún út eina bók á ári, með einni undantekningu því engin bók kom árið 1946. Bækurnar urðu samtals 27 en sögurnar eru eitthvað færri því nokkrar þeirra eru framhaldssögur í fleiru en einu bindi. Heimild: Vefur Héraðsbókasafns Skagfirðinga Við bændur megum ekki láta deigan síga svo mikilvægur er landbúnaður hvers konar fyrir framtíðina. Ég hef þá skoðun að í náinni framtíð væri heppilegast að stefna á enn frekari sameiningar því það er sýnilegt að málum er vel fyrir komið hjá sveitarfélögunum sjálfum, en 4500 manna eining má sín lítils. Ég hef líka þá trú að íbúum þessa lands muni finnast æ eftirsóknarverðara að búa á landsbyggðinni en til að það geti gerst verðum við að vera samkeppnishæf,– bjóða upp á vel launuð störf, húsnæði, góða skóla og menntunarmöguleika. Allt of oft heyrast neikvæðar raddir frá landsbyggðinni og barlómur og auðvitað eru erfiðleikar víða en þetta vonleysistal skilar okkur engu nema rangri ímynd, því við vitum svo miklu betur um alla frábæru þættina sem einkenna t.d. okkar hérað og hversu auðvelt er að mæla með Skagafirði sem frábærum kosti til búsetu. Öll höfum við skoðanir á hinum ýmsu hlutum,– en er okkur ekki gjarnt á að viðra þær við eldhúsborðið og þá í hita umræðunnar fella dóma um að ekkert gerist og í versta falli að allt sé að fara til fjandans? Slík umræða gerir það eitt að verkum að fólk fer í fýlu og málið er dautt. Við kjósum fólk sem við treystum í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna, en það þýðir ekki að okkar fulltrúar eigi svo að bera alla ábyrgð á málum þar eftir. Það er okkar lýðræðislegi réttur og skylda að hafa áhrif. Það eru okkar skattpeningar sem eru til ráðstöfunar og við eigum að láta okkur varða í hvað þeir fjármunir fara og hvernig við viljum forgangsraða. Við eigum að vera virk í umræðu og ákvarðanatöku og koma skoðunum okkar á framfæri á uppbyggilegan og siðlegan máta og þurfum til þess vettvang, – annan en eldhúsborð og bloggsíður netmiðla. Tökum þátt í að móta samfélagið, skiptum okkur af og gagnrýnum (munið að orðið gagnrýni þýðir ekki að nöldra heldur að rýna til gagns). Við skulum tala málefnin upp, benda á leiðir og styðja hvert annað og bjóða nýtt fólk og verkefni velkomið, ásamt því að standa vörð um það góða sem fyrir er. Jákvæðni og bjartsýni eru smitandi eiginleikar og auka á ánægju hvers manns og starfsgleði. Í mörgum pistlum af þessu tagi hafa brottfluttir ungir Skagfirðingar tjáð sig um Fjörðinn fagra, góðar minningar og eftirsjá. Mín ósk er sú að hægt verði að bjóða ungt og efnilegt fólk velkomið í héraðið og að það fái að njóta allra þeirra kosta sem við getum mögulega boðið uppá. Góðir lesendur þá er þessum samansúrraða pistli að ljúka,fá orð um stór málefni. Ég vil skora á Guðrúnu Lárusdóttur í Keldudal að taka við „pennanum“. afkomanda Guðrúnar, mál- þing um Guðrúnu og verk hennar. „Afdalabarn hefur þessi skemmtilegu höfundareinkenni Guðrúnar. Þetta er sveitasaga – raunsæ saga af stéttarskiptingu og baráttu lítilmagnans. Þetta er saga með frekar ásættanlegan endir, en þannig sker Guðrún sig frá raunsæisáhrifunum og rómantíkin tekur völdin,“ segir Bjarni aðspurður um bókina sem nú kemur út. Hallgrímur Helgason rithöfundur og myndlistarmaður skrifar eftir- mála að bókinni og mynd- skreytir bókarkápu. hefði raunar hlotið ákveðna uppreisn æru á allra síðustu árum. „Guðrún sameinar vel að skrifa rómantískar sveitasögur og vera raunsæishöfundur. Það eru ekki margir höfundar sem færa mann í þetta sveita- samfélag fyrir 100 árum á jafn sannfær- andi hátt. Guðrún er öflug í persónuupp- byggingu og stendur fyllilega undir vin- sældum sínum,“ sagði Bjarni. Bjarni tekur undir að segja megi að Guðrún hafi komist í tísku að undanförnu. „Ýmsir höfðu horn í síðu hennar hér áður og gerðu lítið út henni sem höfundi en það er nú á undanhaldi.“ Það hefur líka aukist að menn hafi fjallað um Guðrúnu sem rithöfund og má í því samhengi nefna Hallgrím Helgason. Þannig má til dæmis nefna að árin 2010 og 2011 héldu heimamenn í fæðingar- sveit hennar, Fljótunum, í sam- vinnu við Guðjón Jónasson og Kápan á bók Guðrúnar frá Lundi, Afdalabarni. Teikningin er eftir Hallgrím Helgason.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.