Feykir


Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 28

Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 28
28 11/2015 Ný bók um íslenskt sauðfé Haft áhuga á sauðfé allt frá barnæsku Fyrir skömmu kom út bók um íslenskt sauðfé. Höfundur og útgefandi er þýsk kona, Caroline Mende rithöfundur, ferðaráðgjafi og hrossa- og sauðfjár- bóndi „í smáum stíl“ sem búið hefur í Skagafirði nokkur ár. Texti bókarinnar er á þýsku en efni og myndir í bókina sem eru um eitthundrað talsins, sótti Caroline víða um land, jafnt vetur, sumar, vor og haust. Margar þeirra tók hún sjálf. „Ég fékk áhuga á sauðfé sem barn heima Caroline er mikill dýravinur, hér er hún með kindunum sínum, Línu og Tildu. í Þýskalandi þar sem nágranni okkar átti nokkrar stórar og þægar kindur sem ég fékk að leika mér að, notaði m.a. til reiðar í staðinn fyrir hross. Ég komst svo í kynni við íslensku kindina þegar ég kom fyrst til Íslands sem vinnukona árið 1989. Ég eignaðist svo loks land hérna í Hegra- nesinu árið 2010 og byggði mér hús á því. Í dag er ég með fjögur hross, fimm kindur og einn hund.“ Caroline rak auglýsingastofu í Þýska- landi í rúm 14 ár sem er enn til og vann fyrir hana þótt hún byggi hér á landi. Á síðasta ári stofnaði hún bókaforlag og verður þetta fyrsta bók þess. En hún hefur unnið við markaðssetningu af ýmsu tagi síðustu ár. Meðal annars skrifað greinar um íslenska hesta í stórt þýskt hestatímarit. Skipulagt hestaferðir og útreiðartúra fyrir þjóðverja með nágrönnum sínum á Hellulandi. Einnig hefur hún boðið uppá kynningar- námskeið í kringum sauðfé, um ull og mjólk og í berja- og sveppagöngutúra ásamt matreiðslu á eftir. Sem ferða- ráðgjafi ráðleggur hún fólki sem ætlar að ferðast til Íslands eftir því hverju það hefur áhuga á. Aðalmarkhópurinn eru þýskir ferðamenn og til þeirra á bókin einmitt að höfða. „Ég er að dreifa henni þessa dagana og ég stefni á að hún verði sem víðast á ferðamannastöðum. Á Sauðárkróki fæst hún t.d. í Skagfirðingabúð og hjá Loð- skinni. Hún kostar 1.500 krónur sem þykir ekki hátt verð á bók nú. Það má taka undir að hún hentar mjög vel sem söluvara fyrir alla sem eru með einhverja ferðaþjónustu - einnig sem tækifærisgjöf, t.d. handa fyrr- verandi vinnukonum eða þýskumælandi vinum. Bókin fæst á 1200 kr. ef keyptar verða 5 til 9, fyrir 1000 kr. frá 10 til 19 en á einungis 850 kr. frá 20 eintökum. Fólk getur pantað hana hjá mér í síma 865 8107 eða á netfangið saudfe@verlag-alpha-umi. de.“ Þess má svo að lokum geta að Caroline er þegar farin að undirbúa næstu bók – í henni ætlar hún að fjalla um forystufé. Peysur og jakkar frá Top Reiter F E RM I N G ARG J A F I R Flottar TEXTI & MYNDIR Örn Þórarinsson Caroline við tölvuna heima í Nesi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.