Feykir


Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 10
10 36/2014 Dýrbítar á ferð í Deildardal Fundu fjögur hræ og einni gimbur þurfti að lóga Garðar P. Jónsson, fram- haldsskólakennari og grenjaskytta á Melstað í Óslandshlíð í Skagafirði, var ásamt fleirum í göngum í Deildar-dal, þegar gengið var fram á hræ af tveimur lömbum og einn fullorðinni rollu. Þá fannst ein gimbur sem var lifandi en illa særð og eitt hræ í viðbót sást en náðist ekki á mynd. Garðar sendi Feyki myndir af illa útleiknum hræjum og hafði blaðamaður samband við hann til að spyrjast fyrir um málið. „Við vorum vorum í göngum síðastliðinn laugardag í Seljadal innst í Deildardal, hræin voru innan við svonefndan Tryppa- foss neðan við á sem er kölluð Litla-á. Gimbrin sem var lifandi var í hlíðinni vestan við Tryppa- fossinn,“ segir Garðar. Gimbr- inni var lógað eftir að hún kom til réttar, enda ekki hægt að græða svona sár. Garðar segir að einnig geti verið komin fluga í sárið og þá þurfi að losa gripinn sem er særður við þjáningar eins fljótt og hægt er. „Þau hafa öll verið lifandi þegar ráðist var á þau, alla vega lömbin. Það voru ekki nein ummerki um að þau hafi verið afvelta eða nokkuð að þeim á nokkurn hátt,“ segir Garðar og bætir við að hann telji líklegt að féð sé svona útleikið eftir ref. „Mér finnst líklegra að þetta sé eftir ref heldur en hund, bæði er það að þetta er nánast innst í dalnum og önnur ummerki segja til að refir hafi unnið þarna að. Eitt hræið, það elsta, var bitið á snoppu, sem er öruggt merki um ref. Eins voru ummerki um hvolpa kringum hræin. Hundar fara reyndar aftan í kindur eins og sést á lifandi gimbrinni, en það er líka þannig með hvolpa, þegar refurinn er búinn að kenna þeim hvernig á af bera sig að. Fullorðnu dýrin fara með hvolp- ana og kenna þeim hvernig á að bera sig að,“ segir Garðar. Garðar segir sem betur fer ekki algengt að finna fé sem er svona útleikið. „Samt gerðist það fyrir nokkrum árum að það voru drepin fimm lömb á fimm dögum hjá Haraldi í Enni. „Þau voru í kálstykki við gamla bæinn á Læk. Þar unnu að tvær læður og ég náði annari en Steinþór í Kýrholti hinni. Þetta kálstykki er ca. 300 metra frá vegi og milli bæja þannig að það fer ekki alltaf eftir stað- setningu. Eins var það fyrir nokkrum árum að það fréttist af ref sem var að stökkva í lömb frá Hólum og út að Þúfum, Hann drap ekkert, sem ég veit um, og þetta hvarf. Trúlega hefur hann verið skotinn á þessu svæði. Eins hafa verið landlægir bítar í Vesturfjöllunum og oft hefur verið mjög erfitt að eiga við þá,“ segir Garðar. „Flestir refir eru í eðli sínu ekki lambamorðingjar en það koma alltaf upp dýr sem er frábrugðin, þau eru stærri öflugri og erfiðari við að eiga, ganga lítið sem ekkert í hræ en drepa þeim mun meira, hræ- dýrin koma svo á eftir og hirða leifarnar. Það gerðist í Borgar- firði fyrir nokkrum árum að haustlagi að dýrbítur komst upp og reynt var að vinna á honum. Hann náðist loks eftir hálft ár að mig minnir, var þá búinn að drepa um tuttugu kindur, þetta var bítur sem vann á fénu en á eftir komu um tuttugu dýr sem lágu í hræj- unum. Það versta í þessari stöðu er að hvolpar undan þessum dýrum komist á legg næsta vor. Þeir koma þá til með að dreifa sér og herja á lömb annarsstaðar,“ segir Garðar. Garðar segir það eina sem hægt sé í þessari stöðu að stoppa dráp á fleiri lömbum. Það geti reyndar verið erfitt því það geti verið langt á milli staða þar sem hann ber niður, eina vonin sé að biðja bændur að hafa augun hjá sér þar sem lömb séu flest í hólfum núna og því möguleiki að ná dýrbítnum ef hann fer að herja á þessi hólf, en meðan hann er sé að vinna á fé fram í afrétt sé nánast ómögulegt að vinna á honum. Sjálfur segist Garðar hafa verið vakinn og sofinn yfir þessum málum í 20 ár og séð ýmislegt, ekki allt fagurt. „Ríki og sveitarfélög draga lappirnar og veita ekki nógu fé til málflokksins, ríkið hefur meiri áhuga á því að búa til einhver eftirlitshóp eða þessháttar þannig að það þessar þrátíu milljónir sem var búið að lofa fara örugglega mest í eftirlit með grenjaskyttum. Sveitarfél- agið leggur þrjár og hálfa milljón á ári í til þessara veiða og finnst sumum mikið. Þeir leggja örugglega þrefalda þá upphæð ef ekki meira til að búa til andapoll í Sauðánni og finnst það fínt. Vissulega er hægt að deila um það hvort refir vinna tjón, en núna virðist mesta bitbeinið vera hvað er tjón og hvað er ekki tjón. Þetta sem bar fyrir augu er tjón, það hverfur ekki og getur aukist. Ef við segjum að fjórir hvolpar hafi fylgt fullorðnu dýrunum geta komið undan þeim tuttugu hvolpar næsta vor. Foreldrar þessara hvolpa kunna lagið á því að drepa lömb og dæmið heldur áfram. Hvar þeir bera niður og hvað þeir drepa mikið verður að koma í ljós,“ sagði Garðar að lokum. /KSE Ætluð þeim sem velja holl- ari lífstíl og bætta heilsu Fyrirtækið Iceprotein á Sauðárkróki stefnir að sölu próteins hérlendis á næsta ári. Fyrirtækið hefur unnið að því að þróun á einangruðu þorskpróteini sem framleitt er úr afskurði sem fellur til við snyrtingu á þorskflökum í landvinnslu FISK Seafood. FISK Seafood eins og nokkur önnur sjávarútvegs- fyrirtæki á Íslandi að breyta um takt í sinni útgerð, þ.e. að minnka sjófrystingu og auka landvinnslu. Hugsunina á bak við þetta segir Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmda- stjóri Iceprotein vera aukna nýtingu á aflanum. „Skipin eru styttra á veiðum og koma örar með aflann að landi sem þýðir að meira af afla er unninn í landi í stað þess að vinna hann úti á sjó og frysta. Þetta mun skapa meira hráefni í landi og þ.a.l. meiri hliðarafurðir eins og hausa, hryggi og afskurð,“ útskýrir Hólmfríður. Til að vinna sem mest verðmæti úr þessu öllu er FISK að stækka og endurhanna landvinnsluna sem og að byggja inniþurrk- unarstöð sem að mestu leyti er hugsuð fyrir hausa og hryggi. Síðan kemur afskurðurinn sem er um 1% af fiskinum sem unnin er í landvinnslunni. FISK keypti Iceprotein fyrir einu og hálfu ári og var það einnig liður í breyttum áherslum í útgerðinni. „Í dag fer afskurðurinn að mestu í minkafóður en við hjá Ice- protein erum búin að vera að þróa vinnsluferil sem miðar að því að þurrka einangrað þorsk- prótein til manneldis. Hráefni úr sjávardýrum er mjög við- kvæmt hráefni og sérstaklega þegar það kemur úr kaldsjávar- dýrum eins og þorskinum. Það þarf því að vanda meðhöndlun á hráefninu, hvort sem hráefn- inu er ætlað að fara í flaka- vinnslu eða vinnslu á próteini,“ segir Hólmfríður en lykilinn að gæðum próteinsins, sem Iceprotein er að þróa, segir hún vera sá að hráefnið fær sömu meðhöndlun og hráefni sem ætlað er í flakavinnslu til manneldis. Einnig að vinnsla Iceproteins er við hliðina á vinnslu FISK þannig að hráefnið berst ferskt til Iceproteins. Þar fyrir utan er starfsfólk Iceproteins búið að vinna mikið rannsókna- og þróunarstarf í að bæta vinnsluferilinn. Hugmyndin um þurrkað fiskprótein til inntöku segir Hólmfríður ekki vera nýja af nálinni þar sem eftirspurn eftir fiskpróteini sé alltaf að aukast. „Prótein er mikilvægt næring- arefni en rannsóknir hafa sýnt að fiskprótein er einstaklega næringarríkt vegna sérstakrar samsetningar sinnar og býr yfir heilsusamlegum eiginleik- um, eins og viðhaldi vöðva og beina þar sem það er talið auka upptöku steinefna eins og kalks úr meltingarvegi. Þorskprótein hafa einnig sýnt að þau geta hjálpað til við stjórnun á of háum blóðsykri og blóðþrýstingi. Þar fyrir utan eru prótein mjög mettandi og geta því hjálpað til við þyngdarstjórnun,“ útskýrir hún. Fiskpróteinin eru einkum ætluð þeim sem velja hollari lífstíl sem og fólki sem kýs að velja náttúruleg efni til bæta heilsu sína. Um er að ræða fæðubótarefni og munu þau því aldrei koma í stað venju- legrar fæðu. /BÞ Iceprotein setur fiskprótein á markað 2015 Illa útleikið hræ. MYND GPJ Þessari gimbur þurfti að lóga enda illa útleikin eftir dýrbít. MYND GPJ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.