Feykir


Feykir - 25.09.2014, Side 2

Feykir - 25.09.2014, Side 2
2 36/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Eftirminnileg perla Eyjafjarðar Í síðasta mánuði fórum við fjölskyldan í ferðalag um Eyjafjörðinn. Þegar lagt var af stað höfðum við ekki fyrirfram ákveðið hvert ferðinni skildi haldið, okkur langaði í eitt stutt fjölskyldufrí áður en sumarið rynni sitt skeið. Bíllinn var lestaður og brunað af stað, með landakort og snjallsímann í farteskinu. Eitthvert hökt varð á ævintýraferðinni þegar bíllinn drap á sér þegar við renndum niður Öxnadalinn, fararskjót- inn sem var með bilaðan olíu- mæli varð olíulaus. Hvað um það, við tylltum okkur í grasið á meðan við biðum eftir aðstoð. Eftir þónokkurn tíma, og 5000 störtum síðar, fór gamli í gang og för var haldið áfram á Akureyri. Þetta var um Verslunarmannahelgina og því nóg að gera í bænum, farið var í sund, Listigarðinn og loks í tívolí í blíðskapar veðri. Næsta dag var gripið til landakortsins og snjallsímans og athugað hvert gaman væri fara næst. Ákveðið var að dorga á Dalvík, grilla þar og gista yfir nótt. Daginn eftir tækjum við ferju til Hríseyjar frá Árskógsandi. Það var ákveðið eftir smá netleit en á heimasíðu eyjunnar sáum við að það væri hægt að fara í leiðsögn um eyjuna í heyvagni, dregnum af dráttarvél. Þar sem ég á einn ungann mann sem er einstaklega áhugasamur um hverskyns tól og tæki var það strax niðurneglt. Við höfðum einungis dagpart til að skoða eyjuna þar sem þetta var síðasti dagurinn okkar á ferðalagi, því varð þetta sannkölluð skotferð - engu að síður sú eftirminnilegasta í ferðalaginu. Siglingin með Sævari tekur aðeins um 15 mínútur og þegar kemur að landi blasir við snoturt þorp með mörgum gömlum og fallega uppgerðum húsum. Við bryggjuna beið dráttarvélin, við hoppuðum um borð í heyvagninn og eyddum næstu þremur korterum í að þræða þessa perlu Eyjafjarðar, á meðan hlustuðum við á fjölmargar skemmtilegar og fróðlegar sögur ökumannsins um mannlíf og sögu eyjunnar. Því næst var keyptur ís í Júllabúð og var hann að hluta til borðaður á túni skammt frá höfninni en hinn helmingurinn á hlaupum til að ná ferjunni sem var í þann mund að sigla úr höfn. Þegar ég kom að landi áttaði ég mig á því að trefilinn minn, sem hefur mikið tilfinningalegt gildi, var ekki meðferðis og hlaut því að hafa orðið eftir á Hrísey. Mér datt í hug að prófa að senda tölvupóst á netfangið hrisey@hrisey.net sem er netfang Ferðamálafélagsins í eyjunni. Um hæl kom svar frá Lindu Maríu nokkurri sem sagðist ætla að athuga málið fyrir mig. Til að gera langa sögu stutta þá fann hún trefilinn minn á túninu í Hrísey og nokkrum dögum síðar var hann komin í mínar hendur með pósti. Þessi einstaka greiðasemi var alveg til að toppa áður frá- bæra upplifun af Hrísey, takk fyrir mig! Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Byggðasafn Skagfirðinga Hátt í 40 þúsund gestir Sumarið hjá Byggðasafni Skagfirðinga var gestkvæmt en samkvæmt vef safnsins var tekið á móti 38.480 gestum. Nú hefur vetraropnunartími tekið við en en starfs- maður verður á vakt í Glaumbæ alla daga milli 10 og 16 til 19. október. Frá 20. til 31. október verður hægt að skoða safn- sýningar í Glaumbæ alla daga, aðra en sunnudaga, frá og með 1. nóvember verður hægt að skoða þær eftir sam- komulagi, eins og í Minja- húsinu á Sauðárkróki. /BÞ Rotaryklúbbur Sauðárkróks Byggðaráð Svf. Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að veita Rotaryklúbb Sauðárkróks 320 þúsund kr. styrk fyrir útgáfu Króksbókar II, sem kom út í júlí sl. Í fundargerð kemur fram að það var Króksbókarnefnd Rotaryklúbbsins sem sótti um styrkinn. Stefán Vagn Stefáns- son vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. /BÞ Króksbók II fær útgáfustyrk SO2 mælum stórfjölgað um allt land Mælar væntanlegir á Krókinn og Hvammstanga Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka stórlega vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni. Keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað. Hvammstangi og Sauðárkrókur eru meðal þeirra stæða sem mælum verður komið fyrir á. Við kaup á mælum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti koma fyrir á sem flestum stöðum um land allt til að tryggja sem þéttast mælinet á sem stystum tíma og kosturinn við að hafa þá hreyf- anlega auðveldar einnig við- bragðsteymum að bregðast skjótt við ófyrirséðum aðstæð- um. Við venjubundnar aðstæður hefur hefur SO2 nær eingöngu verið mælt í nágrenni stóriðju- fyrirtækja. Eftir að eldgosið hófst og mengun frá brenni- steinsdíoxíði er orðin raunveru- legt vandamál í byggð skapaðist þörf fyrir að þétta mælinetið verulega og gera það hratt. Á næstunni verða því alls 20 mælar, sem eru á vegum ýmissa stofnana og fyrirtækja, með rauntímaupplýsingar um styrk SO2. Við það bætast síðan fljótlega 23 hreyfanlegir mælar sem dreift verður um allt land. Einnig verður Almannavarna- deild ríkislögreglustjóra með 17 mæla á sínum snærum. Alls verða því 60 mælar í notkun um land allt og er áhersla lögð á að geta upplýst landsmenn um hver gildin eru í þeirra heima- byggð. /BÞ Húnaþing vestra Vegum ekki verið skilað í viðunandi ástandi Vegagerðin hyggst framvegis sjálf sjá um vetrarþjónustu á þjóðvegum í þéttbýli í Húna- þingi vestra, vegum 72 og 711. Sveitarstjóra hefur verið falið að kanna stöðu sveitarfélagsins gangvart samningi við núverandi verktaka um snjómokstur á þessum vegum. Þetta kemur fram í fundargerð byggðarráðs Svf. Húnaþings vestra frá því sl. mánudag. Byggðarráð gerir jafnframt athugasemdir við að vegunum Klapparstígur frá Hvammstanga- braut að Strandgötu, Strandgata frá Klapparstíg að Smiðjugötu og Smiðjugötu frá Strandgötu að Hafnarbraut hafi ekki verið skilað í viðunandi ástandi þegar þeir voru teknir af vegaskrá og fer fram á að úr því verði bætt hið fyrsta. /BÞ Raunveruleikasjónvarp á Kaffi Krók Þessa dagana er hópur á vegum þýskrar sjónvarps- stöðvar staddur í Skaga- firði við gerð raunveruleika- þátta þar sem fjórir kokkanemar spreyta sig í matargerð. Þeir hafa séð um veitingastaðinn Kaffi Krók í vikunni og eldað fyrir gesti og gangandi. Kv i k my n d at öku l i ð i ð kemur frá Kelvin film í Þýskalandi en þættirnir eru gerðir fyrir sjónvarpsstöðina ZDF, sem er nokkurs konar RÚV þeirra Þjóðverja. Síðasti dagur hópsins á Kaffi Krók verður á morgun, föstudag, og vonast hópurinn eftir að sjá sem flesta bæjarbúa. Opið verður frá kl. 18-22. /KSE Þýskir kokkar elda Kvartað vegna loftmengunar úr skipi í Sauðárkrókshöfn Svartur reykur á Króknum Umhverfisstofnun hefur borist kvörtun vegna loftmengunar frá flutningaskipi sem kom við á Sauðárkróki í síðustu viku. Ekkert verður aðhafst í málinu þar sem Ísland á ekki aðild að alþjóðlegum samningi um loftmengun frá skipum. Rúv.is greinir frá þessu. Flutningaskipið Horst B lá við bryggju á Sauðárkróki í síðustu viku en Samskip tók skipið á leigu eftir að Akrafell strandaði í Reyðarfirði 6. september, en Horst B var áður gert út af Eimskipum. Mikinn og dökkan reyk lagði frá skipinu og var reykurinn rakinn til ljósavélar skipsins. Talið er líklegt að um bilun hafi verið að ræða, því þótt aðalvélar skipsins séu að jafnaði drifnar með svartolíu þykir afar ólíklegt að það eldsneyti hafi verið á ljósavélinni í þessu tilfelli. Sigurjón Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, tilkynnti skipið til Umhverfisstofnunar eftir svartur reykur hafði staðið upp af skipinu í langan tíma og lagt yfir hafnarsvæðið og bæinn. „Hjá Umhverfisstofnun fengust þær upplýsingar að ekkert yrði aðhafst frekar í málinu. Ísland væri ekki aðili að Marpol, alþjóðlegum sáttmála sem meðal annars tekur á loftmengun frá skipum. Því gildi í raun engar reglur um loftmengun frá skipum við Ísland,“ segir loks á Rúv.is. /BÞ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.