Feykir


Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 09.10.2014, Blaðsíða 7
38/2014 7 skýringu, hún hafði aldrei slasað sig á æfingu og var því sannfærð um að þetta væri ekki eftir áverka. Elísabet fór í sýnatöku til að athuga hvort æxlið gæti væri illkynja og þann 18. júní fékk hún þær niðurstöður að svo væri ekki – hún var fullvissuð um að æxlið væri góðkynja, ekkert hafði komið út úr sýninu. Henni var ráðlagt að taka hlé frá æfingum, en hún stundaði þá enn lyftingar. Læknirinn ætlaði svo að vera í sambandi við hana aftur í september. Fórum inn jákvæðar og bjartsýnar en komum út hágrátandi Heilsu Elísabetar hrakaði sífellt, síðustu ár hefur hún verið hrjáð af endalausum kvefpestum og slappleika og í júní hóstaði hún upp blóði. „Ég var ekki kvefaðri þarna en ég hafði verið undan- farna mánuði. Ég taldi strax að þetta kæmi frá skemmdum hálskirtlum og var ekki að ótt- ast neitt til að byrja með,“ segir hún en Elísabet átti tíma í hálskirtlatöku hjá háls-, nef- og eyrnalækni í ágúst en ákvað þó að leita skýringa á þessu. Hún var þá send í myndatöku sem leiddi í ljós æxli í lungum og var henni þá vísað til lungna- sérfræðings. „Upphaflega var talið að þetta væri meinlaust í lung- unum, ég væri líklega einnig með góðkynja æxli þar og jafn- vel fæðingargalla. En ég þyrfti að fara í lungnaaðgerð til þess að fjarlægja þessi æxli og loka æðunum. Ég fór í allskonar rannsóknir á þessum tíma, en lungnasérfræðingurinn var ekki sáttur við þessar niðurstöður, að ég væri með góðkynja æxli í læri og komin með æxli einnig í lungu, þannig að hún fór fram á aðra sýnatöku á læri. Þau sýni og sýni úr lungum voru svo send í sérstaka rannsókn.“ Elísabet rifjar upp þann örlagaríka dag, 22. júlí, þegar hún fékk loks þá greiningu að hún væri með krabbamein. „Vinkona mín bauðst til þess að fara með mér til sérfræðingsins. Við áttum von á niðurstöðu um hvenær ég færi í þessa lunga- aðgerð og hvort það þyrfti að opna mig alla eða gera þetta gegnum göt. Inn fórum við já- kvæðar og bjartsýnar en út komum við hágrátandi. Niður- stöðurnar voru þvert á allt sem ég var þegar búin að fá, það var einhvern veginn búið að sannfæra mig um að öll þessi æxli væru góðkynja. Krabba- mein var því komið úr minni hugsun.“ Tveim dögum síðar fór Elísabet til krabbameinslæknis og þá varð henni gert ljóst að hún væri í raun alvarlega veik. Hún var með krabbamein í lærinu sem búið var að dreifa sér í meinvörp í lungunum og komið út í æðakerfið. Þetta þýddi einfaldlega ólæknandi krabbamein á lokastigi. „Áfallið var gífurlegt - það er ekki hægt að útskýra það. En ég tók strax ákvörðun um að sigra þetta Elísabet með dætrum sínum. MYND ÚR EINKASAFNI krabbamein. Ég er baráttujaxl og ég bara ætla að sigra, ná heilsu fyrir mig og stelpurnar mínar.“ Í ljósi þessarar greiningar og hvers kyns krabbameinið er var henni tjáð að skurðaðgerð væri ekki möguleg á þeirri stundu né frekari sýnatökur, þar sem talið væri að það myndi ýta undir frekari dreifingu meinsins. „Þar sem krabbameinið sem ég er með er mjög sjaldgæft með líkurnar 1/ 2.500.000 að greinast með það þá er allri meðferð minni stýrt frá Boston. Mestu máli skipti að stöðva dreifingu og hreinsa lungun, því þau mein eru lífshættuleg. Ég segi ekki ef, heldur þegar ég verð orðin laus við meinvörpin í lungunum þá verður tekin ákvörðun um móðuræxlið í lærinu en það er 13 sm langt og því mjög stórt.“ Dýrt að vera veikur á Íslandi Elísabet byrjaði í sterkri lyfjameðferð þann 30. júlí og fær hún tvær gerðir krabbameins- lyfja á þriggja vikna fresti í óákveðinn tíma. „Foreldrar mínir komu strax suður til mín og hefur móður mín verið meira og minna hjá mér síðan. Það er því miður staðreynd að ég er það veik að ég get ekki verið ein, ég er því einstaklega þakklát fyrir foreldra mína sem hafa stutt mig mikið.“ Lyfjameðferðin samkvæmt fyrstu rannsókn er að skila árangri, hægum bata að sögn Elísabetar en mestu máli skiptir að meinvörpin eru að minnka og fer hún aftur í myndartökur í lok mánaðarins. „Ég er sannfærð og vongóð um að meinvörpin í lungunum séu að minnka. En lyfjameðferðin hefur tekið sinn toll, ég er búin að vera óheppin og fengið sýkingar og miklar aukaverkanir. Núna held ég í vonina að ég fari að ná jafnvægi, ég er búin að fara í fjórar með-ferðir og mun fá á næstu dögum þjónustu sem mun vonandi hjálpa til að verkjastilla mig. Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri auðvelt, það hvarflaði aldrei að mér hversu erfitt þetta væri. Auðvitað er þetta persónu- bundið og ég veit að ég er búin að vera frekar óheppin. En ég reyni samt að halda í jákvæðn- ina og enn er ég á því að ég ætla að sigra.“ Elísabet segir það fulla vinnu að vera sjúklingur og að það sé margfalt meiri vinna en hún hafði nokkurn tímann gert sér grein fyrir. „Fyrir mig er þessi staða rosalega erfið, ég er ofurvirk og óska þess heitast að geta verið á fullu alla daga. Ég er félagsvera en með tilkomu veik- inda þá skiljanlega verður maður frekar einangraður en ég á góða vini sem kíkja reglulega í heimsókn til mín. Í raun er ég veik í tvær vikur og næ einni ágætis viku áður en ég byrja meðferð aftur.“ Það sem hefur komið Elísabet einna mest á óvart í þessu ferli segir hún vera hve kostnaðarsamt það er að vera veikur á Íslandi. „Allar þessar rannsóknir og lyfjagjafir kosta rosalega mikið og ég hefði aldrei getað þetta án aðstoð stórfjöl- skyldu minnar og vina sem hafa stutt mig fjárhagslega. Ég held að fæstir standi undir þessu einir og óstuddir, því miður er það bara staðan á Íslandi í dag,“ segir hún og um leið vill hún koma á framfæri miklu og kæru þakklæti til þeirra sem hafa stutt hana í þessari baráttu. „Það er ótrúlega mikill léttir að geta farið í rannsóknir og greitt fyrir þær jafnóðum. Það var eitthvað sem ég gat ekki til að byrja með. Að vera með fjárhagsáhyggjur ofan í svona erfið veikindi er eitthvað sem enginn á að þurfa,“ segir Elísabet að endingu. „Ég ákvað strax þegar ég greindist að ég ætlaði ekki að láta krabbameinið stöðva mig, ég hafði hlaupið 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu síðustu tvö ár og langaði einnig að vera með í ár. Ég fékk stuðning krabbameinslæknis míns og fór mína 10 km með frábærum hóp sem studdi mig heilshugar. Markmiðið náðist - ég komst í mark og langt í frá að vera síðust,“ segir Elísabet sem einnig hefur skráð sig til leiks í svokölluðum Meistaramánuði. „Ég skráði mig því í Meistaramánuðinn til þess að reyna að taka á matarræðinu og fara að borða hollar. Við svona áfall eins og að greinast með krabbamein fer lífið svolítið á hvolf. Í mínu tilfelli missti ég tökin á hollu matarræði og hef borðað mikið af óhollustu og sætindum síðan. Það er þessi skyndiorka sem maður sækir í, kolvetni sem eru alls ekki góð fyrir mig. Það hefur ekki gengið eins og ég hefði kosið en ég er meðvitaðri um það sem ég set ofan í mig og stefni á að verða sykur og hveitilaus í október.“ Meistaramánuður Hljóp 10 km með frábærum hópi Skarphéðinn, Elísabet, Ólafur og Rögnvaldur. MYND ÚR EINKASAFNI Elísabet og Rebekka yngsta dóttir hennar. MYND ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.