Feykir


Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 6
6 38/2014 Elísabet Sóley er 37 ára Króksari í húð og hár, eins og hún lýsir því sjálf, búsett í Reykjavík. Foreldr- ar hennar eru Stefán Jón Skarp- héðinsson frá Gili og Ólína Rut Rögnvaldsdóttir dóttir Valda rakara. Bræður hennar þrír eru Rögnvaldur Ingi, Ólafur Björn og Skarphéðinn Kristinn og búa þeir allir á Sauðárkróki líkt og foreldrar þeirra systkina. Hún á þrjár dætur, Hörpu Katrínu 18 ára, Sólveigu Birnu 17 ára og Rebekku Hólm 9 ára. Elísabet og barnsfaðir hennar skildu fyrir rúmum átta árum síðan en VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Elísabet Sóley glímir við krabbamein og deilir sjúkrasögu sinni Elísabet Sóley Stefánsdóttir glímdi við heilsuleysi til margra ára. Hún þræddi hvern sérfræðinginn á eftir öðrum í leit að betri líðan en fékk aldrei bót meina sinna. Loks kom reiðarslagið síðastliðið sumar þegar hún var greind með krabbamein á lokastigi og fékk þær fregnir að hún hafi að öllum líkindum verið með meinið í minnst tíu til ellefu ár. Elísabet lætur þó ekki deigan síga og segist strax hafa tekið þá ákvörðun að sigra þetta krabbamein og ná heilsu fyrir sig og stelpurnar sínar. Ég er baráttujaxl og ætla að sigra matarræðinu og fór að stunda lyftingar með góðum árangri og tók meira að segja þátt í Sterkustu konu Íslands 2012 og í bikarmóti í Kraftlyftingum. „Með stöðugri þjálfun náði ég að losa mig við öll verkjalyf og á sama tíma leið mér vel og hafði meiri orku. En það var samt staðreynd þrátt fyrir miklar æfingar þá var ég engan veginn að ná eins miklum árangri og ég átti að ná miðað við þjálfun,“ segir hún. Það var svo í byrjun árs 2013 sem hún fór að finna fyrir miklum afturförum. „Ég var alltaf þreyttari og þreyttari og ég náði engum árangri í lyftingunum, þrátt fyrir þrot- lausar æfingar. Ég kenndi alltaf vefjagigtinni og síþreytunni um,“ segir hún og segist hafa leitað til læknis vegna þreytu og slappleika. Í hvert sinn var tekin blóðprufa sem kom alltaf eðlilega út en sú tegund krabba- meins sem Elísabet glímir við greinist ekki með blóðprufu. „Það er eitthvað að mér, alveg sama hvað þú finnur“ Í byrjun þessa árs var Elísabet heimilislæknalaus í Reykjavík og leitaði hún því til fyrrum læknis síns á Sauðárkróki. Hún segir hann hafa verið viljugan að aðstoða hana og var henni sammála að líðan hennar væri ekki eðlileg. „Ég fór í blóðprufu og ekkert kom út úr því. Þaðan var ég send til efnaskiptasér- fræðings og fór í alls kyns rann- sóknir. Ég sagði við þá ágætu konu þegar hún tilkynnti mér enn einu sinni að ekkert væri athugavert við blóðprufuna: „Það er eitthvað að mér, alveg sama hvað þú finnur, þó það sé krabbamein þá bara vil ég vita hvað er að mér.“ Eins furðulegt og það hljómar þá hafði ég aldrei spáð í því að þetta gæti verið krabbamein, en ég orðaði þetta samt svona og vildi bara fá lausn,“ segir Elísabet sem var orðin langþreytt á því að vera alltaf að berjast áfram á síðustu bensíndropunum. Einföldustu verk reyndust henni ofviða og segir hún erfitt að koma orðum að því ástandi að vera sífellt veik, þreytt og úrvinda. Ekkert hald- bært kom úr þeim rannsóknum að sögn Elísabetar, efnaskipta- sérfræðingurinn gaf henni B- og D- vítamín og sagði henni að taka því rólega næstu mánuði. Í kjölfarið ákvað hún að leita til bæklunarlæknis þar sem hún var búin að vera með þráláta verki í læri og í kringum hné í um 18 mánuði. „Ég hafði alltaf tengt það við gömul íþrótta- meiðsl og fæðingargalla en þegar ég var unglingur þurfti ég að notast við hnéhlífar vegna verkja í hnjám. Ég tengdi það því aldrei við veikindin mín, það var svo fjarstætt að ég hafði ekki einu sinni nefnt þessa verki við neinn lækni,“ útskýrir hún. Þetta var í apríl síðastliðnum og þegar hér er komið við sögu var Elísabet orðin viðþolslaus af sársauka. Bæklunarlæknirinn sendi Elísabetu í segulómun og þá fékk hún þær fréttir að hún væri með góðkynja æxli í læri, einhvers konar samgróningar sem væru líklega komnir af áverkum úr íþróttum. Hún segist aldrei hafa sæst á þá Elísabet segist eiga yndislegan kærasta í dag sem er henni mikil stoð og stytta. Elísabet segist alltaf hafa lifað heilbrigðu lífi, aldrei reykt og sjaldan drukkið áfengi. Hún stundaði hreyfingu, borðaði frekar holla fæðu og fór alltaf í reglubundna krabbameins- skoðun þegar kallið barst. Áður en Elísabet greindist með krabbamein í sumar hafði hún í raun verið veik í alltof mörg ár en sífellt kennt öðru um, ýmist þreytu, álagi, gömlum íþrótta- meiðslum og jafnvel fæðingar- galla. Nú er talið að hún sé búin að vera með krabbamein í að minnsta kosti tíu til ellefu ár og segir hún það passa miðað við veikindasögu sína - en gæti samt alveg verið lengri tími. „Eldri dætur mínar voru mikið veikar þegar þær voru litlar, upphaflega var álagi og lítilli hvíld því kennt um þreytu og slen sem ég fann fyrir,“ útskýrir Elísabet þegar hún hefur frásögn sína um hugsanlegt upphaf veikindanna. „Ég lendi svo í bílsslysi 2003 sem hafði veruleg áhrif á mitt líf, ég gat ekki unnið og missti algjör- lega heilsuna, upp frá því greinist ég með vefjagigt og síþreytu. Ég gekk á milli sérfræðinga í leit að betri líðan og heilsu án árangurs.“ Í janúar 2010 segist hún hafa fengið nóg og ákveðið að taka líf sitt algjörlega í gegn, tók sig á í „Í dag geri ég mér fullkomlega grein fyrir því að veikindin mín voru ekki bara síþreyta og vefjagigt. Ég er búin að vera mjög mikið lasin í alltof mörg ár. En ég var kannski ekki heldur tilbúin að sjá það sjálf og setti mig alltaf í síðasta sæti,“ segir Elísabet og hvetur fólk til að hlusta á líkama sinn. „Leitið til læknis og farið alltaf í reglubundið eftirlit. Ef þið eruð ekki sátt við læknisfræðilegar skýringar sem þið fáið, segið það eða leitið annað eftir frekari skýringum. Ekki bíða í 18 mánuði eftir að fara til læknis vegna verkja eins og ég gerði.“ Bleikur október „Hlustið á líkamann“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.