Feykir


Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 1
 á BLS. 6-7 BLS. 10 Gígja og Daníel eru matgæðingar vikunnar Kjúklingabaka m/ rjómalagaðri kjúklingasósu BLS. 11 Elísabet Sóley glímir við krabbamein og deilir sjúkrasögu sinni Ég er baráttujaxl og ætla að sigra Ívar Elí leikur þrjú hlutverk í Emil í Kattholti Íhugar að gerast leikari 38 TBL 9. október 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Borðhald hefst kl. 20.00 húsið opnað kl. 19.00 Dásamleg villibráð og fordrykkur í boði hússins Lifandi tónlist fram eftir kvöldi Verð 9.200 kr. á mann - tilboð á gistingu Pantanir í síma 453 8245 / 453 8099 Villibráðarhlaðborð 8. nóvember Lifað, leikið og lært í Árskóla Þemadagar í Árskóla á Sauðárkróki Skólastarf Árskóla var brotið upp með Þemadögum þessa vikuna en þemað að þessu sinni var tileinkað endurvinnslu. Að venju fer dansmaraþon 10. bekk- inga fram í þemavikunni og verður flautað til leiks kl. 10:00 í dag og stendur maraþonið til hádegis á morgun, föstu- dag. Danssýning allra nemenda verður kl. 17:00 í dag í íþróttahúsinu. Á vef skólans segir að skólinn sé þátttakandi í Comeniusarverkefni á miðstigi, með grunnskólum í átta öðrum löndum, og er þemavinnan í ár liður í þátttöku skólans í verkefninu. Comeniusarverkefnið tengist endur- vinnslu og nefnist „Waste not, want not“. Opið hús er í skólanum þessa dagana en einnig er hægt að fylgjast með Þemadögum, og öðru starfi skól- ans, á nýrri Twitter síðu Árskóla /BÞ Ráðning framkvæmdastjóra sett í hendur nýrrar stjórnar Samtök sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur ákveðið að fela nýrri stjórn að ráða nýjan framkvæmdastjóra en ársþing samtakanna fer fram 16. – 17. október nk. Jón Óskar Pétursson sem hafði tekið árs námsleyfi sagði starfi sínu sem framkvæmdastjóri SSNV lausu fyrr í sumar. Katrín María Andrésdóttir, atvinnuráðgjafi hjá SSNV, leysti Jón af í leyfinu en hún lét af störfum í lok september. Þegar ljóst var að Jón Óskar snéri ekki aftur var starfið auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út þann 7. júlí sl. Þrettán umsóknir bárust um starfið, þrír drógu umsóknir sínar til baka og varð niðurstaðan að hinum umsóknunum var hafnað. „Stjórn SSNV samþykkti að leitað yrði að einstaklingi til að gegna starfi fram- kvæmdastjóra samtakanna. Þrátt fyrir að viðræður hafi átt sér stað við mögulega kandídata í starfið leiddu þær ekki til þess að gengið væri til ráðningar á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna,“ segir Bjarni Jónsson formaður stjórnar SSNV. Í ljósi þess að nú styttist í aðalfund samtakanna segir Bjarni að ákveðið hafi verið að fela nýrri stjórn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra. Stjórn fól formanni SSNV að gegna starfs- skyldum framkvæmdastjóra í október, fram yfir ársþing samtakanna. Í útsendum drögum að fjárhags- áætlun fyrir næsta ár segir Bjarni núverandi stjórn leggja til töluverða sókn í atvinnumálum á Norðurlandi vestra þar sem hægt verður að bæta við tveimur atvinnuráðgjöfum frá því sem nú er og nýta til þess sterka fjárhags- stöðu samtakanna án þess að sveitar- félögin þurfi að leggja meira til þeirra. „Ef það verður niðurstaða ársþings að fara þessa leið, kemur það í hlut nýrrar stjórnar að útfæra það og staðsetja nýjar stöður atvinnuráðgjafa en fyrir liggur að nokkru hvar þörfin er mest,“ segir Bjarni að lokum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.