Feykir


Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 6
6 22/2015 VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir „Áhugamálið mitt í er að koma einhverju áfram á lands- byggðinni. Það sem er að gerast á landsbyggðinni er þekkt um allan heim, það er að ægimáttur höfuðborgarsvæða dregur til sín unga fólkið, vel menntaða fólkið, tækifærin og allt slíkt, en ef maður lítur lengra aftur í tímann þá var það landsbyggðin sem byggði upp höfuðborgina og skapaði þau verðmæti sem þar eru. Það er hið besta mál en engu að síður þá er ég þeirrar skoðunar að á landsbyggðinni eiga að geta falist mikil lífsgæði. Við erum ekki undantekning frá því að hér þarf að vera ákveðinn hagvöxtur, velferð og þjónusta Bergur Elías Ágústsson tók við stjórnartaumum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um síðast liðin áramót. Bergur gegndi áður störfum bæjarstjóra Norðurþings og Vestmannaeyja og segist nú vilja nýta fyrri reynslu og þekkingu í þágu íbúa Norðurlands vestra. Hann segist hafa mikinn áhuga á samfélagsmálum, ekki síst verkefnum hinna dreifðu byggða. Bergur Elías Ágústsson framkvæmdastjóri SSNV í Feykisviðtali „Á landsbyggðinni geta falist mikil lífsgæði“ til þess að geta boðið öryggi og þá þætti sem eru nauðsynlegir – sem er í sjálfu sér verkefnið. Svo bætist atvinnan og atvinnu- möguleikarnir ofan á þetta allt saman en þetta er eilífðar- verkefni,“ sagði Bergur Elías er hann ræddi við blaðamann Feykis á skrifstofu SSNV á Faxatorgi á Sauðárkróki í upphafi vikunnar. Bergur var í óða önn að undirbúa tvo viðburði vikunnar, sem voru opinn fundur um Sóknaráætlun landshluta 2015-2019 í Miðgarði á miðvikudaginn og afhending styrkja úr Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra á Hótel Blönduósi á fimmtudegi [í dag]. Málefni landsbyggðarinnar hafa alltaf verið Bergi hugleikin. Sjálfur er hann fæddur árið 1963 í Vestmannaeyjum og fékk að vaxa úr grasi við alla kosti þess að alast upp í litlu samfélagi, þar sem allt var þétt á lítilli torfu eins og hann lýsti því sjálfur. Faðir Bergs er Ágúst Bergsson skip- stjóri og móðir hans er Stefanía Guðmundsdóttir húsmóðir og búa þau enn í Eyjum. Hann á eina systur sem heitir Sigurbjörg. „Líf manns var eins og annarra barna og unglinga á þessum tíma í Eyjum, tilveran snérist um þrjá hluti og það var fiskur, fiskur og aftur fiskur,“ sagði Bergur með bros á vör. Hann rifjaði upp þegar hann byrjaði ungur að árum að vinna í fiski og tók þátt í vetrarvertíðum sem aðgerðarmaður á unglingsár- unum. „Það er liðin tíð þegar staðið var alla daga vikunnar að gera að fiski. Það var gaman í minningunni en mikið puð.“ Fyrst og fremst reiknikarl Að loknu stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum fór Bergur í Sjávarútvegsfræði við Háskól- ann í Tromsø þar sem hann útskrifaðist með masterspróf í sjávarvísindum. Í framhaldinu var Bergur ráðinn til hagfræði- deildar norsku sjávarútvegs- stofnunarinnar þar sem hann starfaði í rúm tvö ár. Bergur sagðist alltaf hafa haft áhuga á auðlindahagfræði og fékk styrk til að fara í doktorsnám. „Ég var á leiðinni til Bandaríkjanna árið 1997 til að klára námið þegar ég ákvað að taka mér tíu mánaða námshlé,“ sagði Bergur kíminn og bætti við að það hlé stæði í raun enn. „Þá starfaði ég hjá Skagstrendingi, eða Brim, á árunum 1997 til 2003. Fyrst á Seyðisfirði og síðan á Skaga- strönd um tíma. Að starfa í sjávarútveginum var mjög lærdómsríkur tími,“ sagði Bergur en síðan var honum boðið að gerast bæjar-stjóri á Bergur um borð í hvalveiðibát á Húsavík þar sem hann var bæjarstjóri í átta ár. MYND: INGA JÓNA ÓSKARSDÓTTIR Bergur Elías á skrifstofu sinni við Faxatorg á Sauðárkróki. MYND: BÞ Bergur Elías ásamt Bryndísi Sigurðardóttur eiginkonu sinni,. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.