Feykir


Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 26

Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 26
26 11/2015 „Alltaf langað að fermast“ Hákon Ingi Rafnsson á Sauðárkróki verður fermdur af sr. Sigríði Gunnarsdóttur í Sauðárkrókskirkju á pálmasunnudag. Hákon er sonur Rafns Inga Rafnssonar og Árnýjar Lilju Árnadóttur. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Mig hefur alltaf langað til að fermast svo að ég hugsaði aldrei um að sleppa því að fermast. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Nei, ég er ekki mjög mikið að hugsa um það. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Við erum alveg að fara að byrja af krafti í undirbúningnum. Hvar verður veislan haldin? -Veislan verður bara heima í Dalatúninu. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Við erum ennþá að ákveða hvað við ætlum að hafa að borða fyrir gestina. Er búið að finna fermingarfötin? -Já, við fundum fermingarfötin bara fyrir stuttu. Hver er óska fermingargjöfin? -Mig langar MJÖG mikið í tölvu eða golfkylfur þótt að ég sé ekki með neinar væntingar fyrir það. FERMINGIN MÍN / Hákon Ingi Rafnsson „Vil staðfesta skírn mína“ Sóley María Þórhalladóttir verður fermd af sr. Bryndísi Valbjarnardóttur í Bólstaðar- hlíðarkirkju á skírdag. Sóley María er dóttir Þórhalla Haraldssonar og Turid Rósar Gunnarsdóttur á Húnavöllum. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Vegna þess að ég er kristinnar trúar og ég trúi á Guð og vil staðfesta skírn mína. Hefur þú velt trúarmálum mikið fyrir þér? -Ekkert mikið. En samt í fermingarfræðslu þá erum við búin að vera að skoða og velta trúarmálunum fyrir okkur. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Mjög rólegur. Eftir áramót þá er ég búin að vera á hverjum þriðjudegi í fermingarfræðslu hjá sr. Sveinbirni Einarssyni í Húnavallaskóla. Við erum bara búin að vera að læra Trúarjátninguna, Gullnu regluna og fleira. Svo sendir Bryndís mér alltaf verkefni um ferminguna og fleira. Hvar verður veislan haldin? -Í Húnaveri. Ég og mamma erum búnar að vera að ákveða skreyt-ingar og fullt. Svo verður liturinn hvítur og fjólublár, en því miður þá erum við ekki búnar að ákveða neitt meira í bili. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Á matseðlinum verður fiskisúpa, svo lambakjöt og meðlæti og næst bara kökur, en við erum bara búin að ákveða eina, kransakökuna. Er búið að finna fermingarfötin? -Nei. Hver er óska fermingargjöfin? -Veit ekki, er ekkert að hugsa út í það. FERMINGIN MÍN / Sóley María Þórhalladóttir KÝR ÓSKAST! Óska eftir kvígum og kúm Upplýsingar í síma 899-2017 ------- GILSBÚIÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.