Feykir


Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 3
22/2015 3 Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN 3 góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 2% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,30% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3% vextir. Hafið þið séð betri vexti? Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS INNLÁNSDEILD N Ý PR EN T eh f www.skagafjordur.is Sveitarfélagið Skagafjörður Breyting á Aðalskipulagi 2009-2021 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 13. maí 2015 tvær tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillögurnar bera heitið, Gönguskarðsárvirkjun, aðrennslisgöng og nýtt stöðvarhús og Deplar í Austur Fljótum, landbúnaðarsvæði verður verslunar- og þjónustusvæði. Tillögurnar voru auglýstar frá 10. mars til 29. apríl 2015. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunum og hafa þær verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Jóns Arnar Berndsen Sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar Ásta Pálmadóttir Prjónastofan Kidka á Hvammstanga er nýlegt fyrirtæki á gömlum grunni VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Vörurnar hannaðar og framleiddar á staðnum Prjóna – og saumastofan Kidka á Hvammstanga og er staðsett í iðnaðarhverfi sunnarlega í þorpinu. Þar eru framleiddar fjölbreyttar vörur úr vélprjónaðri ull, bæði fyrir innlendan markað og til útflutnings. Ferðamannaverslun er á staðnum og eru renndar hettupeysur ein vinsælasta söluvara fyrirtækisins. Blaðamaður Feykis heimsótti Kidka á björtum maídegi og fékk að valsa um verksmiðjuna og kynna sér starfsemina. Saumastofa hefur verið rekin á Hvammstanga síðan árið 1972 en núverandi eigandi, Kristinn Karlsson hóf rekstur árið 2007. Reksturinn hefur aldrei lagst niður á þessu tímabili en eigendaskipti orðið oftar en einu sinni. Saumaskapurinn lagðist þó nánast af um tíma en kom sterkur inn aftur um það leyti sem núverandi eigendi tók við. Í sumar eru tíu til tólf starfsmenn hjá Kidka en þeir eru um sjö um vetrartímann. Tvo starfsmenn þarf til að sjá um ferðamannaverslun sem er rekin samhliða verksmiðjunni, í norðurhluta hússins. Nóg hefur verið að gera í fram- leiðslunni að undanförnu og ferðamannasumarið var að hefjast á Hvammstanga þegar blaðamaður átti leið um. Kristinn telur að fólk sé almennt farið að nota ullarflíkur miklu meira en áður. Hann leggur áherslu á að varan sem Kidka býður upp á sé alfarið íslensk framleiðsla, hönnuð og framleidd á Íslandi. Bandið í vörurnar sem framleiddar eru hjá Kidka kemur tilbúið og litað frá Ístex og er prjónað í vélum sem verið hafa í verksmiðjunni frá upphafi. Til að voðin verði mýkri er hún burstuð í vél sem með ekta trjákönglum frá Spáni. Þegar voðin er tilbúin eru sniðnar úr henni ýmsar flíkur, teppi eða aðrar nytjavörur. Kristinn segist ekki vera með hönnuði á sínum snærum. „Við hönnum þetta nú bara sjálf, maður kann orðið á kúnnann.“ Ekki er þó sérframleitt að óskum viðskiptavina nema í stærri pantanir, enda borgar slíkt sig ekki. Í verslun Kidka má finna Verslun Kidka er í norðurenda verksmiðjunnar. fjölbreytt úrval, t.a.m. peysur og teppi. Teppin segir Kristinn „mokast“ út og einnig séu renndar hettupeysur að koma sterkar inn. Þá segir hann hafa komið á óvart hvað svokölluð „ponsjó“ séu vinsæl, bæði meðal íslenskra og erlendra viðskiptavina. Reglulega er nýjum vörum bætt við fram- boðið. „Maður hendir ekki út því sem er að seljast en við reynum að vera með nýjungar,“ segir Kristinn og bætir við að vörunar séu sígildar en sniðin útfærð eftir tískusveiflum hverju sinni. Þrátt fyrir að Kidka sé ekki alveg í alfaraleið ferðamanna á Hvammstanga skila ferðamenn sér þangað, enda eru þeir oft að leita eftir ullarvörum. Kristinn segir hópa geta pantað leiðsögn um verksmiðjuna og það sé vinsælt að sjá framleiðsluferlið á þeim vörum sem þeir kaupa og hafa með sér heim. „Fólki finnst gaman að skoða það sem er lifandi og þar sem er verið að búa eitthvað til,“ útskýrir hann og segir verslunina alltaf verða stærri og stærri þátt í rekstrinum sem skipti orðið verulegu máli. „Við erum að auglýsa okkur meira og meira og svæðið í heild er að verða betur kynnt.“ Þá hefur verið boðið upp á dagsnámskeið þar sem þátttakendur geta komið dagspart og fengið að sníða og sauma flík. Hefur það mælst vel fyrir. Um helmingur af framleiðslu Kidka fer á innanlandsmarkað. Þegar blaðamann bar að garði var nýbúið að landa samningi um framleiðslu á vörum fyrir Þýskalandsmarkað. Einnig berast pantanir frá Banda- ríkjunum. Kristinn segir ekki mikið selt gegnum netið í dag en það sé þó að aukast og stefnan sé að verða stærri á slíkum markaði. Auk verslunar Kidka á Hvammstanga er mikið selt í ferðamannaverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Það var nóg að gera hjá Kidka á þessum vordegi og þegar Kristinn kvaddi blaðamann sagðist hann bjartsýnn á framhaldið. Starfsmaður í þjálfun. MYND: KSE Kristinn ræðir málin við starfsmann.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.