Feykir


Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 7
36/2014 7 blótið gerði góða lukku, þó svo að ekki treystu allir sér að smakka allt,“ segir Jóhanna. „Sigurður kláraði frásögnina í skálanum og Kvennakórinn Sól- dís söng svo að það hefði mátt heyra saumnál detta á milli atriða - fólk sat agndofa yfir fallega söngnum. Í lokin spruttu allir upp sem einn maður í fagnaðarvímu. Guðrún Hadda, Lena Zakaríasen og Guðrún Á. Steingrímsdóttir komu frá Akureyri og sýndu búninga sem vöktu mikla athygli, sérstaklega gamall handofinn búningur sem er eftirmynd af 1000 ára gömlum búningi sem fannst á Grænlandi. Frábær matur, söng- ur, frásagnir og móttökur í Kakalaskála.“ Á mánudagsmorgun var haldið suður á við yfir Kjöl en áður komið við í fjárhúsunum í Stóradal og segir Jóhanna að þar hafi mátt sjá athyglina skína úr Grænlendingar stýrðu fjöldasöng. MYND: JÓN PÁLMASON Grænlendingar fjölmenntu til Íslands á ráðstefnuna. MYND: JÓN PÁLMASON hverju andliti þegar Kristján Jónsson bóndi sagði frá bú- skapnum í Stóradal og nýju fjárhúsunum þar. Á Auðkúlu- heiði sagði Ólafur m.a. frá af- réttarnýtingunni með tilvís- unum í fjallskilaseðilinn. Loks segir Jóhanna ferðina hafa endað í handverkshúsinu í Þingborg í Flóa þar sem hand- verksvörur voru skoðaðar og boðið var upp á veitingar. Ullin ómetanlegt hráefni Aðspurð hvort eitthvað hafi staðið uppúr á ráðstefnunni að hennar mati svarar Jóhanna að erfitt sé að velja eitthvert eitt ákveðið atriði. Þó segir hún að með því að fá alla þessa gesti í heimsókn hafi hún áttað sig betur á því hvað við eigum það gott hér á Íslandi. „Einnig að upplifa virðingu fólksins, frá öllum þessum löndum, fyrir sauðfénu og ullinni. Til dæmis meðhöndla bændur ullina sem ómetanlegt hráefni en ekki eitthvert vandamál sem lítið er greitt fyrir, eins og stundum heyrist hér á landi. Í sumum löndum fá bændur nánast ekkert fyrir ullina en þá leita þeir annarra leiða til að koma henni í verð en meðhöndlunin versnar ekki þrátt fyrir það. Þarna megum við bæta okkur,“ útskýrir hún. Jóhanna segist hafa verið mjög ánægð með ráðstefnuna og í heildina virtist allt ganga upp. Hún segist þakklát þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar, s.s. Ólafi Dýr- mundssyni BÍ, Pálma Gunnars- syni verkefnisstjóra, Kristínu Gunnarsdóttur og Ágústu Þor- valdsdóttur í Ullarselinu, Katha- rínu Schneider Þekkingasetrinu á Blönduósi og Emmu Eyþórs- dóttur LBHÍ. Einnig Marianne Skovsgård þýðanda og Jón Pálmasyni sem kom að ýmsum tækni- og úrlausnarmálum. „Þau lögðu okkur mikið lið sem gerði ráðstefnuna betri. Án Bændasamtakanna sem bak- hjarls hefði verið erfitt að halda svona stóra ráðstefnu og þökk- um við þeim sérstaklega fyrir það. Landssamtökum sauðfjár- bænda, Ístex, Menningarráði Norðurlands vestra og Þekk- ingarsetrinu á Blönduósi þakka ég fyrir þeirra ómetanlega stuðning. Eins öllum þeim aðilum sem studdu við ráð- stefnuna með styrkjum og vinnu, með einum eða öðrum hætti,“ segir hún að lokum. Unnið að vefstað. MYND: JÓN PÁLMASON Fjölmennt var á laugardagskvöldinu. MYND: JÓN PÁLMASON Maríanna Margeirsdóttir er fædd í Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þann 5. febrúar 1997. Hún er dóttir Margeirs Friðrikssonar og Sigurlaugar Hrannar Valgarðsdóttur. Maríanna á tvö systkini, Völu Hrönn og Helga Frey. Deild í FNV: Félagsfræðibraut, félagsfræðistígur. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: Frek, hress, drífandi. Hvar finnst þér best að vera: Mér líður mjög vel í íþróttahúsinu, uppi rúmi og svo auðvitað á sólarströndinni þegar tækifæri gefst! Hvernig líkar þér að vera í FNV: Mér líkar mjög vel í FNV. Hvað finnst þér best við skólann: Það sem mér finnst best við skólann er félagslífið, hann er mjög vel staðsettur fyrir mér, þarf ekki að labba langt, það er mjög góður kostur. Hvaða viðburður í skólanum finnst þér skemmtilegastur: Menningarkvöldið stendur alltaf uppúr, en það eru samt mjög margir viðburðir sem eru ótrúlega skemmtilegir eins og árshátíðin og Metakvöld. Helstu áhugamál: Íþróttir, félagslíf og að borða mat, ekki að elda hann. Uppáhalds matur: Kjöt í karrý og steiktur fiskur í raspi, það er það besta. Besta kvikmyndin: Stella í orlofi er alltaf góð! Hvaða þekktri persónu vildirðu helst kynnast: Kim Kardashian. Hvað er það versta sem gæti komið fyrir þig: Það versta er örugglega að missa einhvern náinn. Hvað gleður þig mest: Það sem gleður mig mest er að vera í útlöndum, mér finnst það alltaf voða gaman, haha. Uppáhalds félag í íþróttum: Tindastóll allan daginn! Skrítnasti félaginn: Þær eru allar svo skrítnar get ekki valið á milli. Hver er helsta fyrirmyndin: Helsta fyrirmyndin myndi ég segja amma á Hóló, ég held að allir myndu vilja líkjast henni, eðalkona! Uppáhalds tónlist: Mér finnst mjög gaman að hlusta á gömlu góðu lögin eins og Litla flugan, en poppið er líka í uppáhaldi, haha. Uppáhalds teiknimyndapersóna: Olav í Frozen, hann er í uppáhaldi núna. Uppáhalds stjórnmálamaðurinn: Villi Árnason er í uppáhaldi en það er nú bara útaf ég þekki hann og treysti! Lífsregla: Skópar á dag kemur skapinu í lag! Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón í happdrætti: Ég myndi gefa eitthvað í gott málefni, gefa eitthvað til fjölskyldunnar og fara svo með alla fjölskylduna til útlanda! Draumatakmark: Lifa vel og lengi. Maríanna skorar á Hugrúnu Pálsdóttur að svara spurningum Feykis næst. Maríanna Margeirsdóttir Amma á Hóló helsta fyrirmyndin ( FJÖR Í FJÖLBRAUT ) berglind@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.