Feykir


Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 5

Feykir - 31.07.2014, Blaðsíða 5
29/2014 Feykir 5 Upphaflega var Króksbók gefin út sem kynningarrit í tilefni af umdæmisþingi Rótarý sem haldið var á Sauðárkróki 1993. Eins og segir í formála Króksbókar II var tilgangurinn að fræða en líka bæta um- ræðuna um gamla bæinn sem átti undir högg að sækja. Brot bókarinnar var miðað við að hún færi vel í vasa á göngutúr um gamla bæinn. Þegar bókin var tilbúin þótti upplagt að setja hana í almenna dreifingu, auk þess að dreifa henni til þing- fulltrúa. Skemmst er frá að segja að undirtektir voru góðar og bókin er uppseld fyrir löngu. Þrátt fyrir að upphaflega hafi aðeins verið stefnt að þessari einu útgáfu ákváðu klúbbfélag- ar, vegna mikillar eftirspurnar, að ráðast í endurútgáfu. Árni segir glettilega margt hafa breyst síðan fyrri bókin kom út. „Það eru 20 ár síðan Króksbók kom út og þar voru upplýsingar sem eru orðnar úreltar. Hús hafa verið rifin og hús hafa brunnið og götur hafa færst úr stað og hvaðeina. Þannig að það var tímabært að uppfæra bókina.“ Binni skýtur því inn í að þeir rit- stjórnarmenn hafi þó lítið breyst. Nefndin taldi þó upp- haflega sex menn, en þrír eru eftir búsettir á Sauðárkróki, grónir og gamlir Króksarar. Eru þeir sammála um að það markmið að vekja gamla bæinn til vegs og virðingar hafi að einhverju leyti náðst með fyrri bókinni. Víða leitað fanga Árni og Binni eru sammála um að bókin eigi ekki síst erindi við heimamenn. „Það er mikil hreyfing á fólki, miklir flutn- ingar til og frá og margt fólk sem veit ekki mikið um bæinn, sérstaklega gamla bæinn, sem á fullt af sögu. Þetta er svona hjálpartæki til þess að kynnast bænum. Þarna er bæði gaman og alvara sem á erindi til heima- manna og þeirra ferðamanna sem vilja skoða gamla bæinn og vita eitthvað um húsin, t.d. hvar Guðrún frá Lundi sat og skrifaði eða hvar Jón Þorfinns- son bjó.“ Bókin er 84 blaðsíður og sem nærri má geta er víða leitað fanga varðandi heimildir. „Sauðárkrókssaga Kristmund- ar er góð heimild, en með henni braut hann blað í byggða- söguritun. Við höfum leitað fanga víða í ævisögum og ritum og hjá fólki í bænum. Við ljúgum ekki mikið,“ segir Árni og Brynjar tekur heils hugar undir það. Vegna tímaskorts við fyrri bókina var heimilda ekki getið þar en það er gert í nýju bókinni. Blaðamaður ýjar að því að það sé undirliggjandi dálítill „grobbtónn“ í bókinni. „Það á að vera,“ svarar Binni að bragði og Árni segir að menn verði að vera ánægðir með sitt. „Það er engin ástæða til annars en að vera stoltur af samfélaginu sínu. „Menn eiga að vera stoltir af samfélaginu sínu“ Rótarýklúbbur Sauðárkróks gefur út Króksbók II VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Árni Ragnarsson og Brynjar Pálsson sem skipa ritnefnd Króksbókar í félagi við Ágúst Guðmundsson sem var fjarri góðu gamni. Út er komin Króksbók II, aukin og endurbætt útgáfa af Króksbókinni sem Rótarýklúbbur Sauðárkróks gaf út árið 1993 og er fyrir löngu uppseld. Bókin inniheldur sem fyrr feikna fróðleik um Sauðárkrók, einkum gamla bæinn. Auk fróðleiks sem byggir á sögulegum heimildum er í bókinni að finna margt merkilegt sem ekki hefur endilega verið sett á prent áður. Í Króksbók II má til dæmis lesa um af hverju Króksarar fara „yfrum“ og eru „fyrir handan,“ það sem Króksurum þykir „pínu rosalega gott“ og frægar persónur eins og Steina putt og Mundi Valda Garðs. Einnig segir af því hvers vegna Króksarar hafa styttu af hesti þar sem aðrir bæir hafa kónga og fyrirfólk. Þrátt fyrir að mikil og merk heimildavinna liggi að baki er léttleikinn í fyrirrúmi og glens og gaman á milli lína. Á slíkum nótum var líka viðtal sem blaðamaður Feykis átti við ritnefndarmennina Árna Ragnarsson og Brynjar Pálsson. Við meinum að menn eigi að vera stoltir af staðnum og menningunni og samfélaginu og ganga um það eftir því. Gamli bærinn er auðvitað mikilvægur í því sambandi.“ Kvöld, helgar og páskar Árni, sem að sögn Binna, átti upphaflegu hugmyndina að bókinni, viðurkennir að mikil vinna sé að baki. „Þetta eru kvöld og helgar og páskar.“ Þarna nægir að nefna sem dæmi kort á miðopnu bókar- innar sem merkt eru inn á 130 hús í gamla bænum og nöfn þeirra og upplýsingar um flest þeirra. Var kortið sérstaklega gert fyrir fyrri bókina og uppfært fyrir þessa útgáfu. Annað sem Króksbók II hefur að geyma og ekki hefur verið aðgengilegt almenningi áður eru kort og greinar úr húsakönnun fyrir gamla bæinn á Króknum. Lauk umræddri könnun árið 2001 en hún var framkvæmd af þáverandi fyrir- tæki Árna, ARKITEKTÁRNI og naut Árni aðstoðar Áslaugar S. Árnadóttur. Þar var byggðin undir Nöfunum greind í sögu- legu ljósi, einstök hús, húsa- þyrpingar og götumyndir. Er fjallað um ráðandi þætti í landslagi og bæjarbyggingu sem einkenna svæðið, bæjar- og göturými, húsagerðir, aldur húsa og bæjarmyndir, varð- veisluþætti og varðveislugildi. Að „fara í bæinn“ Talið berst að verslunum og því að fara „í bæinn“, en þeir félagar eru sammála um að það orðatiltæki hafi verið fundið upp á Króknum og síðan yfirfærst á það að fara til Reykjavíkur. „Hér áður fyrr var bærinn allur á litlu svæði, 20 til 30 verslanir og menn fóru í bæinn.“ Þannig hafi Sauðár- krókur misst miðbæinn, eftir að verslanirnar fóru úr Aðalgöt- unni og teygðist á bænum. Ekki síst þess vegna er telja þeir ástæðu til að vekja athygli á gamla bænum. Í hinni nýju útgáfu Króks- bókar eru ekki auglýsingar en við útgáfuna njóta Rótarý- menn styrkja nokkurra fyrir- tækja á Króknum sem eru Króksbókinni hliðholl. Sveitar- félagið Skagafjörður hefur einnig komið að útgáfunni með hvatningu og stuðningi. Bókin kemur út í 2500 eintökum og verður til sölu á litlar þúsund krónur. Gengið verður í hús á Króknum eftir miðjan ágúst. Þá verður hægt að nálgast ritið, fyrir brottflutta og aðra áhuga- sama með því að bregða sér í Pennann-Eymundsson en á Króknum verða útsölustaðirnir sex; Rafsjá, N1, Skagfirðinga- búð, Bláfell, Hlíðarkaup og Verslun Haraldar Júlíussonar (Bjarni Har). Rótarýmenn á Sauðárkróki, sem og annars staðar, hafa látið margt gott af sér leiða í bænum og má þar nefna fjölmennt jólahlaðborð fyrir síðustu jól í boði þeirra, hringsjá uppi á Nöfum og Rótarýklukkuna við sundlaugina. Árni segir að verði ágóði af bókinni verði það eitt fyrsta verkið að laga hitamælinn á klukkunni, svo það skeiki ekki einni til tveimur gráðum eftir því úr hvaða átt er horft – eða hvort menn eru staddir fyrir utan eða framan Flæðarnar, eins og Króksarar myndu líklega orða það. Króksbók II Útgáfu- og ritstjórn Króksbókar skipa þeir Árni Ragnarsson, Ágúst Guðmundsson og Brynjar Pálsson. Auk Árna og Ágústs eru skrif eftir Árni Blöndal og Erling Örn Péturs- son úr fyrri Króksbók sem standa óhögguð. Nýja húsheitakortið og kort og greinar úr bæjar- og húsa- könnun fyrir gamla bæinn frá 2001 eru unnin af Árna og Áslaugu S. Árnadóttur. Heimilda er getið í bókinni en um ritvinnslu og próförk sá Ásdís Hermannsdóttir. Ljósmyndir eru úr Ljósmyndasafni Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og myndasöfnum þeirra Björns Jónssonar og Gunnars Helgasonar. Flestar nýrri myndir hafa þeir Óli Arnar Brynjarsson og Hjalti Árnason tekið. Óli Arnar sá jafn- framt um umbrot, setningu og útlit bókarinnar. Um litgreiningu og prentun sá Nýprent á Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.