Feykir


Feykir - 21.05.2015, Page 12

Feykir - 21.05.2015, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 19 TBL 21. maí 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Hvað ertu með á prjónunum? Sigfríður Eggertsdóttir á Hvammstanga „Nú skildi prjónað á krakkann“ HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN berglind@feykir.is Ég get ekki sagt að ég hafi alltaf haft gaman af handavinnu og minnist þess að hafa verið send heim úr skólanum með heimavinnu í handavinnu, þar sem ég barðist hálf skælandi við að klára einhver leiðinleg skyldustykki sem yfirleitt endaði með því að amma tók við og kláraði fyrir mig. En svo gerðist það þegar ég beið eftir að eignast mitt fyrsta barn, var eitthvað farin að leiðast biðin og gekk inn í garnverslun á Akranesi og kom út með prjónablað, garnhnotu og prjóna. Nú skildi prjónað á krakkann. Úr þessu varð þó einungis peysa á dúkkur en prjónunum hef ég ekki sleppt síðan. En gaman að segja frá því að nú er dóttir mín sem fæddist fyrir rest, þarna fyrir 24 árum, farin að deila þessu áhugamáli með mér og sitjum við oft saman í dag og prjónum eða stúderum prjónauppskriftir. Prjón og hekl eru í dag mitt aðal áhugamál og sinni ég því hvenær sem ég get. Þegar ég sest niður og hvíli mig þá prjóna ég eða hekla og hef prjónað margar peysur og ýmislegt á marga fjölskyldumeðlimi. Einnig prjónað og heklað nokkur ungbarnateppi og veit fátt skemmtilegra en að birtast óvænt með handunna gjöf. Það sem ég er ánægðust með af mínu handverki er teppi sem ég prjónaði fyrir ömmustelpuna mína og kallast prinsateppi, það var krefjandi verkefni en ég var mjög sátt með það. Á prjónunum hjá mér núna er lopapeysa á systur mína sem er fjárbóndi og að sjálfsögðu er ég að glíma við að setja tvílembur í bekkinn. Hún á afmæli í lok mánaðarins og ég vonast til að geta fært henni peysuna í fjárhúsin bráðlega. Svo er ég að hekla teppi fyrir aðra frábæra konu í mínu lífi, klára peysu úr Sandes mohair sem ég reikna með að eiga bara sjálf og var að leggja lokahönd á peysu sem prjónuð er í hring út frá blómi á baki, fyrir frænku mína sem verður bráðum fjögurra ára og fleira og fleira. Ætla að skora á vinkonu mína hér á Hvammstanga og fyrrum næturvaktasystur, Þorbjörgu Rut Guðna- dóttur, en við höfum brallað ýmislegt saman í gegnum árin í prjóni og hekli og hún er afskaplega ráðagóð og flink handavinnukona. Opið: mán.- fös. 8-18 og lau. 10-13 Sími 455 4610 Túnnet - Staurar - Gaddavír - Þanvír o.fl. ALLAR ALMENNAR REKSTRARVÖRUR FYRIR BÆNDUR Rafgirðingar, pallaefni o.m.fl. N Ý PR EN T eh f. Er kominn tími á að girða? Frábærar hliðgrindur í míklu úrvali á góðu verði Áralöng reynsla! Allt í girðingavinnuna!

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.