Feykir


Feykir - 13.11.2014, Side 1

Feykir - 13.11.2014, Side 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is á BLS. 6-7 BLS. 9 Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts Um 60 börn og unglingar í æsku- lýðsstarfi Þyts BLS. 8 Geirmundur Valtýsson fer yfir farinn veg með Feyki Stórtónleikar framundan í Austurbæ Jóhanna Sveinbjörg á Hofsósi er áskorendapenni Ósamstæð nærföt og ríkjandi vindátt 43 TBL 13. nóvember 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Neyðarkall björgunarsveitanna seldur um allt Norðurland vestra Tökum vel á móti björgunarsveitarfólki Glaðbeitt sölufólk Neyðarkallsins í anddyri Skagfirðingabúðar þegar blaðamann bar að garði. MYND: BÞ Neyðarkall björgunarsveita er fjáröflun björgunarsveita landsins. Felst hún í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni eða konu. Salan fer fram fram fyrstu helgina í nóvember ár hvert um land allt og hefur almenningur tekið sölufólki afskaplega vel. Hagnaður af sölu Neyðarkallsins rennur til björgunarsveita, slysavarna- deilda og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu. Feykir hafði samband við björg- unarsveitirnar á svæðinu og spurðist fyrir um hvernig salan gekk í ár. Hjá björgunarsveitinni Húnum gekk salan vel og viðtökur voru mjög góðar. Þar hafa þegar selst fleiri Neyðarkallar en undanfarin ár og ennþá er hægt að kaupa þá með því að leggja inn á reikn- ing 0159-26-1530 kt 700307-0930 kr. 2.000 og er hann þá sendur í pósti til baka. Góðar viðtökur Hjá björgunarfélaginu Blöndu voru viðtökur einnig mjög góðar. Salan stóð frá fimmtudegi til sunnudags og var gengið í hús á Blönduósi, ásamt því að selja í Samkaupum. Viðtökurnar við Neyðarkallinum hjá okkur voru mjög góðar eins og undanfarin ár. Ennþá er til eitthvað af Neyðarköllum hjá sveitinni og er hægt að nálgast þá með því að senda tölvupóst á bfblanda@simnet.is eða hafa samband gegnum fésbókarsíðu. Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð seldi Neyðarkallinn í Varmahlíð og nágrenni á þriðjudagskvöld. Þeir sem misstu af björgunarsveitarmönnum þar geta nálgast hann hjá Þorsteini í síma 893 1981. „Gekk alveg glimrandi vel og seldum nánast það sem til var,“ sagði hann. Sömu sögu er að segja hjá Skag- firðingasveit, sem gekk í hús á Sauðár- króki og seldi Neyðarkallinn í Skagfirð- ingabúð. Þar seldist allur lagerinn og segja meðlimir sveitarinnar að þeim sé alltaf vel tekið. /KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.