Feykir


Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 10
10 38/2014 Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra er ein af stærri stóðréttum landsins og gefur að margra dómi Laufskálarétt ekkert eftir sem drottning stóðréttanna. Réttin fór fram um síðustu helgi og að vanda var nokkrum hundruðum hrossa smalað þangað. Margir tóku þátt í rekstrinum, einkum síðasta spölinn. Þrátt fyrir nokkurn kulda var vel mætt til réttarinnar og gengu réttarstörfin greiðlega. Á eftir var haldinn réttardansleikur í Víðihlíð þar sem Hljómsveit Geirmundar lék fyrir dansi. Fjölmennt var á dansleiknum og mikil stemning frá upphafi til enda. Þar sem Feykir var fjarri góðu gamni var leitað á náðir heimafólks og Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu sendi okkur góðfúslega meðfylgjandi myndir úr réttinni. /KSE Glaumur, gleði og Geirmundarball Íhugar að gerast leikari Segja má að áhugaleikhúsið sé sannkallað fjölskyldu- áhugamál, að minnsta kosti er raunin sú í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á Emil í Kattholti. Í síðasta Feyki var spjallað við feðgin sem fara með hlutverk í sýningunni en að þessu sinni hittum við fyrir mæðginin Maríu Dagmar Magnúsdóttur og Ívar. María Dagmar fer með hlutverk Títuberja-Mæju en Ívar fer með hvorki fleiri né færri en þrjú hlutverk; leikur hænu, hest og strák á markaði. María Dagmar tók fyrst þátt í starfi LS árið 2007 en hafði áður verið með Leikfélagi Ólafsvíkur. María er fjögurra barna móðir og aðspurð hvað fái uppteknar mömmur til að taka aftur og aftur þátt í svona starfi segir hún að þetta sé einfaldlega svo gaman að þegar maður hafi einu sinni verið með sé erfitt að slíta sig frá því. Hún segir að það sé oft á tímum mikið pússluspil, en þrátt fyrir að mæta stundum þreyttur á æfingar nái maður alveg að tæma hugann. Ívar tók þátt í Jóni Oddi og Jóni Bjarna árið 2010, þá 10 ára gamall. Hann segist þó hafa verið að leika síðan hann man eftir sér og mamma hans rifjar Mæðginin María Dagmar og Ívar Elí. MYYND: KSE Ívar Elí Guðmundsson fer með þrjú hlutverk í Emil í Kattholti FRUMSÝNING laugardag 11. október kl 16:00 2. sýning sunnudag 12. október kl. 16:00 3. sýning þriðjudag 14. október kl. 18:30 4. sýning miðvikudag 15.október kl. 18:30 5. sýning föstudag 17. október kl. 18:30 6. sýning laugardag 18. október kl. 16:00 7. sýning sunnudag 19. október kl. 16:00 LOKASÝNING þriðjudag 21. október kl. 18:30 Leikfélag Sauðárkróks sýnir í Bifröst: Emil í Kattholti VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir upp að hann og tvíburasystir hans hafi sjaldnast leikið sér með leikföng, heldur hafi alls konar búningar frekar orðið fyrir val- inu og hann hafi snemma byrjað að troða upp í fjölskylduboðum og veislum. Blaðamaður innti Ívar eftir því hvort það væri ekki flókið að leika svona mörg hlutverk? „Nei það er ekkert það flókið, maður þarf reyndar að fara úr búning í búning og passa að vera alltaf tilbúinn,“ segir Ívar og grínast með að það sé eins gott að ruglast ekki og setja hænuhaus á hestinn, eða láta hænuna hneggja. Sögupersónur Astrid Lind- gren eru í miklu uppáhaldi hjá Ívari og hefur hann bæði lesið um þær og horft á myndir byggðar á þeim síðan hann var var lítill. Ívar segir að það hafi komið fyrir að hann sé svolítið líkur Emil í Kattholti. María bætir því við að stundum hafi verið gantast með það á heim- ilinu að Ívar og tvíburasystir hans líktust Emil og Ídu. Mæðginin eru sammála um að æfingatímabilið sé búið að vera mjög skemmtilegt, hópur- inn nái vel saman þrátt fyrir breitt aldursbil og það sé alltaf gaman á æfingum. Aðspurður hvort hann geti hugsað sér að gerast leikari segir Ívar: „Já ég er nefnilega farinn að pæla í því,“ og María bætir við að hann sé mikill leikari í sér. Hann á sér ekkert sérstakt draumahlutverk en segir skemmtilegast að leika hlutverk sem er mikill karakter í. Ívar segist vera „voða lítið“ stressaður fyrir frumsýningu. Þau mæðginin hvetja alla til að koma í leikhús og segja að Emil eigi erindi til allra, á öllum aldri, enda eru nokkrar kyn- slóðir sem þekkja prakkara- strikin hans og húmorinn í leikritinu höfði til allra. Það er oft glatt á hjalla baksviðs á æfingum. Tveir ungir og efnilegir, Ívar og Eysteinn. MYNDIR: GÞÓ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.