Feykir


Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 5
22/2015 5 Sigur gegn Sindra 1. deild kvenna : Tindastóll - Sindri 3-0 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Leiktímabilið fer vel af stað hjá Stólastúlkum en þær sigruðu lið Sindra á Sauðárkróksvelli sl. sunnudag, 3-0. Með sigrinum skaust liðið, sem leikur í 1. deild, því í efsta sæti C-riðils. Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik færðist fjör í leikinn. Fyrsta mark Stólastúlkna kom á 56. mínútu þegar Hrafnhildur Björnsdóttir setti boltann í netið. Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir skoraði á 64. mínútu og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir skoraði þriðja markið á lokamínútum leiksins, á 79. mínútu. /BÞ Stólarnir lagðir á heimavelli 2. deild karla : Tindastóll - ÍR 0-2 Meistaraflokkur karla tók á móti ÍR á Sauðárkróksvelli sl. laugardag og mætti segja að um „fyrsta“ heimaleik Stólanna var að ræða þar sem fyrri heimaleikir hafa ýmist farið fram á Hofsósi og Akureyri. Úrslit urðu 2-0 fyrir ÍR- ingum. Fyrra markið skoraði Jón Gísli Ström á 38. mínútu en seinna mark ÍR-inga kom í seinni hálfleik, á 72. mínútu, og var það Guðfinnur Þórir Ómarsson sem setti boltann í netið. Hart var barist í leiknum og fóru nokkur gul spjöld í loftið. Í liði Tindastóls fengu Arnar Skúli Atlason, Ragnar Þór Gunnars- son, Michael Christopher Bathurs og Konráð Freyr Sigurðsson áminningu. Konráð fékk annað spjald á 61. mínútu sem þýddi brottvísun. ÍR-ingur- inn Már Viðarsson fékk einnig að líta gula spjaldið. /BÞ Baldur og Alli í öðru sæti Íslandsmótið í rallý Dagana 5. – 6. júní í var ekin fyrsta umferð Íslands- mótsins í rallý. Það var Akstursíþrótta- félag Suðurnesja sem skipulagði keppnina en fimmtán áhafnir mættu til leiks seinnipart föstu- dags. Það voru 10 áhafnir sem luku keppni en sigurvegarar urðu þeir Valdimar Jón Sveins- son og Skafti Skúlason á Mitubishi Evo 7 en í öðru sæti urðu þeir Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson á Subaru Impreza Sti, einungis sextán sekúndum á eftir. Í þriðja sæti urðu svo þeir Eyjólfur Melsteð og Heimir Snær Jónsson á Cherokee en þeir sigruðu einnig í jeppaflokki. Næsta umferð íslandsmótsins er áætluð í byrjun júlí. Er það Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur sem stendur að henni en áætlað er að aka um Snæfellsnes ef veður og færð leyfa. /BÞ & KSE GUÐNI ÞÓR Einarsson árgangur 1988 HLYNUR Hlöðversson árgangur 1996 HÓLMAR DAÐI Skúlason árgangur 1995 KONRÁÐ FREYR Sigurðsson árgangur 1995 BJARNI SMÁRI Gíslason árgangur 1992 ÓSKAR SMÁRI Haraldsson árgangur 1994 BENJAMÍN J. Gunnlaugarson árgangur 1992 BEN J. Griffiths árgangur 1990 ÁGÚST Friðjónsson árgangur 1997 BJARKI MÁR Árnason árgangur 1978 MICHAEL Bathurst árgangur 1990 ARNAR SKÚLI Atlason árgangur 1991 FANNAR FREYR Gíslason árgangur 1991 FANNAR ÖRN Kolbeinsson árgangur 1992 HALLGRÍMUR I. Jónsson árgangur 1991 INGVI HRANNAR Ómarsson árgangur 1986 JÓNAS ARON Ólafsson árgangur 1999 JULIANO J.B. Pereira árgangur 1992 Strákarnir hans Sigga Donna Mfl. Tindastóls – 2. deild karla 2015 PÁLMI Þórsson árgangur 1998 SIGURVIN Reynisson árgangur 1995 PÁLL SINDRI Einarsson árgangur 1992 SIGURÐUR Halldórsson þjálfari Baráttan um boltann. MYND: HELGA DÓRA LÚÐVÍKSDÓTTIR Aðalsteinn Símonarson og Sauðkrækingurinn Baldur Haraldsson, sem skipa TímOn. MYND: GUÐNÝ GUÐM. Lið Tindastóls féll sem kunnugt er úr 1. deild í fyrra eftir erfitt sumar og um tíma leit reyndar allt eins út fyrir að Stólarnir drægu lið sitt úr keppni áður en mótið hófst. Sú varð þó ekki raunin en ljóst að á brattann yrði að sækja þar sem hópurinn hafði veikst töluvert frá sumrinu áður. Mikil og erfið meiðsli lykilmanna urðu ekki til að bæta ástandið og fór svo að liðið náði ekki að vinna leik í deildinni þrátt fyrir nokkra ágæta leiki þar sem heppnin var ekki með Stólunum í liði. Bjarki Már Árnason þjálfaði liðið í fyrra en að þessu sinni er það reynsluboltinn Sigurður Halldórsson, Siggi Donna, sem stýrir skútunni. Aðstoðarþjálfarar hans eru Michael Bathurst og Juliano J B Pereira sem einnig leika með liðinu. Miklar breytingar eru á leikmannahópnum frá árinu 2014. Alls eru það þrettán leikmenn sem hafa horfið á braut og munar um minna. Þessir leikmenn eru: Anton Ari Einarsson, Árni Einar Adolfsson, Atli Arnarson, Björn Anton Guðmundsson, Ívar Guðlaugur Ívarsson, Jose Figura, Kári Eiríksson, Kristinn J. Snjólfsson, Loftur Páll Eiríksson, Mark Magee, Rodrigo Morin, Stefán Árnason og Terrance William Dieterich. Þegar þetta er skrifað er fimm umferðum af 22 lokið í 2. deildinni og Stólarnir hafa tapað öllum sínum leikjum. Það þýðir auðvitað aðeins að það styttist í fyrstu stigin. Áfram Tindastóll! /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.