Feykir


Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 4
4 36/2014 Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Lumarðu á frétt? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra Aflatölur 14. - 20. september Um 350 tonn að landi Í viku 38 var rúmum 142 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var 194 tonnum landað á Sauðárkróki og tæpum 5 tonnum á Hofsósi. Enginn afli var skráður á Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KGSKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Ásdís HU-24 Handfæri 2.892 Bjarmi HU-33 Handfæri 2.453 Blær Landb.lína 1.011 Dagrún HU-121 Handfæri 4.543 Eiður ÓF-13 Handfæri 2.768 Garpur HU-58 Handfæri 1.157 Geiri Hu-69 Handfæri 713 Hafrún HU-12 Dragnót 10.781 Hansi MB-1 Handfæri 788 Margrét SU-4 Handfæri 4.340 Muggur KE-57 Landb. lína 13.148 Ólafur Magnússon Þorskfisknet 2.475 Óli Gísla HU-212 Handfæri 1.276 Sighvatur GK-57 Lína 86.205 Signý HU-13 Handfæri 1.692 Smári HU-13 Handfæri 1.256 Sæunn HU 30 Handfæri 1.592 Alls á Skagaströnd: 142.269 Drottning stóðrétta um næstu helgi Viðamikil dagskrá fer að venju fram í tengslum við Laufskálarétt, drottningu stóðrétta landsins, en réttað er næstkomandi laugardag, þann 27. september. Í bæklingi sem dreift hefur verið um Skagafjörð má sjá að vegleg dagskrá vegna réttarinnar stendur yfir alla helgina. Á föstudagskvöldið verður boðið upp á stórsýningu og skagfirska gleði í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Þar er um að ræða hressandi sýningu með flinkum knöpum og góðum hestum. Þrautakeppnin og skeiðkeppnin eru svo á sínum stað. Í skeiði eru vegleg verðlaun í boði. Höllin verður opnuð kl. 20:00 og búast má við að það verðir kátt í höllinni þetta kvöld. Þeir sem vilja halda gleðinni áfram á föstudagskvöldið geta svo skellt sér á alvöru sveitaball með Upplyftingu á Hótel Mælifelli. Þar er aldurstakmark 18 ára og húsið opnar á miðnætti. Sama kvöld munu Sigvaldi, Alex Már og Jón Gestur halda uppi stemming- unni í Menningarhúsinu Mið- garði í Varmahlíð, en þar verður dansgólf og barstemming á efri hæðinni. Löngum fjölmennt í Laufskálarétt Réttardagskrá í Laufskálarétt í Hjaltadal hefst með því að stóðið verður rekið úr Kol- beinsdal uppúr klukkan 11:30 á laugardag. Réttarstörf hefjast klukkan 13:00. Þátttakendum við stóðrekstur úr Kolbeinsdal er bent á að mæta við Lauf- skálarétt eða við hesthúsið Ástungu kl. 10:00, á laugar- dagsmorgunn. Að sögn Atla Más Trausta- sonar, sem nú gegnir embætti Líf og fjör í Laufskálarétt Störfum skilað Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra hefur tekið þá góðu ákvörðun að flytja Fiskistofu til Akur- eyrar. Það hefur sýnt sig að flutningur opinberra stofnana og starfa út á land skilar miklu fyrir það samfélag sem tekur við stofnuninni og stofnanirnar dafna vel. Dæmi um vel heppnaða flutninga eru Landmælingar á Akranes, Byggðastofnun og hluti Íbúðalánasjóðs á Sauðárkrók, Matvæla- stofnun á Selfoss og nýjar stofnanir má nefna Fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga og Miðstöð sekta og sakarkostnaðar á Blönduósi. Ýmsir í höfuðborginni finna nú ákvörðun ráðherrans allt til foráttu. Talsmenn stéttarfélaga steyta hnefann m.a. BHM sem mótmælir harðlega. Stöð 2 kallar til dyggan stuðn- ingsmann Samfylkingarinnar, stjórnsýslufræðing, sem m.a. sat í umbótanefnd flokksins. Sá stjórnarandstæðingur kallar ákvörðun ráðherra skemmdar- verk. Það er áberandi andúð hennar á ákvörðunin en köllum hlutina réttum nöfn- um. Sá sem hefur setið í ábyrgðarstöðum fyrir Samfylk- inguna er fremur óheppilegur álitsgjafi til að gefa faglegt álit á pólitískum andstæðingi sínum sérstaklega ef hann titlar sig stjórnsýslufræðing! Hvar hafa þessir varðmenn borgarstarfanna og álitsgjafar verið þegar við sem búum útiá landi bendum á þá gríðarlegu starfa og fólksflutninga sem átt hafa sér stað frá landsbyggðinni til Reykjavíkur? Hvar voru þessir varðmenn þegar tugir starfa og stöðugilda hafa verið lögð niður eða flutt frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki? Störf á vegum Vinnumálastofnunar, Vinnu- eftirlitsins, Nýsköpunarmið- stöðvar, Veiðimálastofnunar, Vegagerðarinnar o.s.frv. o.s.frv. Hvar var þá BHM! Er þá ekki búið að vinna skemmdarverk á landsbyggðinni, líkt og Sam- fylkingarráðgjafinn lýsti því? Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra er einfaldlega að byrja að skila því sem burtu var tekið. Landsbyggðarfólk afhendir tvær af hverjum þremur krónum sem það framleiðir til höfuðborgarinnar þar sem þær krónur eru m.a. nýttar til að ráða opinbera starfsmenn til vinnu. Ein króna af þessum þremur verður eftir úti landi. Fleiri störfum þarf að skila. Gunnar Bragi Sveinsson Utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. AÐSENT GUNNAR BRAGI SVEINSSON SKRIFAR fjallskilastjóra í fyrsta sinn, koma um 400 fullorðin hross til réttar en hann hefur ekki tölu á fjölda folalda sem þeim fylgja. Hrossin hafa í sumar verið á afréttinum í Kolbeinsdal og dölunum þar inn af en á sunnudag var afrétturinn smalaður og rekið í hólf. Að sögn Atla hefur gesta- fjöldi í Laufskálarétt verið svipaður í nokkur ár, um 3000 manns. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um hvenær og hvers vegna Laufskálarétt varð að þeim ferðamannaviðburði sem hún er orðin. „En þetta hefur verið svona síðan ég fór fyrst að byrja að þvælast þarna kringum 1980, þá var reyndar ekki svona margt fólk en samt þó nokkuð,“ segir Atli. Hann segir að um tíma hafi verið mikil hrossasala kringum Laufskálaréttina en hún hafi dregist saman eins og sala á hrossum almennt. Stærsta réttarball norðan heiða Laufskálaréttarballið verður haldið í Reiðhöllinni Svaða- stöðum og hefst það kl. 23 á laugardagskvöldið. Hljómsveit- in Von ætlar að stíga á svið ásamt landsliði söngvara: Matti Matt, Ingó veðurguð og Ernu Hrönn. Einnig kemur fram unga og efnilega hljómsveit kvöldsins, með Sigvalda Gunn- ars í broddi fylkingar. Forsala aðgöngumiða er hjá N1 á Sauðárkróki. Aldurstakmark er 16 ár og tekið er fram að engin bjórsala verður á staðnum. Annað ball verður á Hótel Varmahlíð á laugardagskvöldið, þar sem hljómsveitin Einnog- sjötíu frá Akureyri heldur uppi fjörinu kl. 23-03. /KSE Feykir.is Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smáAUGLÝSINGAR Sauðfjárkvóti til sölu Sauðfjárkvóti 173,5 ærgildi er til sölu, selst að hluta eða í heild. Tilboð óskast send á kvoti@simnet.is fyrir 20. október. Athugið! Er farin að klippa á hárgreiðslustofu Margrétar á miðvikudögum. Tímapantanir í síma 847-0580 kveðja, Agnes (Móðins) Úr Laufskálarétt haustið 2008. MYND: PIB Fannar SK-11 Handfæri 1.990 Farsæll SH-30 Botnvarpa 42.959 Gammur SK-12 Þorskfisknet 2.636 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 3.614 Helga Guðm. SK-24 Handfæri 743 Klakkur SK-5 Botnvarpa 129.119 Már SK-90 Handfæri 625 Óskar SK-13 Handfæri 685 Steini Sk-14 Handfæri 1.881 Vinur SK-22 Handfæri 380 Ösp SK-135 Handfæri 709 Alls á Sauðárkróki 194.783 Ásmundur SK-123 Landb. lína 2.234 Geisli SK-66 Línutrekt 2.476 Alls á Hofsósi 4.710

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.