Feykir


Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 8

Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 8
8 Feykir 29/2014 Norðanpaunk er ný pönkhátíð sem haldin verður á Laugarbakka um verslunarmanna- helgina, dagana 1.-3. ágúst. Nafnið á hátíðinni er dregið af samnefndum tónleikum sem haldnir voru á Akureyri árið 1999. Feykir hafði samband við Árna Þorlák Guðnason, einum af skipuleggjendum hátíðarinnar. ,,Norðanpaunk er fyrir alla sem vilja hlusta á skrítna, skemmtilega og stundum kannski svolítið erfiða tón- list í góðra vina hópi, þar sem allir geta verið þeir sjálfir og lausir við ein- hvern töffaraskap,” segir Árni Þorlákur og bætir því við að þeir hafi ekki áhuga á ruglinu sem vill gjarnan einkenna popptónlistar- hátíðir. Árni Þorlákur segir hugmyndina að hátíðinni hafa kviknað þegar hann sat ásamt nokkrum félögum sínum og þeir höfðu verið að klóra sér í hausnum yfir því að það skyldi ekkert vera í boði fyrir þennan jaðarhóp sem hefur gaman af því að hlusta á skrítna og erfiða tónlist. „Svo tókum við okkur bara saman og heyrðum í fleiri hljómsveitum og það voru allir til í að leggjast á eitt að gera eitthvað skemmtilegt saman um þessa helgi og reyna að hóa saman skrítnustu og skemmtilegustu tónlistinni á Íslandi. Svo vatt þetta upp á sig og á endanum vorum við líka komin með sex erlendar hljómsveitir um borð.” Meðal þeirra sem standa að hátíðinni ásamt Árna Þorláki eru hljómsveitirnar NORN, MASS, World Narcosis, Mannvirki, Döpur, Aria Lamia og RVNES. Árni segir þó fljótlega fleiri hafa bæst í hópinn en auk hans hafi Jonathan Baker, Hilmar Kári Árnason, Krummi Björgvins- son, Tómas Ísdal, Ægir Sindri Bjarnason, Clyde Bradford, Malte Cornelius Jantzen og Sveinn Alexander Sveinsson líklega borið mesta hitann og þungann af hátíðinni. Norðanpaunk Pönkhátíð á Laugarbakka um verslunarmannahelgina ,,Við höfum líka notið dyggs stuðnings allra hljómsveitanna sem hafa hjálpað okkur með upphitunar- og söfnunar- tónleika og að græja það sem þurft hefur að græja fyrir það. Einnig hafa Regína Ólína Þórisdóttir á Löngufit og Gunnar Ægir Björnsson og margir fleiri hjálpað okkur mikið.” Nafnið á hátíðinni er dregið af samnefndum tónleikum sem haldnir voru á Akureyri árið 1999 og segir Árni það vera af þeim augljósu ástæðum að þeir voru haldnir fyrir norðan og þar var spilað paunk. ,,Allar hljómsveitirnar sem eru að spila, spila tónlist sem á rætur sínar að rekja til paunkhreyf- ingarinnar þannig að okkur fannst þetta bara gráupplagt. Það má segja að við viljum halda við þessari Do It Yourself menningu sem er einkennandi fyrir paunksamfélagið þar sem tón- leikar eru einfaldlega skipulagðir af hljómsveitunum sjálfum.” Fyrsta hljómsveitin mun stíga á svið kl. 19:00 annað kvöld, föstudaginn 1. ágúst og sú síðasta aðfaranótt sunnu- dags, en alls munu 35 hljómsveitir spila á hátíðinni. Hægt er að kaupa miða hjá Lucky Records í Reykjavík en einnig er hægt að kaupa miða með því að senda skilaboð á netfangið nordanpaunk@ gmail.com. 18 ára aldurstakmark er inn á alla tónleikana. /GSG Það hljóta margir að koma við sögu þegar svona verk er unnið? -Já, svo sannarlega. Ég er með langan þakkar- lista í bókarlok til allra þeirra fjöl- mörgu sem studdu mig með ráðum og dáð; eiginmaður minn og fjölskylda, félagar í ReykjavíkurAkademíunni, Hólastaður, ritstjórar mínir og einstak- ir fræðimenn og jafnvel vandalausir velunnarar. Ferðu mikið um sögustaðina sem þú skrifar um? -Já. Það er mér mjög mikilvægt. Ég hef notað það sem aðferð við öll mín verk sem hafa ein- hverja sögulega tengingu, leikrit eins og Ferðalok og Heim Guðríðar, Sögu Halldóru Briem og ekki síst Reisubók Guðríðar. Þar er aðferðin hreinlega sú að rekja slóð Guðríðar um öll þau lönd og borgir sem vitað er að hún kynntist, fyrst í ánauðinni og síðan á reisunni löngu aftur heim. Fyrir Heimanfylgju þurfti ég náttúrlega fyrst og fremst að gerast heimakomin á Hólastað, Höfða- strönd og í Fljótaumboðinu hinu forna. En ég fór líka í eina mikilvæga utan- landsreisu, svokallaða Lúter-reisu, milli þeirra borga í Þýskalandi sem Lúther nam og starfaði í. Það var mjög lær- dómsríkt. Í þeirri ferð gerði ég mér meðal annars grein fyrir hinu mikil- væga hlutverki sem kona Lúthers, Katarína af Bora, gegndi fyrir starf manns síns og siðaskiptin. Halldóra Guðbrandsdóttir varð svipaður skör- ungur á Hólum. En hvernig kviknaði áhugi þinn á Guðríði? -Eigum við að segja að örlögin hafi ráðið því. Ég var leikkona í Þjóðleikhúsinu og valin til þess að leika Guðríði í leikriti Jakobs Jónssonar, Tyrkja-Gudda. Benedikt Árnason var leikstjóri og ég hef stundum gert hann ábyrgan fyrir því sem á eftir fór, því miklu veldur sá sem upphafinu veldur. Um svipað leyti kynntist ég þáverandi sóknarpresti í Hallgrímskirkju, séra Karli Sigurbjörnssyni og Kristínu Guðjónsdóttur konu hans, þegar örlögin (aftur!) stilltu því svo til að við fórum að byggja hús saman. Í fram- haldinu fór ég að sækja kirkjuna og dróst inn í það merkilega safnaðarstarf og listalíf sem þróast hefur í þessu mikla guðshúsi og þar leiddi eitt af öðru. Ég var t.d. fengin til þess að skrifa leikrit um Guðríði og Hallgrím til sýningar í Hallgrímskirkju á Kirkju- listahátíð 1995. Það var fyrsta alvarlega tilhlaup mitt að því að endurskapa líf þessara mögnuðu einstaklinga og sér- stæðu hjóna. Sýningin varð vinsæl og við sýndum hana í kirkjum um allt Ísland, m.a. á Hólum, fram á haustið 2000. Hvað reiknarðu með að upplestur- inn taki langan tíma? -Lesturinn hefst laugardaginn 9. ágúst í Grafarkirkju klukkan tvö eftir hádegi og þar mun ég lesa fyrsta hluta bókarinnar, Dreng- urinn í Gröf. Ég geri tvö hlé á lestrinum, annað korters langt og hitt í hálftíma og reikna með að ljúka dagsverkinu upp úr klukkan hálfsex. Hólastrákur, sem skiptist í tvo hluta, verður svo allur lesinn í Auðunarstofu á Hólum. Lestur hefst þar að kvöldi 10. ágúst klukkan 20:00 og verður haldið áfram fram undir klukkan 22. Eitt hlé. Næstu fjóra daga mun ég svo lesa frá klukkan 16:00-18:00 og 20.00-22:00, með einu hléi í hverri lotu. Og röddin, kemur hún til með að endast allan þennan tíma? -Ég vona það. En ég veit að þetta verður erfitt og er með aðstoðarmann mér til halds og trausts. Maðurinn minn, Einar Karl Haraldsson, er mjög góður lesari, og hann mun leysa mig af í nokkrum köflum. Svo verð ég bara að vona að ég kvefist ekki meðan á þessu stendur. Upplesturinn er í tengslum við Hólahátíð í ár? -Já. Nú þegar þess er minnst að 400 ár eru frá fæðingu Hall- gríms er aðaltema Hólahátíðar uppruni skáldsins í Skagafirði og uppvaxtar- skilyrðin á Hólum. Solveig Lára Guð- mundsdóttir vígslubiskup er yfirlýstur aðdáandi Heimanfylgju og það er í samráði við hana og séra Gylfa Jónsson sem lestrinum er valinn þessi tími sem upptaktur að Hólahátíð. Þar mun ég síðan flytja fyrirlestur. Bænhúsið í Gröf er merkilegt mannvirki og tengist fjölskyldu Hallgríms á ýmsan hátt? -Kirkjan í Gröf er elsta torfkirkja á Íslandi og í umsjá Þjóðminjasafnsins. Sennilega hefur bænhús staðið á þessum stað frá því á fyrstu öldum kristni í landinu. En eftir siðaskiptin var reynt að fækka bænhúsum og hálfkirkjum og því er ósennilegt að hún hafi verið í notkun sem slík þegar Hallgrímur var að alast upp í Gröf. Í Heimanfylgju geri ég ráð fyrir að hún hafi verið notuð sem skemma. En síðar á 17. öld eignaðist afkomandi Guðbrands jörðina, Gísli Þorláksson Hólabiskup, og hann og kona hans, Ragnheiður Jónsdóttir (konan á fimmþúsundkallinum), endurreistu kirkjuna og fengu mesta útskurðarmeistara landsins, Guðmund Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð, til þess að skreyta hana með sama hætti og einkennir hana enn í dag þótt altarisskápurinn einn sé upprunaleg- ur. Kirkjan er mesta gersemi eins og allir vita sem hafa skoðað hana. Ég vil þó benda komandi gestum mínum á að kirkjan er óupphituð, þannig að rétt er að vera hlýlega klæddur ef fólk staldrar eitthvað að ráði við til að hlusta. Við verðum líka með teppi á staðnum.“ Síðan er væntanleg barnabók um Hallgrím? -Já. Mig langaði líka til þessa að skrifa um barnið Hallgrím fyrir börn. Og í haust kemur út saga fyrir alla fjölskylduna, Jólin hans Hallgríms, sem gerist á aðventunni þegar hann er 7-8 ára og segir frá honum, systkinum hans, fjölskyldu og vinnufólki í Gröf við undirbúning jólanna. Þá var í mörgu að snúast eins og gengur og gerist enn í dag, börnin eru full eftirvæntingar og svo verður dálítið kraftaverk þarna í vetrar- myrkrinu, sem fangar hugann. Bókin er prýdd fjölda yndislegra mynda eftir einn okkar allra besta myndskreyti, Önnu Cynthiu Leplar. Jólasýning Þjóð- minjasafnsins mun í ár byggja á sögunni og myndum Önnu, sem verða settar upp í safninu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.