Feykir


Feykir - 21.05.2015, Page 4

Feykir - 21.05.2015, Page 4
4 19/2015 Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Lumarðu á frétt? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra RÚV auglýsir eftir fólki á landsbyggðinni RÚV ætlar að flytja fréttir af öllu landinu, endurspegla líf fólks í öllum landshlutum og vera sýnilegt í öllum landhorn- um. Frétta – og dagskrár- gerðar- menn eru nú starfandi á Norður- landi, Austurlandi og Vesturlandi en betur má ef duga skal. Eftir mikinn niðurskurð síðasta áratug var í haust ákveðið að leita leiða til að efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni. Aukin svæðisbundin umfjöllun á vefnum Rannsóknir sýna að þeim fjölgar ört sem lesa fréttir á netinu og líklegra að fólk lesi fréttir sem birtast á vefnum en þær sem sendar eru út á ákveðnum timum í útvarps- og sjónvarpsfréttatímum. Þegar nýr vefur RÚV var tekinn í notkun í janúar voru kynntar til sögunnar sérstakar undirsíður merktar landshlutum. Þar eru settar inn fréttir og annað efni sem tengist viðkomandi landshluta. Markmiðið er að efla og styrkja landshluta- síðurnar á næstu misserum meðal annars með því að auka svæðisbundna umfjöllun í hverjum landshluta fyrir sig á vefnum, bæði í máli og myndum. Auglýst hefur verið eftir frétta– og dagskrárgerðar- mönnum í öllum landshlutum til að sinna þessu starfi, auk þess að vinna bæði fréttir og dagskrárefni í alla miðla RÚV. Allir sem hafa brennandi áhuga á málefnum líðandi stundar og vilja vera hluti kraftmiklum starfsmannahópi RÚV eru hvattir til að sækja um. Mikilvægt skref í eflingu á starfsemi RÚV á landinu öllu Fyrsta skrefið í eflingu starfsemi RÚV á landsbyggðinni var tekið í haust með ráðningu svæðis- stjóra á Akureyri sem mun halda utan um, stýra og þróa starfssemi RÚV úti á landi. Stefnt er að því að í haust verði starfandi frétta – og dagskrár- gerðamenn á Suðurlandi, Norðurlandi, Austurlandi og á Vestfjörðum og Vesturlandi. Þar með er tekið mikilvægt skref í að efla starfssemi RÚV á landinu öllu. RÚV vill fanga fjölbreytileika mannlífsins, segja sögur af mönnum og málefnum á Húsavík jafnt sem á höfuð- borgarsvæðinu. Dagskrárstjór- ar allra miðla RÚV taka fúslega við tillögum og tilboðum um dagskrárefni, hvort heldur sem um er að ræða staka þætti eða þáttaraðir. RÚV hvetur dag- skrárgerðarfólk af landinu öllu til að senda inn tillögur og mun áfram leita leiða til að framleiða efni sem víðast á landinu. Freyja Dögg Frímannsdóttir Svæðisstjóri RÚV á Akureyri AÐSENT FREYJA DÖGG FRÍMANNSDÓTTIR SVÆÐISSTJÓRI RÚV Á AKUREYRI Dagana 10. -16. maí var 58 tonnum landað á Skagaströnd, tæpum tólf tonnum á Hofsósi, tæpum níu tonnum á Hvammstanga og rúmlega 202 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta um 280 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 5.064 Mars HU 41 Grásleppunet 3.468 Þorleifur EA 88 Net 342 Alls á Hvammstanga 8.874 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Grásleppunet 6.211 Alda HU 112 Grásleppunet 1.579 Auður SH 94 Handfæri 779 Ásdís HU 24 Handfæri 763 Bergur Sterki HU 17 Landb.lína 2.562 Daðey GK 777 Grásleppunet 3.832 Dagrún HU 121 Grásleppunet 7.559 Diddi GK 56 Grásleppunet 4.738 Eiður EA 13 Handfæri 1.584 Elín ÞH 82 Handfæri 743 Garpur ST 44 Grásleppunet 1.334 Geiri HU 69 Handfæri 258 Guðrún R. HU 162 Handfæri 1.368 Gyðjan EA 44 Handfæri 1.366 Hafsteinn ZZ 0 Grásleppunet 904 Hjördís HU 16 Grásleppunet 6.292 Húni HU 62 Grásleppunet 3.527 Nonni HU 9 Handfæri 1.478 Ólafur Magn. HU 54 Grásleppunet 876 Signý HU 13 Grásleppunet 1.606 Snorri ST 24 Grásleppunet 5.645 Stefanía HU 136 Handfæri 1.276 Sveinbjörg HU 49 Handfæri 327 Aflatölur 10.-16. maí Um 280 tonn að landi Sæunn HU 30 Handfæri 1.514 Alls á Skagaströnd 58.121 HOFSÓS Álborg SK 88 Handfæri 501 Ásmundur SK 123 Landb. Lína 5.367 Hafbjörg SK 58 Handfæri 708 Hóley SK 132 Grásleppunet 4.318 Von SK 21 Handfæri 52 Alls á Hofsósi 11.758 SAUÐÁRKRÓKUR Bryndís SK 8 Grásleppunet 5.507 Gammur II SK 12 Grásleppunet 2.065 Hafborg SK 54 Grásleppunet 1.274 Heiðrún SH 198 Grásleppunet 4.415 Helga Guðm. SK 23 Handfæri 725 Klakkur SK 5 Botnvarpa 550 Kristín SK 77 Handfæri 1.217 Maró SK 33 Handfæri 463 Málmey SK 1 Botnvarpa 166.920 Már SK 90 Grásleppunet 6.788 Nona SK 141 Handfæri 1.188 Röst SK 17 Rækjuvarpa 8.958 Vinur SK 22 Handfæri 1.333 Þytur SK 18 Handfæri 381 Ösp SK 135 Handfæri 659 Alls á Sauðárkróki 202.443 Hroki og hleypidómar Það býr gott fólk í Skagafirði. Héraðið er víðlent og fallegt og státar af merkri sögu og einstakri náttúru. Slagorð sveitar- félagsins „tími til að lifa“ fangar vel það fjölbreytta mannlíf, samkennd og glaðværð sem einkennir Skagfirðinga. Atvinnulíf svæðisins hefur lengi byggst upp á öflugum land- búnaði, sjávarútvegi, úr-vinnslu matvæla og opinberri þjónustu og hefur á umliðnum árum tekið miklum breytingum í átt til enn meiri fjölbreytileika. Íbúar binda nú ekki síður vonir við vaxandi ferðaþjónustu, þróunar- og hátæknistarf á mat- vælasviði, margvíslegt frum- kvöðlastarf og öflugt skóla- og rannsóknastarf hjá Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra og Hólaskóla - Háskólanum á Hólum og fleirum. Niðurskurður ríkisins bítur Þó eru ský á himni. Ekkert samfélag á landinu hefur mátt búa við jafn mikinn samdrátt í opinberri þjónustu og fækkun ríkisstarfa síðustu ár. Í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hafa um 60 opinber störf í Skagafirði verið lögð niður eða flutt til Reykjavíkur og er ekkert lát á. Störfin og þjónustan sem lögð hefur verið af spannar verk- efnasvið flestra ráðuneyta. Heilbrigðisstofnunin á Sauðár- króki hefur verið lögð niður sem slík og sett með skertri starfsemi inn í nýja stofnun sem stýrt er utan Skagafjarðar. Héraðið kemst vart á blað í samgöngu- áætlun til næstu ára og er sniðgengið í byggðaaðgerðum og stefnumörkun stjórnvalda. Framganga ríkisstjórnar og Alþingis gagnvart Skagafirði á beinlínis stóran þátt í fólks- fækkun síðustu ára. Sókn er besta vörnin Heimamenn í Skagafirði hafa hinsvegar staðið sameinaðir til varnar byggð og opinberri þjón- ustu í héraðinu og í aðgerðum til að auka möguleika til starfa og búsetu í héraðinu. Búsetu- skilyrði eru óvíða eins góð á landsbyggðinni. Lögð hefur verið hitaveita á flest heimili í héraðinu, öflugt skólastarf er á öllum skólastigum og sveitar- félagið hefur lagt metnað sinn í að bjóða upp á góða og ódýra þjónustu. Kröftugt atvinnulíf og fjölskrúðugt mannlíf gera Skagafjörð aukin heldur mjög eftirsóknarverðan til búsetu. Skagfirðingar eins og aðrir landsmenn vinna ötullega að því að efla samfélag sitt og láta stjórnvöld ekki bregða fyrir sig fæti í þeim efnum. Neikvæð orðræða Píratakafteins Það er grátbroslegt að verða vitni að þeirri hatursorðræðu sem beint er gegn íbúum Skagafjarðar, nú síðast þegar leiðtogi Pírata, Birgitta Jóns- dóttir, útmálaði íbúa heils byggðarlags sem glæpahyski þar sem spilling og rotin viðhorf ráði ferð. Ummælin anga af hroka og hleypidómum og er væntalega ætlað að skora nokkur prik fyrir þingmanninn hjá fólki sem nærist á fordómum og öfund gagnvart samfélagi sem þrátt fyrir allt vegnar vel. Nálgun Birgittu er af sama meiði og þegar alhæft er og ráðist að fólki vegna kynþáttar, húðlitar, kynhneigðar, trúarbragða eða lífsviðhorfa. Það eru til stjórn- málasamtök um allan heim sem nærast á slíku. Nú virðast íslenskir píratar ætla að troða þá slóð og afla sér vinsælda með því að níða niður einstök byggðarlög. Skagfirðingar verja fullveldið Hvers vegna skyldu Skagfirð- ingar fara svona í taugarnar á þingmanninum Birgittu? Er það af öfund yfir að við eigum bæði Álftagerðisbræður og Karlakór- inn Heimi! Skyldi önnur ástæða vera sú að óvíða er að finna meiri andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið? Margt af því aumara sem sagt hefur verið um íbúa Skagafjarðar síðustu vikur hefur einmitt komið frá fólki sem er fullt örvæntingar og gremju yfir því að ESB- draumurinn heldur áfram að dofna út við hið ysta haf. Skagfirðingar munu standa með fullveldi þjóðarinnar. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra, Skagafirði AÐSENT BJARNI JÓNSSON SKRIFAR

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.