Feykir


Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 4
4 22/2015 Dagana 31. maí – 6. júní var 58 tonnum landað á Skagaströnd, fimm tonnum á Hofsósi, tæpum tíu tonnum á Hvammstanga og 180 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta rúm 250 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 8.524 Mars HU 41 Grásleppunet 1.335 Alls á Hvammstanga 9.859 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 8.040 Akraberg ÓF 90 Landbeitt lína 11.437 Alda HU 112 Grásleppunet 6.386 Auður SH 94 Handfæri 1.499 Ásdís HU 24 Handfæri 528 Bogga í Vík HU 6 Grásleppunet 931 Eiður EA 13 Handfæri 1.278 Elín ÞH 82 Handfæri 866 Félaginn KÓ 25 Handfæri 149 Garpur ST 44 Handfæri 669 Geiri HU 69 Handfæri 1.121 Guðmundur á Hópi Landb.lína 7.584 Guðrún Petrína GK Landb.lína 4.812 Gyðjan EA 44 Handfæri 1.193 Hafdís HU 84 Handfæri 1.516 Hafrún HU 121 Dragnót 3.150 Hafsteinn ZZ 0 Grásleppunet 36 Hjördís HU 16 Handfæri 208 Húni HU 62 Handfæri 1.075 Jenný KE 32 Handfæri 145 Nonni HU 9 Handfæri 1.505 Slyngur EA 74 Handfæri 758 Smári HU 77 Handfæri 591 Stefanía HU 136 Handfæri 1.559 Aflatölur 31. maí – 6. júní Fjöldi báta leggur upp frá Skagaströnd Steini GK 34 Handfæri 101 Sveinbjörg HU 49 Handfæri 269 Sæborg HU 80 875 Sæunn HU 30 Handfæri 1.234 Alls á Skagaströnd 58.326 HOFSÓS Álborg SK 88 Handfæri 1.014 Ásmundur SK 123 Landb. Lína 1.002 Hafbjörg SK 58 Handfæri 1.238 Hóley SK 132 Grásleppunet 589 Skáley SK 32 Handfæri 747 Von SK 21 Handfæri 503 Alls á Hofsósi 5.093 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Handfæri 1.118 Fannar SK 11 Grásleppunet 1.304 Hafey SK 10 Grásleppunet 678 Hrappur SK 121 Grásleppunet 254 Kristín SK 77 Handfæri 816 Málmey SK 1 Botnvarpa 169.958 Nona SK 141 Handfæri 2.597 Óskar SK 13 Grásleppunet 401 Séra Árni Grásleppunet 112 Steini G SK 14 Handfæri 1.659 Vinur SK 22 Handfæri 1.269 Þytur SK 18 Grásleppunet 663 Alls á Sauðárkróki 180.829 Ég elti mitt blóð yfir aldanna haf að uppsprettu þeirri sem hóf það, um farveginn langa sem lífið því gaf, að lokastund hverri sem gróf það. Ég hlekkur í keðju þar kynslóða er og kærleikur til þeirra vakir í mér sem kræktust þar áður og urðu sú hlíf sem enst hefur til mín og gefið mér líf. Ég elska hlýt blóð mitt með þakklæti því sem þroskast og dafnar við verðmætin hlý, sem uxu með huglægri hamingjuþrá í hjörtum sem lifðu og fengu að slá. Rúnar Kristjánsson Blóðlínan AÐSENT RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFAR Fimmtíu brautskráningar frá Háskólanum á Hólum Háskólinn á Hólum Á sunnudag fór fram brautskráning frá Háskólanum á Hólum. Brautskráð var frá öllum deildum og fór athöfnin fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Alls voru það 49 einstaklingar og þar af hlaut einn tvö skírteini þannig að í það heila tekið voru þær 50. Í ávarpi sínu fór rektor skólans, Erla Björk Örnólfsdóttir, m.a. yfir helstu vörður í starfi skólans undanfarið ár. Hún gat sérstaklega um erlent samstarf og þann fjölda erlendra nema sem stundaði nám við skólann á skólaárinu, ýmist sem reglulegir nemar, í skiptinámi eða gestanámi. Alls voru nemendurnir af 20 mis- munandi þjóðernum öðrum en íslenskum. Næstur tók einmitt til máls erlendur gestur, Philippe O’Quin sendiherra Frakklands á Íslandi. Í máli hans kom fram að það hefði komið honum á óvart að finna svo marga Frakka við nám og störf hér norður í landi, en í augna- blikinu telja þeir tíu manns. Deildarstjórar önnuðust brautskráningu sinna nem- enda. Úr hestafræðideild voru 13 brautskráðir, allir með BS í reiðmennsku og reiðkennslu. Ein stúlka brautskráðist úr fiskeldis- og fiskalíffræðideild, með meistaragráðu í sjávar- og vatnalíffræði. Brautskráningar úr ferðamáladeild voru alls 36. Þar af hlutu 22 BA-próf í ferðamálafræði og einn dipl- ómu í sömu fræðigrein. Dipl- ómunám í viðburðastjórnum nýtur nokkurra vinsælda um þessar mundir, og að þessu sinni luku 13 manns slíku námi. Viðurkenningar fyrir hæstu meðaleinkunn hlutu eftirfar- andi: Á BS-prófi í reiðmennsku og reiðkennslu Hanna Rún Ingibergsdóttir, á BA-prófi í ferðamálafræði Berglind Ragnarsdóttir og fyrir dipl- ómunám í viðburðastjórnun var það Guðrún Gígja Jóns- dóttir. /KSE Brautskráning frá Hólum. MYND: GUÐMUNDUR B. EYÞÓRSSON Málið til meðferðar hjá ríkissaksóknara Lögreglumaður ákærður fyrir kynferðisbrot Samkvæmt heimildum RÚV hefur Ríkissaksóknari til meðferðar nauðgunarkæru gegn lögreglumanni sem starfar í umdæmi lögregl- unnar á Norðurlandi vestra. Á Rúv.is segir að stúlka um tvítugt hafi kært manninn, sem er á sextugsaldri, til lögreglunnar á Akureyri sem yfirheyrði vitni og tók skýrslu af lögreglumann- inum. Málið hefur verið sent til ríkissaksóknara þar sem það er enn til meðferðar og segir á Rúv. is að ekki hafi fengist frekari upplýsingar hjá ríkissaksóknara um framgang málsins. Mað- urinn hefur verið í launalausu leyfi frá störfum frá því þegar málið kom upp í nóvember í fyrra. /BÞ Endurbætur á skotsvæði Skotfélagið Markviss Undanfarnar vikur hafa félagsmenn Skotfélagsins Markviss unnið hörðum höndum að endurbótum á skotsvæði félagsins. Búið er að tyrfa völlinn og nánasta umhverfi, leggja hellur, grafa niður staura og svo mætti lengi telja. Undirbúningur fyrir Landsmót 50+ er langt kominn og standa vonir til að skotsvæði félagsins skarti sínu fegursta þann 26. júní næstkomandi þegar keppni í skotfimi fer fram. Enn frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar eftir Landsmót 50+ og er vonast við til að þeim verði að mestu lokið fyrir Landsmót STÍ sem fram fer á Blönduósi dagana 18.- 19. júlí. /KSE Þóranna Ósk gerði gott mót Smáþjóðaleikarnir Frjálsíþróttakeppni fór fram á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík 4. júní. Á meðal keppanda var Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frá Sauðár- króki og keppti hún í hástökki. Samkvæmt vef Smáþjóða- leikanna, Iceland2015.is, voru aðstæður á Laugardalsvelli ágætar, skýjað og 10 stiga hiti með smá skúrum. Almennt gekk íslenskum keppendum vel. Á Facebook-síðu frjálsíþrótta deildar Tindastóls segir að Þóranna Ósk hafi stokkið 1.65 sm og hafnað í 4.-5. sæti ásamt keppanda frá Luxemburg. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.