Feykir


Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 12

Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 36 TBL 25. september 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Góður styrkur til Rauða Krossins í Skagafirði Söfnuðu fyrir utan Hlíðarkaup Þessar framtakssömu stúlkur, Magnea Ósk Indriðadóttir og Jóna Karítas Guðmunds- dóttir, söfnuðu um daginn 3000 krónum til styrktar Rauða krossinum. Það gerðu þær með því að standa fyrir utan Hlíðarkaup og selja skraut af ýmsu tagi sem þær höfðu föndrað sjálfar. Rauði krossinn í Skagafirði þakkar þeim kærlega fyrir frábært framtak og góðan stuðning. Með þeim stöllum á myndinni er Ólöf Erla Indriðadóttir. . /Fréttatilk. LOGO FYRIR KRÓKSBÍÓ / 15. apríl 2005 >> Hinir sömu sf. Miðapantanir í síma 453 5216 Fylgist með okkur á Facebook ATH: Eingöngu er tekið við miðapöntunum í gegnum síma. w AÐ TEMJA DREKANN SINN 2 með ísl. tali. Sunnudagur 28. sept. Kl. 16:00 A HUNDRED FOOT JORNEY Mánudagur 29. sept. Kl. 20:00 AFINN Sunnudagur 28. sept. Kl. 20:00 . Kl. 20:00 A WALK AMONG THE TOMBSTONES Fimmtudagur 25. sept Kl. 20:00 16 12 12 PARÍS NORÐURSINS Fimmtudagur 2. okt Kl. 20:00 Framkvæmdir sumarsins á vegum Svf. Skagafjarðar Mikil bót á samgöngum um hafnarsvæðið Fyrst nefnir Indriði Suðurgötu B, eða botnlangann út úr Suður- götunni vestan við Faxatorg, en hann var kláraður í júní en fram- kvæmdir við götuna hófust í fyrra haust. Gatan var malbikuð í sumar og gengið var frá gangstéttum og götulýsingu. Verktaki var Vinnu- vélar Símonar ehf. og upphæð verksamnings hljóðaði upp á tæpar 11,5 milljónir. Framkvæmdir við Skarðseyri hófust í byrjun júní og var gatan malbikuð um miðjan ágúst og steyptur kantsteinn í framhaldinu. Gatan er rúmlega 600m löng og voru malbikaðir um 6.000m2. „Á sama tíma unnu verktakar á vegum FISK að frágangi lóðar við fiskþurrkunarhús við Skarðseyri og var lóðin malbikuð í kjölfar götunnar. Það hefur því verið líflegt á Eyrinni í sumar. Skarðs- eyrin er mikil bót á samgöngum um hafnarsvæðið og mun létta á umferð um sjálfan hafnarkantinn,“ segir Indriði um framkvæmdirnar. Unnið er að lokafrágangi meðfram götunni, þ.e. að jafna úr malar- haugum og snyrta svæðið um- hverfis götuna. Verktaki er Steypu- stöð Skagafjarðar ehf. og er kostnaður við verkið um 50 milljónir skv. verksamningi. Af öðrum verkefnum nefnir hann malbikun göngustíga í Varmahlíð en unnið er að frá- gangi, þ.e. snyrtingu á köntum og þökulagningu. Einnig hefur nýju þjónustuhúsi verið komið fyrir við tjaldsvæðið á Hofsósi, salerni fyrir hreyfihamlaða í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, endurnýjun fráveitulagna í Varmahlíð, körfu- boltavöll við Árskóla á Sauðárkróki, frágang við nýjan inngang að íþróttahúsi á Sauðárkróki, endur- bætur á sundlaug Sauðárkróks og svo mætti áfram telja. Framundan segir Indriði á stefnuskránni að hefja vinnu við lyftuhús við Safnahúsið á Sauðár- króki og endurbætur á slökkvi- stöðinni á Sauðárkróki, ásamt fleiri verkefnum. /BÞ Það hefur verið töluvert um framkvæmdir á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sumar. Helstu framkvæmdir hafa verið gatnagerð, göngustígagerð í Varmahlíð, vinna við íþróttamannvirki, svo dæmi séu tekin. Feykir hafði samband við Indriða Þ. Einarsson sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar og spurði hvað væri það helsta sem hefur verið unnið af hendi sveitarfélagsins sl. mánuði. Framkvæmdasvæðið á Skarðseyri fyrr í vikunni. MYND BÞ Frá framkvæmdum á Suðurgötu B í vor. MYND BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.