Feykir


Feykir - 21.05.2015, Qupperneq 10

Feykir - 21.05.2015, Qupperneq 10
10 19/2015 Jóhanna Herdís frá Borðeyri er stödd í Kathmandu Jóhanna Herdís Sævarsdóttir frá Borðeyri er stödd í Kathmandu í Nepal þar sem jarðskjálfti reið yfir landið þann 26. apríl sl. Í síðustu blöðum höfum við birt frásagnir Jóhönnu af dvöl hennar þar ytra, fyrst af skjálftanum en svo af daglegu lífi hennar og barnanna sem hún annast á heimili fyrir munaðarlaus börn, áður en skjálftinn átti sér stað, frá því hún kom til landsins í ársbyrjun 2015. Hér verður birt framhald af frásögn hennar. Börnin eru mjög sjálfstæð og eru dugleg að hjálpa hvert öðru, mikil ábyrgð er á eldri krökkunum að sjá um þau yngri og hjálpa til við heimilisstörfin. Það þarf nú ekki mikið til þess að gleðja þessi börn en ég tók fljótt eftir að mörg þeirra áttu ekki heila sokka svo ég setti af stað smá söfnun á facebook og safnaði pening fyrir heimilið og hvað börnin glöddust yfir þessu eina sokkapari. Stuttu seinna fengum við svo sendan pakka út með fleiri sokkum frá Heddý frænku og þau vildu öll fá mynd af sér með nýju fótboltasokkunum sínum. Allir á heimilinu eru mjög trúaðir og eru kristnir en aðeins 5% Nepala eru kristnir. Það eru tvær bænastundir alla daga og eru þær í ½ -1 klst. svo fara þau í kirkju alla laugardaga sem getur staðið í allt að fjóra tíma. Kirkja í Nepal er allt annað en það sem við eigum að venjast á Íslandi, salur utan frá séð í mjög illa hirtu húsi. Hljómsveit er upp á sviði sem spilar mun hressari lög en kirkjusálmana okkar. Við sátum á gólfinu og allir biðja upphátt og sumir af svo mikilli innlifun að þeir eru nánast farnir að öskra. Mjög sérstök upplifun en krakkarnir eru alltaf mjög spenntir fyrir þessu og segja við mig alla laugardags morgana: „Today we are going to church“ og brosa svo út að eyrum. Ég fer ekki alltaf með þeim í kirkju svo eitt skiptið ákvað ég að skera niður ávexti fyrir „Ekki dagleg sjón í Nepal að sjá hvíta stelpu í fótbolta“ krakkana meðan þau voru í kirkju en þau fá ávexti einu sinni til tvisvar í mánuði ef þau eru heppin, krakkarnir voru voðalega ánægðir og smjöttuðu skælbrosandi á ávöxtunum. Þrisvar til fjórum sinnum í viku fórum við svo á leikvöllinn, þar var fastur liður að ég og eldri strákarnir spiluðum fótbolta á meðan yngri krakkarnir og stelpurnar spiluðu fótbolta eða léku sér. Völlurinn er nú ekki upp á marga fiska, við spiluðum boltann á hellulögðum velli sem náði því ekki að vera 20x20 metrar. Þarna gátum við nú samt spilað tímunum saman og engu máli skipti hvaða ástandi boltinn var í eða hvaða Farartækin eru ýmis konar og þær voru ekki lengi að komast á áfangastað á þessu hjóli MYND: ÚR EINKASAFNI Baðferð undir berum himni. Jóhanna og Karla umkringdar börnum. ástand var á skónum, sandalar, strigaskór, fótboltaskór, engir skór, einn skór, alltaf var spilað á fullum krafti og af mikilli gleði. Fyrst fannst þeim alveg ótrúlegt að stelpa gæti eitthvað í fótbolta en þau vöndust því nú fljótt. Fólk sem labbaði fram hjá starði samt alltaf jafn mikið en það er nú líka ekki dagleg sjón í Nepal að sjá hvíta stelpu í fótbolta, eða bara hvítt fólk yfir höfuð. Þegar ég labba um göturnar er mikið starað og bent og ekkert verið að leyna því en á sama tíma heilsa mér líka margir og spjalla við mig og vilja kynnast mér. Mér fannst þetta mjög óþægilegt til að byrja með en núna er þetta bara vinalegt og maður bara brosir og heilsar á móti. Krakkarnir mjög örlátir á knúsin sín Síðan ég kom hingað út held ég að ég hafi aldrei labbað neitt með krökkunum án þess að vera leidd, engu máli skiptir hvort krakkarnir eru fjögurra eða átján ára, stelpa eða strákur, öll eru þau tilbúin að leiða mig. Menningin hérna er mjög ólík menningunni heima með þetta en þegar karlmenn leiðast er það tákn um vináttu en ef unglingar af sitthvoru kyninu leiðast er það talin móðgun, svo mun líklegra er að sjá fertuga karlmenn leiðast en unglingspar. Krakkarnir eru líka mjög örlátir á knúsin sín sem er alveg yndislegt, það klikkar ekki að maður fái allavega tvö til þrjú knús á dag sem getur gert daginn svo mikið betri og lætur alla heimþrá hverfa um leið. Ég var líka svo heppin að annar sjálfboðaliði kom í verkefnið mitt þegar einn og hálfur mánuður var liðinn, Katla Einarsdóttir heitir hún og er úr Fellabæ og verður tvo mánuði hérna. Það var mjög gott að fá hana inn, það eru oft dauðir tímar þegar krakkarnir eru í skólanum og þá er mjög gott að hafa einhvern til að eyða tímanum með, svo er líka gott að geta talað íslensku og hafa einhvern í sömu stöðu og ég. Ég fékk svo að upplifa flutninga í Nepal en heimilið ákvað að flytja á stað þar sem aðstæður eru betri, en það var meðal annars mögulegt vegna fjárhagsaðstoðar frá Íslandi en ég og Katla héldum smá söfnun á facebook og létu vinir og ættingjar ekki standa á sér. Hægt er að skoða og styrkja heimilið inn á vefnum horac.org og á Facebook-síðunni HORAC Nepal. Það tókst að safna nægum pening til að flytja heimilið, þannig að nú er heimilið í Taudaha sem er líti þorp alveg í útjaðri Kathmandu. Jóhanna og Katla í Nepal. MYND: ÚR EINKASAFNI UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.