Feykir


Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 6
6 36/2014 Ráðstefnan, sem kallast North Atlantic Native Sheep and Wool Conference á ensku, er haldin á hverju ári en aðildarlöndin sem skiptast á að halda hana eru Noregur, Orkneyjar, Hjaltland, Suðureyjar, Ísland, Færeyjar, Grænland og nú kemur Mön inn sem nýtt land. Næsta ráð- stefna verður haldin í Færeyjum árið 2015. Í ár var komið að Íslandi og ráðstefnan var byggð þannig upp að fyrir hádegi voru fyrirlestrar og eftir hádegi var farið í ferðir og heimsóknir á svæðinu. Fjölbreytt val sérfræð- inga var fengið til að halda fyrirlestra, m.a. Karin Svarstad sem gerði grein fyrir hugmynd sinni um að það fólk sem væri að vinna við stuttrófukyn sauð- fjár við Norður Atlandshaf, hittist, deildi reynslu sinni og VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Fjölsótt ráðstefna um stuttrófukyn sauðfjár Fjórða ráðstefnan um stuttrófukyn sauðfjár við Norður Atlantshaf var haldin á Blönduósi dagana 4.-8. september sl. Ráðstefnan var mjög vel heppnuð og fjölsótt en þátttakendur voru um 100 talsins, þar af yfir 60 erlendir gestir frá 13 löndum, en þeir sem komu lengst að voru frá Ástralíu og Suður-Afríku. Feykir ræddi við Jóhönnu Pálmadóttur, frkvstj. Textílseturs Íslands og einn skipuleggjanda ráðstefnunnar, en hún segir það hafa verið einstaklega ánægjulegt að upplifa undrun, gleði og þakklæti ráðstefnugesta. Að horfa á fólkið á öllum þeim stöðum sem voru heimsóttir var að hennar sögn ógleymanlegt. „Aldrei séð svo margt fé renna eins og rjóma niður brekkurnar“ á kjötsúpu og söng. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna bauð fólkið velkomið og flutti ávarp og Sveinn Hallgrímsson sagði frá stofnun Ullarselsins á sínum tíma. Föstudagurinn var frábær dagur að mati gesta. Farið var í Þingeyrakirkju, í Undirfellsrétt, Vatnsdalshringinn, í kvenfélags- kaffi hjá Kvenfélaginu Voninni á Húnavöllum og endað á að sjá fjársafnið koma niður í Auð- kúlurétt. „Talið er að Orkneyinga saga sé skrifuð í klaustrinu á Þingeyrum og fannst því gestum okkar magnað að koma í kirkjuna og heyra frásögn Pálma Gunnarssonar um kirkjuna og kirkjustaðinn. Þau höfðu aldrei upplifað réttir, né réttarstörf eins og við þekkjum þau. Sannarlega eiga nokkur þeirra margt fé, en hvergi er rekið sameiginlega á afrétt eins og hér á Íslandi. Fyrir Grænlendinga sem eiga fé sem á ættir að rekja af þessu svæði var einstök upplifun að hitta bræð- urna á Sveinsstöðum en þaðan kom flest af fénu. Ekta kven- félagskaffi eins og við Íslendingar þekkjum, var þeim mjög fram- andi og héldu sumir að þeir væru að nálgast himnaríki!“ segir Jóhanna og heldur áfram: „Þegar upp í Auðkúlurétt var komið veitti félag Sauðfjárbænda í A-Hún þeim smá hressingu fyrir hjartað og kom það sér vel í súldinni. Þegar féð kom niður stóðu margir með tárin í augunum yfir þeirri sjón, því þeir höfðu aldrei séð „svo margt fé renna eins og rjóma niður brekkurnar“ eins og einn sagði.“ Jóhanna segir gestina hafa dáðst að samvinnu fólksins og í heild- ina var allur dagurinn ótrúlegur í þeirra augum. Í rútunni notaði Ólafur tækifærið til að segja frá mörkum, markaskrám og merkingum sauðfjár. Laugardeginum var varið á Blönduósi þar sem heimsótt voru SAH Afurðir, Minjastofa Kvennaskólans, Heimilisiðn- aðarsafnið og Vatnsdæla á refli. Seinni partinn var opin sýning á handverki frá aðildarlöndunum og gerði hún góða lukku að sögn Jóhönnu. „Gestirnir voru hrifnir af þrifalegu sláturhúsinu og starfseminni þar. Einnig fannst þeim mikið til koma hvað textíl- hefðin er rótgróinn á svæðinu og starfsemi tengd textíl öflug í þessum litla bæ.“ Um kvöldið var slegið upp veislu í umsjón Pottsins á Blönduósi. Arnar Þór Sævars- son bæjarstjóri var veislustjóri en að sögn Jóhönnu fór allt vel fram undir hans styrku stjórn. „Sigurður Sigurðarson og frú Ólöf kváðu stemmur með aðstoð Hildar Hákonardóttur. Vöktu þessar gömlu stemmur mikla athygli og fengu gestir að kveða með í einni slíkri. Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, flutti ógleymanlega ræðu um störf íslenskra bænda. Ræður voru fluttar og Grænlendingar stýrðu fjöldasöng. Tók hver undir sem betur gat,“ segir hún. Veislugestir skemmtu sér vel og segir Jóhanna alla hafa farið sæla í náttstað – en þeir allra hörðustu fóru á réttarball í Húnaveri þar sem Trukkarnir spiluðu fyrir dansi fram á nótt. Agndofa yfir fallega söngnum Á sunnudeginum var haldið yfir Þverárfjall og Gestastofa sútar- ans á Sauðárkróki heimsótt. Jóhanna segir fólkinu hafa þótt það mögnuð heimsókn og eftirminnileg. Eyþór Einarsson ráðunautur kom inn í rútuna og sagði frá búskaparháttum og lífinu í Skagafirði. Því næst var stefnan tekin að Kringlumýri þar sem Sigurður Hansen var heimsóttur. „Hann fræddi hóp- inn um Haugsnesbardaga og fleiri bardaga ásamt því hvað varð til þess að hann byrjaði að raða steinunum upp eftir þeim heimildum um Haugsnesbar- daga sem hann hafði. Vakti þetta mikla aðdáun á drifkrafti Sig- urðar. Einn gesturinn hafði á orði að við værum lánsöm að ekki hefðu verið háðir fleiri bar- dagar hér á landi og að við vær- um friðsemdarþjóð. Í Kakala- skála fannst fólki gott að koma. Fallegt handverkshús sem á varla sinn líka og Ásbirninga- skoðunum, væri fólk sem kæmi bæði að sauðfjárræktinni, ull- inni sem og úrvinnslu hennar. Hildur Hákonardóttir listakona ásamt Martha Kløve frá Noregi og Elizabeth Johnston frá Hjaltlandi voru með fróðlegt erindi um kljásteinavefnað. Á meðan ein talaði unnu hinar að vefstaðnum og ýmsu því tengdu. Emma Eyþórsdóttir dósent, fjallaði um íslenskt sauðfé og sauðfjárrækt og dr. Jenny Shephard sagði frá ferhyrnda fénu á Mön sem á ættir sínar að rekja til Víkingatímans. Makkak Nielsen frá Grænlandi og Dorthea Joensen frá Færeyjum sögðu frá sauðfjárbúskap og vinnslu á ull. Að lokum hélt Scott Sinclair frá Ronaldsey tölu um starf sitt sem bæði bóndi og verkfræðingur á eyjunni en hún er nyrsta eyja Orkneyja. Erindi héldu einnig Heidi Greb fíltlistamaður frá Þýskalandi og dr. Spoonenberg frá Bandaríkj- unum, en hinn síðarnefndi er annar af tveimur helstu sérfræð- ingum í heiminum í litum búfjár. „Allt voru þetta fræðandi og skemmtilegir fyrirlestrar sem seint gleymast. Dr. Ólafur Dýr- mundsson var fundarstjóri og leiðsögumaður alla ferðina og fórst það vel úr hendi eins og hans var von og vísa,“ segir Jóhanna um fyrirlestra ráðstefn- unnar. Stemmur, fjöldasöngur og réttarball fyrir þá allra hörðustu Ráðstefnugestir komu til lands- ins þann 4. september en áður en leið lá norður yfir heiðar var tekið á móti hópnum í Ístex í Mosfellsbæ og segir Jóhanna það hafa vakið mikla hrifningu gesta að sjá svo fallega og þrifalega verksmiðju, sem og mikið af fallegu bandi. Einnig var komið við í Ullarselinu á Hvanneyri en þar var boðið upp Frá réttarstörfum í Auðkúlurétt. MYND: MAGNEA RUT GUNNARSDÓTTIR LITLADAL

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.