Feykir


Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 9

Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 9
38/2014 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Hallmundur Guðmundsson mun hafa verið staddur á Kili er hann orti svo. Í dag gátu fjöllin mig fangað á ferð minni um sorfna storð. Sú víðátt´um veg minn þangað varla fæst bundin í orð. Ingólfur Ómar Ármannsson er höfundur að næstu vísu. Vísa slungin léttir lund leiðum drunga eyðir. Gleði þrungin hringa hrund hali unga seyðir. Fleiri vísur koma hér eftir Ingólf. Auðgar gleði anda míns að eiga mátt í ljóði. Hlúðu að gulli hjarta þíns heillavinur góði. Vekur grín og gaman mál gleði mín þá ljómar. Þegar vínið vermir sál og vísan fína hljómar. Alltaf finnst mér gaman og vonandi ykkur líka lesendur góðir að rifja upp vísur eftir snillinginn Valdimar K. Benónýsson áður bónda á Ægissíðu. Hér koma næst þrjár vandaðar hringhendur eftir hann. Litlum tekjum upp ég ók orðs að reka af ströndum. Fánýt sprek af fjöru tók fátt mér lék í höndum. Fornra kynna ekrum á oft ég finn að vonum, yl, sem grynnir gaddinn frá gömlu minningunum. Léttir skeiða læt ég völl loga seiðinn brennda. Gnitaheiði og Hindarfjöll hratt að leiðarenda. Minnir að tilefni næstu vísu hafi verið að aldrað fólk var að rifja upp sitt fyrra útlit og ungdómsár. Lét þá ein frúin það út úr sér, kannski í ógáti, að þær væru nú með fölnaðan ljóma og lærin væru orðin rýr. Af því tilefni mun þessi vísa hafa orðið til, man því miður ekki fyrir víst um höfund. Þið skuluð ekki angrast hót yfir polli á læri. Það gefst oft afli í gamla nót og gloppótt veiðarfæri. Gaman að skoða næsta þessa mögnuðu haustmyrkurs vísu sem er hringhenda og með orðum sem við núlifandi fólk skiljum varla. Höfundur er Sigurjón Friðriksson frá Litlu- Laugum í Reykjadal. Fækkar skjólum, nötrar ná nöpur gjóla tefur, lækkar sólin, unnarál armi í njóla vefur. Vísnaþáttur 627 Minnir að það hafi verið upp úr 1980 sem deilur hófust um þá svokallaða Blönduvirkj-un. Einn af þeim sem gerði sér það fóður að yrkisefni var Vilhjálmur Hallgrímsson. Held örugglega að þessar vísur séu eftir hann. Uppi á Auðkúluheiði var allmiklum fénaði beitt. Þar var allt vafið í grasi „vatn“ fannst þar ekki neitt. Heiðin var hálfilla hönnuð ég hugðist ráða á því bót. Á eftir tímanum orðin var hún og eiginlega ljót. Nú byggjum við stíflu við Blöndu og búum til stærðarlón. Við hengjum bóndann á Höllustöðum svo hann ekki geri okkur tjón. Uppi á Auðkúluheiði er örfáum skjátum beitt. Þær eru nú óræktarmóar en Apavatn langt og breitt. Það mun hafa verið Árni J. Haraldsson á Akureyri sem orti svo er hann varð 60 ára. Ævin líður, óðum nær enda færist dægur. Eins og þýður, öllum kær aftan blærinn hægur. Minnir endilega að þessi fallega vorvísa sé eftir Árna. Heyrði ég áðan söng og sá sólskríkju í runni. Veturinn er fallinn frá fyrir vorblíðunni. Sá ágæti hagyrðingur Gísli Jónsson, áður bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, flutti til Reykja- víkur á efri árum. Vel getum við, að minnsta kosti sveitafólkið, skilið hugarangur hans á ákveðnum degi ársins, eins og vel kemur fram á þessari vísu. Ellin leggur á mig kvöð ekki hún er vægin. Lætur mig nú bera út blöð á blessaðan réttardaginn. Fleiri vísur koma hér eftir Gísla. Þögn er talin gulls í gildi. Gasprið er þó fleirum tamt. Athugað er ei sem skyldi oft er betra að þegja samt. Þó er gott að tala í tíma traust ef máli fylgja gögn. En við lífsins gátur glíma gengur oftast best í þögn. Gott að enda með þessari ágætu hringhendu Gísla. Sumri hallar, sólarglit sést nú varla að kveldi. Blöðin falla, breyta lit, boða mjallar veldi. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Unglingadeildin Glaumur Áheitaganga frá Hofs- ósi að Hlíðarenda Unglingadeild Björgunar- sveitarinnar Grettis á Hofsós, sem kallast Glaumur, hefur að undanförnu verið að safna áheitum og ætla unglingarnir að ganga frá Hofsósi heim að bænum Hlíðarenda í Óslandshlíð, með börur og verður einn þeirra í börunum hverju sinni. Peningarnir sem safnast verða notaðir í ferðir og fleira sem kemur deildinni til góða. Gangan fer fram næstkomandi föstudag, milli kl. 13 og 16. Í tilkynningu frá deildinni eru bílstjórar beðnir um að aka ofurvarlega á þessum slóðum á umræddum tíma, „með fyrir- fram þökk fyrir tillitssemina.“ /KSE Tekið á æfingu fyrir gönguna. MYND: SILVÍA MAGNÚSDÓTTIR Litið inn á sýningu Minjahússins á Sauðárkróki Sítarinn hans Ísleifs ( HITT OG ÞETTA ÚR SAFNINU ) berglind@feykir.is Ísleifur Gíslason (1873 – 1960) kaup- maður á Sauðárkróki átti þennan grip og var hann alltaf kallaður sítarinn hans Ísleifs. Óvíst er hvort það var spaug eða af öðrum ástæðum en þetta hljóðfæri kallast upp á ensku Mandolin Harp en telst þó, merkilegt nokk, hvorki mandólín né harpa. Mandólín harpan tilheyrir hinsvegar þeim flokki strengjahljóðfæra sem kallast sítar. Sítar er fjölstrengja hljóðfæri sem oft saman- stendur af flötum kassa eða hljómbotni sem strengirnir liggja á en fjölmargar mismunandi teg- undir sítara eru þó til. Sítarinn er að uppruna mjög fornt hljóðfæri en útgáfan sem hér um ræðir telst þó varla ýkja forn. Framleiðsla Mandolin Harp (stundum kölluð Amerísk mandólín harpa) hófst á seinni hluta 19. aldar og náði fram á fyrstu ár þeirra 20. Mandólín harpan var af þeirri gerð sítars sem var án þverbanda á gripbretti eða hljómbotni og því var aðeins hægt að leika eina nótu á hvern streng. Til gamans má geta að íslenska langspilið telst einnig til sítarfjölskyldunnar. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.