Feykir - 13.11.2014, Qupperneq 5
43/2014 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR
Jóhann Björn og Þóranna Ósk
valin frjálsíþróttafólk ársins
Uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar Tindastóls
Uppskeruhátíð frjálsíþrótta-
deildar Tindastóls var haldin í
félagsheimilinu Ljósheimum á
laugardaginn. Auk matar-
veislu og skemmtiatriða voru
veitt verðlaun fyrir frammi-
stöðu ársins.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson
var kjörinn frjálsíþróttamaður
UMSS 2014 og Þóranna Ósk
Sigurjónsdóttir frjálsíþrótta-
kona ársins. Þá var valið ungt
og efnilegt frjálsíþróttafólk úr
hópi pilta og stúlkna 12-15 ára.
Þar urðu þau Dalmar Snær
Marinósson og Vala Rún Stef-
ánsdóttir fyrir valinu.
Í hópi 11-14 ára hlaut
Stefanía Hermannsdóttir verð-
laun fyrir bestu ástundun en
Sveinbjörn Óli Svavarsson í hópi
Það er Tryggvi Björnsson á
Blönduósi, sem tók áskorun
Róberts Daníels Jónssonar,
einnig á Blönduósi, um að segja
frá liðinu sínu í Feyki að þessu
sinni. Tryggvi er United maður
og hefur sælla minninga farið á
leik þar sem hann sá sína menn
kjöldraga Liverpool.
Hvert er uppáhaldsliðið þitt í
enska boltanum og af hverju?
-Manchester United.
Hvernig spáir þú gengi liðsins á
tímabilinu?
-Þetta verður bras tímabil en
vonandi náum við 4. sæti en ekki
get ég sagt að ég sé bjartsýnn.
Ertu sáttur við stöðu liðsins í
dag?
-Sóknarlega er ég það en varnar-
lega eru mínir menn að standa sig
skelfilega, þarf klárlega að kaupa
tvo heimsklassa miðverði.
Hefur þú einhvern tímann lent í
deilum vegna aðdáunar þinnar á
umræddu liði?
-Í hverri viku og þá oftast við
stuðningsmenn stórveldis sem
eru á hraðri uppleið með Balotelli í
fremstu víglínu og er að standa sig
fáránlega vel í að safna treyjum.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn
fyrr og síðar?
-Eric Cantona.
Hefur þú farið á leik með liðinu
þínu?
-Já, ég sá þá kjöldraga Liverpool
3-0, það var æðislegt.
Áttu einhvern hlut sem tengist
liðinu?
-Það er nú ekki mikið en svona
smá, treyju og bolla.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi
við liðið?
-Mjög vel, þrír af fjórum halda með
Utd. en Kristófer haldinn sjálfs-
píningarhvöt og styður Liverpool.
Hefur þú einhvern tímann skipt
um uppáhalds félag?
-Uuuuu nei!
Uppáhalds málsháttur?
-Sjaldan fellur dollan langt frá Old
Trafford ;o)
Einhver góð saga úr boltanum?
-Tómur hér.
Einhver góður hrekkur sem þú
hefur framkvæmt eða orðið fyrir?
-Ég hef einu sinni hrekkt Róbert
Daníel Jónsson og ætla ég ekki
að rifja það upp hér. Hann er svo
hörundsár, en þegar þessi hrekkur
átti sér stað, í kjölfarið sá ég Robba
brosa í gegnum tárin í fyrsta sinn.
Spurning frá Róbert Daníel
Jónssyni: Hvað finnst þér það
besta við Steven Gerrard?
-Þessu er ekki auðvelt að svara
en líklega er það best við hann
hvað hann hefur alla tíð verið
stórkostlega ofmetinn sem leik-
maður, og það er það besta að
hann hefur verið að skrölta með
þessu miðlungsliði Liverpool allan
hans feril.
Hvern myndir þú vilja sjá svara
þessum spurningum?
-Hörð Ríkharðsson á Blönduósi,
kennara, hestamann og Arsenal-
aðdáanda.
Hvaða spurningu viltu lauma að
viðkomandi?
-Hvað eru Arsenal búnir að vera
efnilegir í mörg ár og er engin
möguleiki á að þeir fari að verða
góðir?
Tryggvi Björnsson / Manchester United
„Sjaldan fellur dollan
langt frá Old Trafford“
( LIÐIÐ MITT ) kristin@feykir.is
Tryggvi Björnsson í pontu. MYND: ÚR EINKASAFNI
Kormákur beið
ósigur gegn KV
Kormákur í Húnaþingi
vestra hefur stofnað karlalið
í meistaraflokki í körfubolta
sem leikur nú í B-riðli 2.
deildar Íslandsmótsins og
var fyrsti leikur liðsins
síðastliðinn laugardag. Þá
mætti Kormákur Knatt-
spyrnufélagi Vesturbæjar í
Kennaraháskólanum í
Reykjavík. KV hafði betur
og fóru leikar 88-41.
„Kormáksmenn fóru þó ekki
niðurbrotnir heim og taka
með sér dýrmætt innlegg í
hinn svokallaða reynslubanka,“
segir á sérstakri bloggsíðu
liðsins, http://kormakur.ice-
basket.com/. „Kormáksmenn
mættu í bæinn þjálfaralausir,
en þjálfarateymi liðsins reynd-
ist ekki vera við hestaheilsu.
Ráð voru þó ekki svo dýr og
var leitað í raðir Leiknismanna
og fundum við þar húnvetnskt
bóð, Einar Val, sem tók að sér
þjálfarahlutverkið og skilaði
því með sóma,“ segir enn-
fremur á bloggsíðunni. /KSE
Íslandsmótið í körfuknattleik: 2. deild B-riðillKnattspyrna
Úlfar Hinriksson,
landsliðsþjálfari U17
kvenna í knattspyrnu,
hefur valið lið Íslands sem
leikur tvo vináttuleiki gegn
Finnum 18. og 20.
nóvember næstkomandi. Á
meðal leikmanna er
Kolbrún Ósk Hjaltadóttir,
leikmaður Tindastóls.
Kolbrún er meðal 18 stúlkna
sem valdar voru. Fyrir mótið
verða æfingaleikir í Kórnum
nk. laugardag og í Egilshöll á
sunnudag. /BÞ
Kolbrún Ósk
valin í U17
landsliðið
Feykir.is
Þú finnur þínar fréttir
á...
15 ára og eldri. Rúnir Ingi
Stefánsson var verðlaunaður
fyrir mestu framfarir 15 ára og
eldri en Jóhann Björn Sigur-
björnsson fyrir óvæntasta afrek
15 ára og eldri.
Á heimasíðu Tindastóls og
fésbókarsíðu frjálsíþróttadeild-
arinnar má einnig sjá hverjir
unnu Íslandsmeistara- og ung-
ingalandsmótstitla á árinu. /KSE
Dalmar Snær, Þóranna Ósk, Jóhann Björn og Vala Rún MYND: UMSS.IS
Sterkur sigur á ÍR í Breiðholtinu
Dominos-deildin í körfubolta: ÍR - Tindastóll 86-92
Tindastóll bar sl. fimmtudagskvöld sigurorð af
ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Seljaskóla í fimmtu
umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir náðu
smá forskoti í öðrum leikhluta og bættu við í
þeim þriðja. Heimamenn söxuðu á forskotið á
lokamínútunum en náðu ekki að ógna forystu
Stólanna að ráði. Lokatölur 86-92.
Heimamenn í ÍR byrjuðu leikinn betur og komust
í 9-4 eftir 96 sekúndur. Stólarnir þéttu vörnina og
leikurinn jafnaðist. Staðan 19-19 að loknum fyrsta
leikhluta eftir að Flake kastaði niður þristi. Þriggja
stiga körfur frá Helga Margeirs og Dempsey
bjuggu til forskot fyrir gestina en í hálfleik var
staðan 38-46.
Baráttan hélt áfram í upphafi þriðja leikhluta.
ÍR-ingar brutu óíþróttamannslega á Finnboga á
23. mínútu og hann notaði mínútuna vel, setti
vítaskotin niður af öryggi og setti síðan þrist og jók
muninn í 13 stig, 45-58. Pétur var sjóðheitur utan
3ja stiga línunnar í þriðja leikhluta og setti niður
þrjá þrista. Þegar fjórði leikhluti hófst var staðan
60-73 og heimamenn komnir upp að vegg. Darrel
Lewis var að vanda góður á lokakaflanum og setti
niður mikilvæg stig eftir áhlaup heimamanna sem
minnkuðu muninn í fjögur stig þegar um hálf
mínúta lifði leiks.
Annað kvöld mæta Stólarnir Fjölni úti en næsti
heimaleikur er þann 20. nóvember en þá koma
Keflvíkingar í Síkið. /ÓAB
Stig Tindastóls: Lewis 18, Helgi Viggós 14, Dempsey 14, Pétur 14,
Helgi Margeirs 8, Viðar 7, Ingvi 5, Finnbogi 5, Flake 5 og Svavar 2.