Feykir


Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 25.09.2014, Blaðsíða 1
 á BLS. 6-7 BLS. 5 Jón Þorsteinn svarar fyrir sig í Tón-lystinni Sperrir eyrun yfir Bach BLS. 8 Jóhanna Pálmadóttir í opnuviðtali Feykis Fjölsótt ráðstefna um stuttrófukyn sauðfjár Höskuldur B. Erlingsson heldur með Manchester United „Aðeins eitt lið!“ 36 TBL 25. september 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N www.riverrafting.is - s: 453 8245 Paintball River rafting Wipeout Tjaldstæði Heitir pottar Fjárlög næsta árs reiðarslag fyrir skólann Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir verulegri fækkun á nemendaígildum við FNV. „Ef þetta verður niðurstaðan í fjárlögunum þýðir það að við fáum greitt fyrir færri nemendur þrátt fyrir að nemendum við skólann hafi ekki fækkað,“ segir Ingileif Oddsdóttir skólameistari í samtali við Feyki. „Það er spurning hvað við gerum í framhaldinu, ég er búin að óska eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir stöðuna og sjá hvernig þeir fá þessa tölu út,“ segir Ingileif. En hún segir að þetta sé væntanlega gert á þeim forsendum að nú eigi framhaldsskól- inn að breytast og 25 ára og eldri nemendur hafi ekki sama rétt til innritunar og þeir sem yngri eru. „Ráðherrann segir að þetta eigi ekki að bitna á 25 ára og eldri sem eru í starfsnámi. Við erum búin að aldurs- greina nemendahópinn hjá okkur og þær niðurstöður eru engan veginn í samræmi við niðurskurðinn. Hún segist vilja að skólameistarar í Norð- vesturkjördæmi taki höndum saman og fari fram á fund með alþingis- mönnum kjördæmisins um þetta mál. Munu leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi dreifnám Í fjárlagafrumvarpinu kemur jafn- framt fram að framlag til dreifnáms á Hvammstanga verði fellt niður, sem Uppskera með besta móti Kornþresking í Vatnsdal Nokkrir bændur í Vatnsdal hafa verið með byggræktun á 10 ha kornakri í Þórormstungu um árabil og fór þresking fram sl. mánudag. Uppskera var með besta móti að sögn Eline Manon Schrijver frá Hofi. „Við erum búin að vera með byggræktun þar í nokkur ár og alltaf náð þokkalegri uppskeru, þrátt fyrir misjafnt tíðarfar undanfarin ár,“ segir Eline í samtali við Feyki en bæirnir sem umræðir eru Hof, Hjallaland, Hólabak og Steinnes. „Fengum núna um 6 tonn af hverjum hektara, sem er með besta móti.“ /BÞ Fallegt veður var í Vatnsdalnum þegar bændur þresktu korn í upphafi vikunnar. MYND: ELINE MANON SCHRIJVER þýðir að óbreyttu að ekki verði hægt að halda út námi haustið 2015. „Það er til samningur um dreifnám í Húnaþingi vestra þar sem fram kemur að framlag ríkisins árið 2015 skuli vera 6,75 milljónir. Því kemur boðaður niður- skurður á fjárlögum okkur óþægilega á óvart,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra. Hún segir að leitað verði allra leiða til að tryggja áframhaldandi dreifnám á Hvammstanga. „Mikil ánægja er meðal heima- manna með fjarnámið og skiptir það sköpum í samfélaginu. Rætt hefur verið við þingmenn og sveitarstjórnar- menn á svæðinu sem og fulltrúa Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Allir eru sammála um mikilvægi dreif- námsins, ekki aðeins fyrir Hvamms- tanga heldur fyrir svæðið allt. Það hefur sýnt sig að með dreifnáminu skila nemendur sér frekar í áfram- haldandi nám í FNV en áður,“ segir Guðný að lokum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.