Feykir


Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 11
36/2014 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar á skilið rúgbrauð með kæfu. Spakmæli vikunnar Ef þú vilt láta minnast þín, þá gerðu eitt verk afburðarvel. - Saunders Norwell Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... 111,111,111 x 111,111,111 = 12,345,678,987,654,321 ? ... þú dregur andann um það bil 23 þúsund sinnum á dag? ... lengsti mögulegi sólmyrkvinn varir í 7,31 mínútu? ... það er 1792 þrep í Eiffel-turninum? ... tennis var upprunalega spilaður með berum höndum? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Einu sinni voru þrír menn á eyðieyju og hittu anda sem gaf þeim eina ósk hverjum. Sá fyrsti óskaði sér þess að finna bát til að geta siglt heim til sín og varð honum að ósk sinni. Sá næsti óskaði sér þess að það kæmi þyrla að sækja hann. Þá varð sá þriðji og síðasti svo einmana að hann óskaði að hinir tveir mennirnir kæmu aftur til hans. Krossgáta Feykir spyr... [SPURT Á SAUÐÁRKRÓKI] Ætlar þú í Laufskála- rétt? EVA KATARZYNA: -Ég held ég fari ekki núna. SIGURDRÍF JÓNATANSDÓTTIR -Nei. BRYNDÍS BRÁ GUÐMUNDSDÓTTIR OG SANDRA VALDIMARSDÓTTIR: -Bara á ballið. GUNNAR GEIRSSON -Nei, ég er bara á ferðalagi hérna. Reykt gæsabringa og grillaður selur FORRÉTTUR Reykt gæsabringa með vínberjasósu Reykt gæsabringa 2 dl sýrður rjómi 2 dl vínber 2 dl þeyttur rjómi Aðferð: Gæsabringan er himnu- hreinsuð, snyrt og sneydd niður í þunnar sneiðar. Sneiðunum raðað fallega á forréttardiska. Best er að búa til sósuna að hluta til kvöldið áður. Vínberin skorin í frekar smáa bita, steinhreinsuð og þeim blandað saman við sýrða rjómann. Blandan geymd í kæli. Þeytta rjómanum er blandað varlega saman við stuttu áður en sósan er borin fram. AÐALRÉTTUR Grillaður selur með rjómasósu og grilluðu grænmeti 1 kg hryggvöðvi af sel Heiðmerkurblanda - krydd Sósa: 6 dl vatn 2 kjúklingateningar 1 msk villibráðakraftur – fljótandi malaður pipar sósujafnari 1-2 msk púðursykur 2 dl rjómi Grænmeti: kartöflur sætar kartöflur rauðlaukur paprika MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Við fengum áskorun frá Fanney Ísfold að koma fram með uppskriftir sem hafa runnið ljúflega ofan í okkar gesti. Í framhaldi viljum við skora á Jón Sigurjónsson í Garði að gefa upp gómsætar uppskriftir eins og honum er einum lagið. Við sækjum hráefnið í þetta sinn í nánasta umhverfi. Grípum gæsina þegar hún gefst, veiðum sel í sjó og tínum ber í firði Skaga. Skagafjörður hefur oft á tíðum verið rómaður sem matarkista enda af nógu af taka í þessum víðfeðmna firði. Þessar uppskriftir miðast við fjórar til sex manneskjur.“ sveppir olía salt og pipar Aðferð: Mikilvægt er að selkjötið sé vel fituhreinsað og allar himnur fjarlægðar. Heiðmerkur- kryddblöndunni er nuddað í kjötið og því pakkað inn í álpappír. Best er að geyma það í kæli yfir nótt en láta það ná stofuhita áður en það er sett á grillið. Kjötið er síðan grillað í álpappírnum í um 10 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt kjötbitans). Að lokum er álpapp- írinn fjarlægður og kjötið grillað í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Sósan: 6 dl af vatni settir í pott ásamt 2 teningum af kjúklinga- krafti, 1 msk af villibráðakrafti og möluðum pipar. Sjóðið við vægan hita í 3 -5 mínútur. Þykkið blönduna með sósujafn- ara og bætið púðursykrinum út í. Að lokum er rjómanum bætt við. Sósulitur eftir smekk. Grillað grænmeti: Kartöflurnar og laukur skorið niður í hæfilega Guðjón Sigmar og Elín. Elín Jónsdóttir og Guðjón Sigmar Karlsson frá Sauðárkróki matreiða bita, sett á álbakka, olíu hellt yfir og kryddað eftir smekk með salti og pipar. Sett á grillið í ca 20-30 mínútur. Þá er niðurskornum sveppum og paprikku bætt út á bakkann og haft í um 10 mínútur. Mikilvægt að hræra í grænmetinu svo það brenni ekki. Kjötið skor- ið í þunnar sneiðar og borið fram með sósunni og grænmetinu. EFTIRRÉTTUR Créme Brúlée með bláberjum og ís 5 dl rjómi 6 eggjarauður 100 gr sykur 1 vanillustöng bláber ís að eigin vali Aðferð: Hitið ofninn í 150 C°. Hellið rjómanum í pott, skerið vanillustöngina í tvennt, hreinsið fræin úr og setjið út í rjómann. Skerið stöngina í bita og bætið líka út í rjómann. Hitið rjómann að suðu, lækkið þá hitann og látið malla í 5 mínútur. Þeytið eggjarauður saman við sykurinn þar til blandan er orðin að ljósu kremi. Þegar rjóminn er búinn að malla í 5 mín., hækkið hitann aftur að suðu og hellið saman við eggjablönduna. Pískið vel saman, síið vanillustangirnar frá og hellið í mót. Bakið í vatnsbaði, sem nær ¾ að dýpt mótsins, í 40- 50 mínútur. Kælið. Stráið vel af sykri yfir og brennið með brenn- ara. Berið fram með bláberjum og ís. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.