Feykir


Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 17

Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 17
11/2015 17 við að þau hafi þó ekki farið að vera saman fyrr en árið 2006. „Ég bjó reyndar úti í Þýskalandi þá en var heima reglulega vegna meiðsla í öxl sem ég var að jafna mig á. Hann kom síðan og heimsótti mig reglulega. Svo flutti ég heim í september 2008 og þá fórum við að búa saman í Hafnarfirði.“ Synirnir eru sem fyrr segir á fjórða og sjötta ári og er rúmlega eitt og hálft ár á milli þeirra. Þeir hafa greinilega hlotið íþróttaáhuga foreldranna í arf. „Þeir eru búnir að vera mikið á frjálsíþróttavellinum, ég var ennþá að þjálfa þegar sá eldri var lítill og hann var mikið með mér. Þegar sá yngri kom flæktust málin aðeins, það er erfiðara að vera með tvo gaura á æfingum þegar maður er að þjálfa, þannig að ég dró mig í hlé og hætti að þjálfa og fór að vera meira heima,“ segir Þórey Edda. „Hann er reyndar fót- boltasjúkur sá eldri, þannig að ég veit ekki hvað hann gerir - hann fær bara að velja það - en eins og er liggur áhugasviðið í fótboltanum. Það er líka auðveldara að æfa sig í fótbolta hérna heima heldur en stangar- stökk eða spjótkast.“ Spjótkastið var aðalgrein Guðmundar á keppnisvellin- um. Hann hefur fengist við þjálfun bæði á höfuðborgar- svæðinu og á Hvammstanga og þjálfaði meðal annars Helgu Margréti Þorsteinsdóttur, íþróttakonuna knáu úr Hrúta- firði. Í dag er hann frjáls- íþróttaþjálfari hjá Umf. Kor- máki og segir þátttökuna vera góða, eða 15-25 krakka á grunnskólaaldri. Aðspurð segja þau hjónin íþróttalífið í Húna- þingi vestra ótrúlega fjölbreytt. Boðið er uppá fótbolta, körfu- bolta, blak, frjálsar, sund, hestaíþróttir og hestafimleika. „Það kom mér á óvart þegar við fluttum að það er mjög mikið íþróttastarf hérna, mér finnst frábært hvað er margt í boði, sérstaklega fyrir 1. til 10. bekk. Þetta er miklu meira en ég bjóst við, þó að ég hafi verið búin að kynna mér það. Þau mega fara í allar greinar og greiða bara eitt gjald og ég veit að mínir eiga eftir að nýta sér það, alla vega þessi eldri sem er íþróttasjúkur,“ segir Þórey Edda. Hún nefnir einnig að það sé mikill kostur hvað sé mikið af menntuðum íþróttakennurum sem koma að þjálfuninni. Þórey Edda segir fimleika það eina sem hún saknar að ekki sé boðið upp á. „Yngri strákurinn var miklu meira allir geta tekið þátt í. Guð- mundur tekur undir það og bætir við að mikið sé um að vera í tónlistarlífinu. Talið berst þangað en tón- listarlíf á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu árin. Sjálfur átti Guðmundur þátt í að koma unglistahátíðinni Eldur í Húnaþingi á koppinn á sínum tíma og hefur hún undið upp á sig á þeim 13 árum sem hún hefur verið haldin. Þá má nefna ýmsa tónleika og vinsæla söngvarakeppni sem eru ár- vissir viðburðir. Tónlistarnám er í boði fyrir börn og fullorðna og segir Guðmundur að hlut- fall grunnskólanemenda sem stundi tónlistarnám hafi alltaf verið mjög hátt og í vetur séu um 90 nemendaígildi við tón- listarskólann. Aðalhjóðfæri Guðmundar er gítar og hann brosir þegar hann minnist hæversklega á að hafa kennt Ásgeiri Trausta og Júlíusi Róbertssyni félaga hans í að minnsta kosti átta ár. Hlé er gert á viðtalinu meðan æsispennandi hlaupakeppni er sýnd í sjónvarpinu og allir á heimilinu fylgjast spenntir með Anítu Hinriksdóttur setja Evrópu- met unglinga í beinni útsendingu frá Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Þórey og Guðmundur eru á því að maður þurfi ekki að láta sér leiðast á Hvammstanga. „Ég hef verið að segja við vini mína – af því þetta átti að vera svo fjölskylduvænt að flytja út á land – að ég sé bara aldrei heima hjá mér. Við erum mjög dugleg að gera eitthvað saman og ég hef ekki gert svona mikið fyrir sjálfa mig síðan synirnir fæddust. Það er auðvitað mjög fjölskylduvænt að vera kominn heim klukkan fjögur en ég hef ekki verið svona upptekin í félagslífi mjög lengi. Svo er íþróttahúsið hérna við hliðina, ég hafði eiginlega ekki hreyft mig síðan ég hætti í íþróttum en nú er engin afsökun, maður á heima við hliðina á íþrótta- húsinu og getur farið og hreyft sig í 40 mínútur, það þarf ekki að vera meira.“ Aðspurð um önnur áhuga- mál segja þau að fjölskyldan fari töluvert á skíði, meðal annars í Tindastól. „Það er kannski eini ókosturinn að það er dálítið langt í skíðasvæði. Maður er vanur að hafa Bláfjöllin alveg í garðinum hjá sér. En maður lætur sig alveg hafa það að keyra þangað, þetta er mjög fínt svæði þarna í Tindastól en mætti vera nær.“ Guðmundur hefur ekki alltaf látið það aftra sér, því á fyrir að standa á haus en sparka í bolta. Maður gæti svo sem alveg farið af stað með það sjálfur og komið því í gang,“ segir hún. Sjálf æfði hún fim- leika í tíu ár áður en hún fór að æfa stangarstökk. „Það kannski kemur að því að maður taki eitthvað meira að sér. Ég er frekar reynslulaus á þessu sviði í vinnunni og mér finnst alveg nóg að vera að fóta mig á því sviði. Ég vildi eiga tíma fyrir fjölskylduna og þessa nýju vinnu. En ég er samt kominn í saumaklúbb,“ segir Þórey Edda. Kunna vel við sig á Hvammstanga Þórey Edda og Guðmundur segjast kunna mjög vel við sig á Hvammstanga. „Ég var svolítið kvíðin áður en ég flutti, en það var kominn tími til að breyta til og prófa að vera í hans um- hverfi og þetta er bara mjög gott,“ segir Þórey Edda. „Vinnan er hérna hinu megin við hornið og búðin bara aðeins frá. Þetta er í rauninni algjört lúxuslíf. Staðurinn er passlega lítill en samt með alla þjónustu sem þú þarft, maður saknar einskins nema vinanna og fjölskyldunnar, sem eru samt ekki langt í burtu,“ bætir hún við. Þau telja það líka mikinn kost að þurfa ekki að skutlast langar vegalengdir. „Hérna er bara rölt út í íþróttahús, það sparar mikinn tíma og klukku- stundunum í sólarhringnum fjölgar heilmikið.“ Guðmundur og Þórey líta hvort á annað og brosa þegar þau eru spurð hvort þau hafi lagt íþróttaskóna á hilluna. „Hann er búinn að kaupa sér fótboltaskó og körfuboltaskó og ég er búin að kaupa mér blakskó, þannig að það má nú frekar segja að þeim hafi fjölgað. Frjálsíþróttaskórnir eru hins vegar geymdir ofan í kassa,“ segir Þórey. Hún segist vera að kynnast nýjum hliðum á lífinu með því að keppa í blaki. „Blak er íþrótt sem ég bjóst aldrei við að stunda. Svo dró Gummi mig á æfingu og ég er búin að mæta á nánast allar æfingar síðan, íþróttin er virkilega skemmtileg.“ Það kom Þórey Eddu á óvart hvað félagslífið á Hvammstanga er fjölbreytt. „Fólk er rosalega duglegt að búa til einhverja viðburði og afþreyingu, ekki síst fyrir börnin,“ segir hún og nefnir sem dæmi jólasveininn sem kemur í kaupfélagið, bingó, körfuboltaleiki og fleira sem Fjölskyldan á skíðum í Tindastóli. MYND: ÚR EINKASAFNI Guðmundur kastar spjóti í Evrópubikarkeppni landsliða 2011. MYND: HELGI BJÖRNSSON Bræðurnir hjólandi í Laugardalnum 2014. MYND: ÚR EINKASAFNI Þórey Edda í stangarstökki á Ólympíuleikunum 2008 í Peking. MYND: ZIMBIO.COM

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.