Feykir


Feykir - 21.05.2015, Síða 8

Feykir - 21.05.2015, Síða 8
8 19/2015 Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að formleg tónlistarkennsla hófst í Skagafirði. Nokkrar kynslóðir nemenda hafa hafa farið í gengum skólann á þessu UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Tónlistarkennsla í Skagafirði í 50 ár Margs er að minnast – fyrrum nemendur rifja upp góðar stundir Berglind Stefánsdóttir flautuleikari og kennari minnist ...Tónlistarskólans í kjallaranum Sigurbjörn Björnsson kennari og bíóstjóri minnist ...Indjánadansins sem var alltaf á dagskránni Heiðdís Lilja Magnúsdóttir píanóleikari minnist ...dúnmjúku fílabeinsnótanna á Steinway-konsertflyglinum Svana Berglind Karlsdóttir söngkona minnist ...krakka sem fékk stjörnur í augun tímabili og ótal tónar slegnir, sjálfsagt mis hljómfagrir í upphafi, þar til æfingin skapaði marga músíkmeistarana. Í tilefni af þessum merku tímamótum biðlaði Feykir til nokkurra þessara fyrrum nemanda skólans til líta í minningarbanka sína og segja frá þeim tíma sem þeir stunduðu nám við skólann. Það er sannarlega tilefni til að fagna og því verða haldnir hátíðartónleikar og skólaslit á morgun, föstudaginn 22. maí í sal frímúrara Borgarflöt 1 á Sauðárkróki. Það eru ábyggilega ekki margir sem alast upp við það að hafa tónlistarskóla í kjallaranum. Eins og mér fannst það ekki spennandi þá, finnst mér það jafn mikil forréttindi í dag. Ég átti góð ár í Tónlistarskóla Skagafjarðar frá 6 ára aldri til 17 ára aldurs. Ég byrjaði að læra á blokkflautu og skipti svo yfir í þverflautuna 3 árum síðar. Á mínum námsárum var skólinn staðsettur í kjallaranum í Laugarbrekku, Varmahlíð þar sem ég bjó ásamt fjölskyldu minni. Nokkrum árum síðar fluttum við upp á Norðurbrún og skólinn með. Það sem efst er í minningabankanum eru nemendatónleikarnir sem haldnir voru um jól og vor í félagsheimilinu Miðgarði. Oft langir tónleikar með kaffisamsæti á eftir. Foreldrar nemenda skólans sáu um kaffisölu og sölu á happdrættismiðum. Margrét heitin á Löngumýri sá um útdráttinn af miklum myndarskap. Kræsingarnar voru miklar, vinningarnir veglegir og fjörið mikið, þar sem hlaupið var upp og niður tröppur og hringinn í kringum salinn. Eitt sinn enduðu jólatónleikarnir með ferð á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki, þar sem ég hafði fengið gat á höfuðið í öllu fjörinu, svo mikið var gamanið. Tónlistarskólar gegna mikil- vægu hlutverki í hverju samfélagi og því mikil- vægt að hlúð sé vel að þeim og þeim sköpuð þau starfsskilyrði til að þeir geta fengið að blómstra, vaxa og dafna. Í dag er ég starfandi flautuleikari og kennari og á ég Tónlistarskóla Skagafjarðar margt að þakka. Hjartanlegar hamingjuóskir með 50 ára afmælið! Ég byrjaði í Tónlistarskólanum þegar Lárus Sighvatsson kom að kenna á blásturshljóðfæri ,ég lærði þá á horn. Fljótlega var stofnuð lúðrasveit við skólann og var ég í henni líka. Ég sótti tíma í bæjarþingsalnum og svo seinna í Safnahúsinu. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur í lúðrasveitinni en stundum gengu æfingar ekki alveg eins og stjórnandinn vildi og í eitt skiptið sagði hann okkur að endurtaka frá tölustafnum F. Við spiluðum við hin ýmsu tækifæri, meðal annars á hestamannamóti á Vindheimamelum og þar fengum við verulegan liðsstyrk tveggja trompetleikara úr Sinfóníunni Lárusar Sveinssonar og Jóns Sigurðssonar. Þegar þeir félagar komu til okkar gekk Eiríkur Hilmisson, sem blés í básúnu til þeirra og kynnti sig sem konsertmeistara sveitarinnar. Það þótti þeim gott að við hefðum svona frambærilegan konsertmeistara og ekki skemmdi að Eiríkur hafði sítt og mikið hár eins og konsertmeistari sinfóníunnar. Það var eitt lag sem við höfðum alltaf á dagskránni og heitir það Indjánadansinn. Þetta var verulega skemmtilegur tími. Árið 2002 fór ég svo til Sveins skólastjóra og langaði að læra á saxafón. Sveinn taldi öll tormerki þar á þar sem ekki væri neinn tími laus en saxafónn væri laus og sendi hann mig með fóninn heim. Ég baxaði svo við fóninn með aðstoð Péturs bróðir en hann kunni fingrasetninguna og svo sagði Helga dóttir mín mér til með blásturinn en hún var að læra á klarinett. Um vorið og sumarið, skráði ég mig í skólann haustið eftir og sótti tíma hjá Páli Sabo í tvö ár og svo einn vetur hjá Alberti Sölva Óskarssyni. Það var mjög gaman að koma á miðjum aldri og spreyta sig á hljóðfæranámi, æfði mig alltaf í hádeginu, náði þá 15- 20 mínútum, og kom endurnærður í vinnuna á slökkvistöðinni eftir matinn. Ég vil þakka öllum kennurunum sem ég hef haft fyrir skemmtilegan tíma, takk fyrir mig. Ég á margar góðar minningar frá Tónlistarskólanum á Sauðárkróki. Eðli málsins samkvæmt tengjast þær flestar tónlist. Snertingu við dúnmjúkar fílabeinsnótur á Steinway- konsertflyglinum og kynningu við töfraheima tónlistarinnar. Laglínurnar sem ómuðu um ganga tónlistarskólans og runnu saman í einn dásamlegan tónlistarhrærigraut spönnuðu allt tónlistarlandslagið frá Skagafirði til Vínarborgar; frá sönglögum Eyþórs yfir í prelúdíur og fúgur, argentískan tangó og amerískan djass. Svo nokkuð sé nefnt. Eva Snæbjarnardóttir skólastjóri kenndi mér frá átta ára aldri þar til ég lauk 8. stigi á píanó vorið 1992. Við krakkarnir litum mikið upp til Evu og lögðum okkur fram um að standast kröfur hennar. Hún var alltaf harðákveðin í því að ég og fleiri nemendur hennar lykjum tónlistarkennaranámi og snerum svo aftur til Sauðárkróks til að kenna. En skólinn var lítill og það var auðvitað ómögulegt að allir framtíðarkennarar skólans spiluðu bara á píanó. Við urðum því að læra á fleiri Tónlistarskólinn var stór partur af mínum uppvaxtarárum á Króknum. Ég byrjaði sjö ára sem píanónemandi hjá Helgu Magg og Mæju Bödda. Evu Snæbjarnardóttur fékk ég svo sem kennara þegar ég var níu ára og var hjá henni til 17 ára aldurs. Yndisleg kona hún Eva sem opnaði hjarta sitt og heimili fyrir okkur krökkunum. Stundirnar við flygilinn heima hjá henni, þar sem hún leyfði okkur Heiðdísi Lilju að hlusta á píanókonserta, eru ómetanlegar og ekki síðra tónlistaruppeldi heldur en að láta okkur stauta fram úr nótunum. Árið eftir að ég fermdist fékk Röggi mig svo í kirkjukórinn og Eva fór að nota síðustu mínúturnar í píanótímunum í það að láta mig syngja. Kannski voru það samantekin ráð hjá þeim en það var ekki aftur snúið og ég fékk söngbakteríuna svo illa að næstu 20 árin varð söngurinn mitt líf og yndi. Björn Jóhann Björnsson blaðamaður minnist þess þegar ...takkarnir á blásturshljóð- færunum festust í frostinu Ég stundaði nám í Tónlistarskólanum í nærri tíu ár ef ég man rétt, lærði á blokkflautu, horn og síðar orgel. Þetta voru skemmtilegir tímar og góðir kennarar í hverri stöðu, vel stjórnað af Evu Snæbjarnar. Eva keyrði okkur áfram í tónfræðinni með fádæma einurð og þolinmæði að vopni. Uppúr stendur lúðrasveitin hjá Lárusi Sighvats, tengdasyni Skagafjarðar og nú tónlistarstjóra á Skaganum. Ég vil meina að þetta hafi verið besta skólalúðrasveitin á landinu á þessum tíma, að minnsta kosti sú skemmtilegasta! Í sveitinni voru snillingar

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.