Feykir


Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 29/2014 Króksarar í Laugavegshlaupinu „Einn skemmtilegasti viðburður sem ég hef tekið þátt í“ Laugavegshlaupið er 55 kílómetra langt hlaup sem haldið var í 18. sinn þann 12. júlí sl. Á meðal þátttakenda í hlaupinu voru Skagfirðingarnir Einar Örn Hreinsson, Jón Svavarsson og Selma Barðdal Reynisdóttir. Þau skráðu sig einnig í sveitakeppnina sem sveitin Króksararnir, en með þeim í för slóst einn keppandi frá Noregi, hún Hugrún Ösp Egilsdóttir. Feykir hafði samband við Einar Örn og spurði hann frekar um hlaupið. Hlaupið var frá Landmanna- laugum, um Hrafntinnusker, í Álftavatn, um Emstrur, og endað í Húsadal í Þórsmörk. Að sögn Einars byrjaði hlaupið í slag- veðursrigningu og um 7°C hita í Landmannalaugum. „Á leiðinni frá Landmanna- laugum í Hraftinnusker er um 500 metra hækkun og á þeirri leið þurfti aðeins að hlaupa á snjó og á um 100 metra kafla þurfti að vaða krapaelg upp fyrir miðja kálfa. Rétt fyrir Hrafntinnusker var mikil og þykk þoka og varð það m.a. til þess að ég villtist og þurfti að taka á mig smá krók þar sem ég hafði misst sjónar á næsta manni á undan. Í Hrafntinnu- skerum hefur hitastigið senni- lega verið undir 4°C en að mestu stytt upp. Á leiðinni frá Hrafn- tinnuskerum í Álftavatn var áfram töluverður snjór sem hlaupið var á og einnig þurfti að hlaupa í gegnum svæði með töluverðri leirdrullu. Eftir að komið var niður að Álftavatni var veðrið orðið mjög gott, logn og að mér fannst, heitt. Þessi veðurskilyrði héldust svo alla leið í Húsadal. Drykkjastöðvar voru í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn, í Emstrum og á tveimur stöðum nærri Húsadal þar sem boðið var upp á vatn og aðra drykki ásamt einhverju orkuríku til að japla á. Nokkrar ár og kvíslar þurfti að vaða á leiðinni og um mitt hlaup (eftir sirka 26 km) var hægt að vitja um tösku sem hægt hafði verið að útbúa með auka út- búnaði ef með þurfti. Í heildina fannst mér hlaupa- skilyrðin mjög góð af fjallaleið að vera ef undan er skilin rigningin í byrjun,“ segir Einar. Þetta var í fyrsta skiptið sem Einar Örn, Jón og Selma tóku þátt í Laugavegshlaupinu og segir Einar þetta hafa verið magnaða upplifun. „Að hlaupa þessa ótrúlega fallegu leið ásamt 350 öðrum keppendum alls staðar að úr heiminum við oft mjög krefjandi aðstæður á lengi eftir að lifa með manni. Þetta er Nokkrar ábendingar um eitt og annað sem betur mætti fara Eftir að að hafa lesið ágæta grein Bryndísar Þráinsdóttur [birt á Feykir.is 30. maí, innsk blm.] ákvað ég að senda ykkur nokkrar línur. Ég dvel dálítið á Króknum til að hlaða batteríið, en ég á þar hús (Helgafell, eða Aðalgata 27) og rölti þá stundum upp á Nafir, og sest þá gjarnan á þúfu norðan við Gránu- klaufina, en þaðan er gott útsýni yfir gamla bæinn og höfnina. Sitjandi þar dettur manni ýmislegt í hug, og eftir að hafa lesið grein Bryndísar þá datt mér í hug að senda ykkur þessar línur. Væri ekki mögulegt að gera göngustíg framan í Nöfunum utan af Eyri eða úr Gíslaklauf og suður úr? Einnig mætti gera FRÁ LESENDUM GÍSLI JÓHANN SIGURÐSSON SKRIFAR göngustíga upp einhverjar klaufir, helst allar, og/eða finna gamla troðninga eins og er t.d. í Gránuklauf, lagfæra þá og gera sýnilega og auðfarna. Einnig setja upp spjöld með gömlum og nýjum myndum af bænum, bæði uppi á Nöfunum klaufunum við gönguslóðirnar. Útsýnið af Nöfunum yfir bæinn er fallegt og breytilegt eftir því hvaðan horft er, auk þess sem skokkarar og annað útivistarfólk í bænum fær þá val um margar nýjar og skemmtilegar göngu- og skokk leiðir. Ég hef séð að margir leggja leið sína út á suðurgarð hafnarinnar (nýja garðinn) með stöng, og klöngrast síðan niður í grjótið að sunnanverðu, (að norðanverðu er lægri stall- ur í garðinum sem nær lang- leiðina út að miðju garðsins). Óskastaða hefði verið að slíkur stallur hefði einnig verið að sunnanverðu veiðimannanna vegna. Garðurinn býður einnig upp á alveg nýtt sjónarhorn fyrir ljósmyndara. Garðurinn er annars þannig yfirferðar að það er spurning hvort hann sé ekki slysagildra eða jaðri við það eins og hann er. Hann gæti orðið ferðamanna- og veiði- mannavænni ef sett væri ofan á hann gróft efni til að fylla í stærstu holurnar milli steina ofan á honum. Tala ekki um ef kæmi handrið helst með skörð- um eða bilum í eftir miðju garðsins. Nú er verið að gera svo margt vegna ferðaþjónustu víða og til að laða að fólk. Held að með bættu aðgengi megi fá ferðafólk til að staldra aðeins við í bænum og skoða sig um. Ég hef tekið eftir að á hátíðisdögum, s.s. 17. júní og Lummudögunum, eru settir fánar í þar til gerð statíf á ljósastaura við Skagfirðinga- braut og Aðalgötu, sá ysti í bænum mun vera til móts við Villa Nova. Þeim fer fjölgandi sem koma yfir Þverárfjallið, og mér fyndist að menn ættu að láta fánaborgina enda í hringtorginu úti á Eyri og taka þannig einnig vel á móti öllum sem koma þá leiðina. Með kveðju, Gísli J. Sigurðsson og eða nálægt þeim stöðum sem þær voru teknar frá, svo fólk sjái og skynji þær breytingar sem hafa orðið í tímans rás. Frábært yrði að fá borð og bekki á nokkrum stöðum uppi á Nöfunum, eða í einhverri klaufanna þar sem skjólsælt er, og/eða fyrir neðan einhverjar af klaufunum eins og var fyrir nokkrum árum neðan og norðan við Gránu- klaufina (efst í gömlu aksturs- slóðinni að kolaportinu). Ekki var nú skjólið þar á daginn í innlögninni, en gat verið mjög gott snemma á morgnana og á kvöldin. Þetta var reyndar fjarlægt fyrir Lummudagana eitt árið og kom ekki aftur. En umfram allt að gera fólki mögulegt að ganga upp allar klaufirnar, og hafa nöfnin á einn sá skemmtilegasti viðburð- ur sem ég hef tekið þátt í lengi.“ Öll náðu þau sínum mark- miðum í hlaupinu og var Selma fimmta konan sem kom í mark og sú þriðja í sínum aldursflokki, á tímanum 6 klst, 12 mín. og 15 sek. sem er frábær árangur. Jón kom í mark á tímanum 6 klst, 25 mín. og 52 sek. og endaði í 7. sæti í sínum aldursflokki. Einar átti einnig mjög gott hlaup og var 18. í mark í sínum aldurs- flokki á tímanum 6 klst., 1 mín. og 53 sek. Í sveitakeppninni enduðu þau, sveitin Króksar- arnir, í 9. sæti af 28 sveitum. /GSG Ung stúlka gefur Selmu Barðdal blómvönd að keppni lokinni. Mynd: Ingólfur Arn. Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd tó listarhátíðinnar Gærunnar. Sérstakar þakkir fá duglegu sjálfboðaliðarnir okkar, öll fyrirtækin sem studdu við bakið á okkur og gestir hátíðarinnar. Án ykkar aðkomu hefði hátíðin ekki orði að veruleika. Ta k fyrir okkur.. 14.-16. ÁGÚST Miðasala hafin á midi.is Allar upplýsingar á gaeran.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.