Feykir


Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 11

Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 11
22/2015 11 aðeins, svo er öllu hellt fyrir brauðið og ostinum dreift yfir. Sett í ofninn við u.þ.b. 180°C, þar til rétturinn er orðin gulbrúnn. EFTIRRÉTTUR Sælgætisterta Botn: 2 egg 70 gr sykur 30 gr hveiti 30 gr kartöflumjöl 1 tsk lyftiduft Aðferð: Þeytið egg og sykur mjög vel saman. Sigtið saman hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft og blandið varlega saman með sleif. Setjið bökunarpappír í botninn á 22 sm hringlaga móti. Bakið neðarlega í 175°C heitum ofni í u.þ.b. 12 mín. Marengs: 3 eggjahvítur 150 gr sykur Aðferð: Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smá saman úti, þeytið mjög vel. Teiknið 22 sm hring á bökunarpappír og smyrjið marengsinum þar á og bakið í 100°C heitum ofni í tvo tíma. Krem: 3 eggjarauður 4 msk flórsykur 70 gr suðusúkkulaði 2 ½ dl rjómi Aðferð: Þeytið saman eggjarauður og flórsykur, bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, látið hitan rjúka úr og hrærið saman við eggjarauðurnar. Þeytið rjóman og blandið vandlega saman við kremið. Fylling og skraut: 3 dl rjómi 50 gr súkkulaði Samsetning: Þeytið rjómann og setjið tertu saman þannig. Fyrst botn þá rjóma og svo krem, marengs, rjóma og loks krem. Látið tertuna standa í ísskáp í 6-8 tíma áður en að hún er borin fram. Skreytið með bræddu súkkulaði. Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar hefur tíma til að blása upp blöðrur fyrir 17. júní. Spakmæli vikunnar Að fyrirgefa ekki er líkt og að drekka eitur og bíða svo eftir að óvinir þínir deyji. – Nelson Mandela Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... til að byrja með innihélt Coca Cola kókaín? ... fyrsti Burger King staðurinn opnaði á Miami í Flórída árið 1954? ... kettir eyða um 66% af lífi sínu sofandi? ... froskar geta ekki gleypt með augun opin? ... fílar eru einu spendýrin sem geta ekki stokkið? ... það eru 22 stjörnur í merki Paramount kvikmyndaversins? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... „Sá sem svarar næstu spurningu minni má fara heim,“ sagði kennarinn við bekkinn. Einn strákurinn tekur þá töskuna sína og hendir henni út um gluggann. „Hver gerði þetta?“ spurði kennarinn. „Ég,“svaraði strákurinn og hélt áfram: „Og þar sem ég er búinn að svara spurningunni þinni er ég farinn heim …“ Krossgáta VIGNIR GUNNARSSON, SAUÐÁRKRÓKI: -Nei, ég hjóla ekki í vinnuna. Uppáhalds uppskriftir AÐALRÉTTUR Humarsúpa 18 stk humarhalar (í skel) 2 ½ l vatn 1 stk lítill laukur 1 stk gulrót 1 stk sellerístilkur 1 stk lárviðarlauf 10 stk heil piparkorn 2 msk tómatmauk 2 dl hvítvín eða mysa 2 msk humarkraftur Cayenne pipar á hnífsoddi 2 stk hvítlauksgeirar 2 ½ dl rjómi steinseljustilkur eitt búnt (má sleppa) smjörbolla 70 gr smjörlíki 70 gr hveiti Aðferð: Skelflettið humarinn og brúnið skeljarnar í stórum potti í 2 msk af olíu þar til þær verða gullbrúnar. Grófsaxið lauk, sellerí, gulrætur og bætið í pottinn ásamt tómatmaukinu og látið krauma í smá stund. Bætið vatninu saman- við ásamt afganginum af hráefn- inu í soðuppskriftinni. Sjóðið upp og fleytið froðunni ofanaf. Látið sjóða áfram við vægan hita í um 4-5 klst. Sigtið soðið, mælið upp 1,5 lítra og bakið upp með smjörboll- unni. Bætið rjómanum og bragð- bætið með salti, pipar og fiskikrafti. Rétt áður en að súpan er borin fram er humarhölunum bætt í ásamt fínt saxaðri steinselju. Ath. að humarinn má ekki sjóða meira en 2 mín. Berið fram með brauð- kollum. BRAUÐRÉTTUR Heiti rétturinn 1 stk brauð 1 bréf skinka 1 bréf beikon ½ bréf hangikjöt eða hangikjötskurl 1 dolla beikonostur 4-500 dl rjómi ostur yfir Aðferð: Brauðið rifið niður í eldfast mót, skinka, beikon og hangikjöt steikt á pönnu, beikon- ostur og rjómi sett útá, látið malla MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Uppskriftirnar eru úr öllum áttum en eiga það sameigin- legt að vera í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Það eru engin jól nema að hafa humarsúpuna á borðum. Og heiti rétturinn er eiginlega eini heiti rétturinn sem að er gerður á þessu heimili þessa stundina,“ segja sælkerarnir Jensína Lýðsdóttir og Bjarni Ottósson frá Skagaströnd. „Við þökkum Jóni og Höllu fyrir að skora á okkur. Skorum á Jóhönnu Sigurjónsdóttur og Eirík Lýðsson að koma með glæsilegar uppskriftir.“ Feykir spyr... [ spurt á Facebook ] Hjólar þú í vinnunna? Jensína og Bjarni matreiða mt... MYND: ÚR EINKASAFNI UMSJÓN thora@nyprent.is ÞÓRANNA ÓSK SIGURJÓNSDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI: -Já, ég geri það. HALLA MJÖLL STEFÁNSDÓTTIR, AKUREYRI: -Nei, nei, ég fer akandi. JAKOB LOGI GUNNARSSON, DANMÖRKU: -Já, hjólið er mitt aðal farartæki bæði í vinnu og skóla, enda frábær hreyfing og góð leið til að koma sér í gang á morgnana. - STEFANÍA GUNNARSDÓTTIR, REYKJAVÍK: -Nei, ég hef ekki lagt í það... en fer samt alltaf á æfingar klukkan 6 á morgnana til að bæta það upp.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.