Feykir


Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 16

Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 16
16 11/2015 Ráðleggja öllum að prófa að flytja út á land Í nóvember í fyrra fluttu þau Guðmundur Hólmar Jónsson frá Syðra-Ósi í Húnaþingi vestra og Þórey Edda Elísdóttir, úr Hafnarfirði á Hvammstanga ásamt sonum sínum á fjórða og sjötta ári. Þeim fannst tímabært að kúppla sig út úr amstri höfuðborgarsvæðisins og prófa eitthvað nýtt og hafa góða reynslu af því hingað til. Þessari reynslu deildu þau með blaðamanni Feykis sem heimsótti þau á Melaveginn á Hvammstanga á dögunum. Guðmundur Hólmar Jónsson og Þórey Edda Elísdóttir á Hvammstanga fótboltaleik á ganginum. Sá eldri ljómar þegar hann trúir blaðamanni fyrir því að hann sé að fara að keppa í fótbolta og sá yngri biður blaðamann að taka að sér dómarastörf í leiknum, meðan hinkrað er eftir að Þórey Edda skili sér heim. Á dómarahlutverkið reynir þó ekki því hún snarast fljótlega inn úr dyrunum en Guðmund- ur hefur verið heima að gæta drengjanna um morguninn. Guðmundur er fæddur og uppalinn á Syðra-Ósi í Húna- þingi vestra, en bærinn stendur skammt frá afleggjarnum þar sem beygt er frá þjóðvegi 1 á Hvammstanga og er hann því heimavanur á staðnum. Hann hefur raunar starfað á Hvamms- tanga undanfarin sextán ár, með eins árs hléi, og því ekið eða tekið strætó að sunnan til að kenna tvo daga vikunnar. Þórey Edda er hins vegar úr Hafnarfirði og bjó þar, utan nokkurra ára þar sem hún stundaði íþróttir erlendis. Þau útskýra að tímabært hafi verið að flytja eða breyta þessu fyrirkomulagi. Margir muna eftir Þóreyju Eddu úr frjálsum íþróttum, enda er hún meðal íslenskra afrekskvenna á því sviði. Keppti Synirnir tveir, Bragi Hólmar og Ingi Hólmar, sem eru á leik- skólaaldri eru báðir heima þegar blaðamann ber að garði, enda búnir að vera með flensu eins og gengur og gerist á þessum árstíma. Þeir eru þó rólfærir og eru að undirbúa VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir hún m.a. þrisvar sinnum á Ólympíuleikum; í Sidney 2000, Aþenu 2004 þar sem hún hafnaði í fimmta sæti og í Peking 2008. Meðfram íþrótt- unum lauk hún BS námi í verk- fræði og síðan mastersnámi í umhverfisverkfræði. Þórey Edda hætti keppni árið 2008 en starfaði sem verkefnastjóri landsliðsmála hjá Frjálsíþrótta- sambandi Íslands meðfram mastersnáminu, þar til hún fluttist á Hvammstanga. Þar starfar hún hjá verkfræði- stofunni Ráðbarði. Guðmund- ur hefur stundað nám í tónlist við Tónlistarskóla Sigursveins og FÍH og hefur verið við kennslu í sextán ár eða síðan 1998. Leiðirnar lágu saman á frjálsíþróttavellinum „Við hittumst fyrst í æfinga- búðum 2003 úti á Spáni,“ segir Þórey Edda þegar blaðamaður forvitnast um hvar leiðir þeirra hafi legið saman, en Guð- mundur var einnig keppnis- maður í frjálsum íþróttum. Var hann meðlimur í landsliðshópi FRÍ til margra ára og varð hann tvisvar Íslandsmeistari í spjót- kasti karla. Þórey Edda bætir Guðmundur með Inga Hólmar og Þórey Edda með Braga Hólmar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.