Feykir


Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 8
8 11/2015 Utanlandsferð eða snjóbretti er óska fermingagjöfin Bergljót Ásta Pétursdóttir á Sauðárkróki verður fermd af sr. Sigríði Gunnarsdóttur í Sauðárkrókskirkju þann 29. mars. Sóley María er dóttir Gróu G. Haraldsdóttur og Péturs Björnssonar. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta trú mína. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já, já, ég hef töluvert verið að spá í trúarmálin. Ég trúi því að Guð sé til og hann taki á móti okkur þegar við deyjum. Ég veit að það er líka til fólk sem er ekki kristinnar trúar og ber ég líka virðingu fyrir þeim. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég hef farið í fermingarfræðslu og messur til Siggu og við fórum í fermingarferð í Vatnaskóg. Hvar verður veislan haldin? -Í matsalnum á heimavist FNV. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, kökuveisla. Er búið að finna fermingarfötin? -Já, fermingarfötin mín verða hvítur kjóll og svartur jakki, svo verð ég í svörtum skóm. Hver er óska fermingargjöfin? -Utanlandsferð eða snjóbretti. FERMINGIN MÍN / Bergljót Ásta Pétursdóttir Skundað margar búðirnar í fermingarundirbúningnum Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir á Birkihlíð verður fermd af sr. Gísla Gunnarsyni í Reynistaðarkirkju á pálmasunnudag. Þórkatla er dóttir Ragnheiðar Láru Brynjólfsdóttur og Þrastar Heiðars Erlingssonar. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírn mína og trú mína á Guði. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já, ég hef gert það. Í skólanum erum við líka í fermingarfræðslu og ég hef líka lesið Biblíuna. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Við höfum skundað í margar búðir og keypt ýmist skraut. Einnig keyptum við kjólinn og fórum við í myndatöku í byrjun mars til Sollu frænku í Keflavík. Hvar verður veislan haldin? -Veislan verður haldin í Félagsheimilinu Melsgili. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Það verður kjúklingasúpa, graflax, heitt folaldakjöt og meðlæti. Er búið að finna fermingarfötin?-Já, ég valdi mér hvítan kjól, dökkbleikar ermar og silfraða skó. Hver er óska fermingargjöfin? -Mig langar óskaplega mikið í úr og skartgripi. FERMINGIN MÍN / Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir Lambakjöt og fiskisúpa á matseðlinum Símon Pétur Borgþórsson á Hofsvöllum í Skagafirði verður fermdur af sr. Döllu Þórðardóttur í Goðdalakirkju skírdag, 2. apríl. Gísli er sonur Guðrúnar Bjarkar Baldursdóttur og Borgþórs Braga Borgarssonar. Hvers vegna valdir þú að fermast? Til að staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já, aðeins. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Fermingarfræðsla, mætt í messur og sent út boðskort. Síðan verður aðal undirbúningur fyrir veisluna viku fyrir ferminguna. Hvar verður veislan haldin? -Í Árgarði. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Lambakjöt og fiskisúpa. Er búið að finna fermingarfötin? -Já. Hver er óska fermingargjöfin? -Ég bara veit það ekki. UMSJÓN með FERMINGIN MÍN Berglind Þorsteinsdóttir FERMINGIN MÍN / Símon Pétur Borgþórsson Harður á því að hafa kökuveislu Alexander Snær Jökulsson frá Blönduósi verður fermdur af sr. Sveinbirni R. Einarssyni í Blönduós- kirkju þann 25. apríl. Gísli er sonur Gretu Bjargar Lárusdóttur og Jökuls Snæs Gíslasonar, makar þeirra eru Snorri Snorrason og Oddný Svana Þorláksdóttir. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Af því að ég trúi á Guð og vill staðfesta það. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Nei, eiginlega ekki. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? –Síðastliðið haust fór ég með fermingar- félögum mínum í fermingarbúðir að Vatnaskógi. Síðan er fermingarfræðsla einu sinni í viku fram að fermingu. Síðan sjá mamma og Oddný, kona pabba, alveg um undirbúning veislunnar, en að sjálfsögðu fæ ég að ráða öllu sem við kemur henni. Hvar verður veislan haldin: -Mamma og pabbi halda sameiginlega veislu í Félagsheimilinu á Blönduósi á fermingardaginn. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum: -Ég er alveg harður á því að hafa kökuveislu, en það verða einnig brauðtertur og brauðréttir á boðstólnum. Er búið að finna fermingarfötin: -Já, ég er búin að kaupa þau, það tók ekki langan tíma. Gallabuxur, skyrta og jakki. Hver er óska fermingargjöfin: -Upplifun í öðru landi. Draumaferðin væri vika í Bobby Charlton fótboltaskólanum í Manchester í Englandi. En annars þá fæ ég ferð til Florída í fermingargjöf og fer þangað í sumar með pabba mínum og fjölskyldu. FERMINGIN MÍN / Alexander Snær Jökulsson Fermingin mín Fermingarbörnin svara spurningum Feykis Förgun fjár lokið á Neðra-Vatnshorni Riða á Norðurlandi vestra Eins og Feykir hefur fjallað um í síðustu tölublöðum hafa að undanförnu greinst þrjú riðutilfelli á Norðurlandi vestra. Það fyrsta kom upp á Neðra-Vatnshorni á Vatnsnesi og hefur fénu þar nú verið fargað og því verið komið til brennslu hjá Kölku í Helguvík. Þá greindist nýlega riðusmit í fé sem lógað var á bæjunum Valagerði og Víðiholti í Skagafirði, eftir að einkenna varð vart. Að sögn Jón Kolbeins Jónssonar, héraðsdýralæknis Norðurlands vestra hjá Matvælastofnun, stendur til að halda upplýsingafund fyrir bændur í Skagafirði þriðjudaginn 24. mars kl. 20:30. Verður fundurinn haldinn á Löngumýri. Þar munu fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Matvælastofnun gera grein fyrir stöðu mála og veita upplýsingar. Einnig geta bændur komið á framfæri fyrirspurnum á fundinum. „Við erum vel á varðbergi og biðjum bændur að hafa samband ef einkenna verður vart, fé drepst eða því þarf að lóga af einhverjum ástæðum,“ sagði Jón Kolbeinn í samtali við Feyki á mánu- daginn. „Við tökum sýni á kostnað Mat- vælastofnunar ef ástæða þykir til og hvetjum bændur til að hafa samband við okkur.“ Þá sagði Jón Kolbeinn rétt að minna bændur á að hafa fataskipti áður en farið er úr útihúsum á aðra bæi og gæta þess að flytja ekki hey á milli bæja án leyfis Matvælastofnunar. „Það er líka rétt að árétta að þrífa vel tæki sem eru lánuð milli bæja og hafa hlífðarföt til staðar fyrir talningarmenn, dýralækna og aðra sem fara milli bæja vegna vinnu sinnar.“ Jón Kolbeinn segir að niðurskurði sé lokið á Neðra-Vatnshorni en fénu þar var slátrað heima á bænum og það síðan flutt til brennslu hjá Kölku í Helguvík. Verið er að vinna að undirbúningi aflífunar í Valagerði og Víðiholti í Skagafirði. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.