Feykir


Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 25

Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 25
11/2015 25 ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Hólmfríður Sveinsdóttir. ÁRGANGUR: 1972. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Stefáni Friðrikssyni og á með honum þrjú dásamleg börn; Friðrik Þór, Herjólf Hrafn og Heiðrúnu Erlu. BÚSETA: Sauðárkrókur. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Ég er dóttir Svenna Siffa og Heiðrúnar Friðriks og er alin upp á Króknum. STARF: Framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarfyrirtækis- ins Iceproteins ehf. Ég er með meistaragráðu í næringarfræði frá Justus Liebig háskólanum í Giessen í Þýskalandi og doktorsgráðu í lífvísindum frá Háskóla Íslands. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Vinnulega eru ýmis mál í deiglunni en þeirra efst er að koma þorskpróteininu sem við hjá Iceprotein erum búin að vera að þróa á markað sem fyrst. Einnig eru rannsóknir tengdar ofurkælingarbúnaðinum í Málmey SK-1 og vinnslu á hráefni úr skipinu mjög ofarlega í huga mínum. Í prívat lífinu er einnig ýmislegt í deiglunni, eins og t.d. að ferma Herjólf Hrafn og fylgja Heiðrúnu Erlu í gegnum næsta skref í hennar verkefni. Hvernig nemandi varstu? -Ég held að ég hafi verið ágætis nemandi. Pínu óþekk í restina af Gagganum en bætti það upp seinna á mennta- veginum. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? -Appelsínugula draktin og appelsínugulu mokka- síurnar gleymast seint. Síðan fannst mér dagurinn pínu neyðarlegur, skyldi ekki almennilega allt þetta uppistand. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? -Eftir að vera búin að vera í sveit á Syðra-Skörðugili var ég ákveðin í að verða bóndi. Það breyttist þegar ég fór að læra efnafræði hjá Ásbirni og Steinunni í FNV (sem hét reyndar FÁS þá) og var ég harðákveðin í að verða lyfjafræðingur. Ég þurfti svo að endurskoða þessi plön þegar ég flutti til Þýskalands þar sem lyfjafræði var ekki í boði í háskólanum í bænum sem ég bjó í og ákvað ég því að prófa næringarfræði og líkaði það bara andsk... vel þannig að ég kláraði það. Hvað hræðistu mest? -Að eitthvað komi fyrir börnin mín. Besti ilmurinn? -Ætli það sé ekki bara ilmurinn af hafinu. Einnig finnst mér ilmur af nýslegnu grasi mjög góður. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? -Líklega bara það vinsælasta á þeim tíma hvað íslenska tónlist varðar eins og Ný-dönsk, Sálina og SSSól. Hvað erlenda tónlist varðar þá hlustaði ég töluvert á Big Country, U2, Queen o.fl. á þessum tíma. Ég er ekki mikill sérfræðingur í tónlist og hlusta yfirleitt bara á það sem verið er að spila í útvarpinu hverju sinni. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? -Ég ætla að vona að ég komi aldrei til með að syngja í kareókí. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? -Breskum sakamála- þáttum. Besta bíómyndin? -Ég hef horft á margar góðar bíómyndir og finnst erfitt að gera upp á milli þeirra. Myndir sem mér hafa þótt góðar eru t.d. Amores Perros, Blood Diamond og Hotel Rwanda. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? -Að pússa silfrið. Hættulegasta helgarnammið? -Fljótandi brauð. Hvernig er eggið best? -Þegar það er soðið í 12 mín. í gufuofni – alla vegana segja stelpurnar í vinnunni það. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? -Væri til í að vera skipulagðari en verð samt að segja að óskipulagið hefur svo oft komið sér vel þar sem hlutirnir fara stundum ekki á þann veg eins og þeir eiga að fara að ég er farin að telja þetta kost. Hófí Sveins Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? -Óheilindi og ósann- girni. Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? -Gott er að eiga góða að. Þessi málsháttur á alveg ótrúlega vel við mig. Hver er elsta minningin sem þú átt? -Þegar ég reiddist við mömmu og ákvað að flytja að heiman, ég hef líklega verið 3-4 ára. Mér hefur líklega mislíkað eitthvað og fokið í mig og tók ég ákvörðun um að flytja að heiman í bræði en dauðsá eftir því nokkrum mínútum seinna þegar ég labbaði út af lóðinni og snéri náttúrulega við. Ég þurfti að éta ofaní mig að ég væri nú alveg til í að búa aðeins lengur heima. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? -Ég hef gaman af því að lesa bækur sem byggðar eru á heimildum eins og bækur eftir Vilborgu Davíðsdóttur, einnig fannst mér bókin um Guðríði Símonardóttur góð sem og bækurnar sem Böðvar Guðmundsson skrifaði um Vestur- Íslendinga. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? -Ha, fyrirgefðu, ég heyrði ekki hvað þú sagðir. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? -Ég myndi halda að Alexander Fleming sem uppgötvaði penisillín væri ansi hátt á þeim lista. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, hvert færirðu? -Ég myndi fara til Nýja- Sjálands. Mig hefur alltaf langað til að fara þangað og vonandi rætist það einhvern tímann. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? -Tölvuna, símann og þorskpróteinhylki, nema hvað!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.