Feykir


Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 11.06.2015, Blaðsíða 8
8 22/2015 Heilir og sælir lesendur góðir. Fyrst er til að taka að lokavísa síðasta þáttar hafði ekki prentast alveg rétt. Á fyrsta hending hennar að vera þannig. Hringva perlur hríslum á hættir erli þráin. Og svo framvegis. Það er Björn Jónsson, bóndi í Álftá, sem yrkir svo á vondu vori. Ei verður mér um hjarta hlýtt né heldur létt í spori. Aftur þegar orðið hvítt allt á miðju vori. Hólmfríður Jónasdóttir frá Hofdölum er höfundur að næstu vísu. Beygir vestur – brúnum af bjarmi kvöldsins rjóða. Sólarbyrðing senn í haf siglir nóttin hljóða. Jóhann Ólafsson frá Miðhúsum í Óslands- hlíð mun höfundur að þessari. Verðmætið þótt virðist smátt vera í spyrðubandi. Þá er stundum þokað hátt þorskunum á landi. Einhverju sinni er rætt var hér í Húnaþingi um það böl sem orsakaðist af því að unga fólkið flutti burt úr sveitunum, og færi þá kvenfólkið á undan, orti Gunnar Jónsson í Gröf í Víðidal svo. Engin fæst hér auðarbjörk ergist margur halur. Nú er eins og eyðimörk orðinn Víðidalur. Læra flestar listirnar linda bestu skorður. Svífa flestar siðprúðar suður, vestur, norður. Ólafur Þorkelsson sem mun hafa verið Reykvíkingur ort oft fallega til vísunnar. Þessi mun vera eftir hann. Þegar ber að garði gest gildi málsins kanna, ferskeytlunni fagna best í fátækt hugmyndanna. Ekki var Ólafur hrifinn af þeim sem lögðu sig fram um að hanna svokallaðan atóm kveðskap. Hann yrkir. Þrautpínt málið orðið er ekkert nýtt fram boðið, að yrkju vísu um eitthvað, hér aðeins breytist hnoðið. Jóhann Ásgrímsson á Hólmavaði mun trúlega hafa verið að hlusta á djúpa speki er hann orti þessa. Gaman er að glettunni gott er að hlýða og þegja. Heyri ég fyrir hettunni hvað þeir vitru segja. Jón M. Pétursson frá Hafnardal hugsar til æskuára og yrkir svo. Vísnaþáttur 643 Þó ævin líði undur hratt aldrei skal ég gleyma ýmsu sem fékk okkur glatt á æskudögum heima. Þegar líður ævi á og öllum fækkar vonum, Yndi er mest að una hjá æsku minningunum. Margir sem flytja burt frá æskustöðvunum hugsa oft hlýtt til þeirra síðar á lífsleiðinni. Svo hefur verið með Sigurð Guðmundsson á Sauðárkróki er hann orti þessa. Hugann fýsir heim á leið að heilsa dalnum kæra. Þar sem æskan ljúfa leið við lindina silfurtæra. Ingimar Bogason, einnig á Sauðárkróki, leggur til þessa. Í leynum hugsann ósk ég á þó æskuvonir brystu, að ég fengi aftur sjá ástina mína fyrstu. Á efri árum átta margir sig á ýmsum breytingum sem lífið hefur lagt þeim til. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka í Skagafirði yrkir svo. Reynist flest í veröld valt veltur margt úr skorðum. Ég er sjálfur orðinn allt öðruvísi en forðum. Einnig á efri árum yrkir Jóhann Ólafsson í Miðhúsum svo. Er við sáttur ævikjör úti brátt er glíma. Dvínar máttur dofnar fjör dregur að háttatíma. Gunnar Jónsson frá Gröf sem getið er um hér fyrr í þættinum mun einhverju sinni hafa sagt að mismunandi eyddu menn ævi sinni og orti þessa. Sæmir vel að sóa tíð í sukki og ástafari, augafullur alla tíð eins og goodtemplari. Stundum breytist gengið á fleiru en krónunni. Sigrún Fannland á Ingveldar- stöðum á Reykjaströnd er höfundur að þessari. Ef að skapast áhrif ný ýmsir sjást á nálum. Gengisbreyting oft er í ásta og kvennamálum. Kannski hefur Gísli Gíslason í Hjaltastaða- hvammi í Skagafirði orðið fyrir gengisbreyt- ingu er hann orti þessa. Hagga skorðum hér að mun -hægt skal orðum flíka. Innri forðinn er við hrun yfirborðið líka. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Það sem brennur á mér þessa dagana og hefur lengi gert er andleg heilsa fólks og feimnin við að ræða um sína andlega heilsu. Oft ræða þessir sömu um hjartaflöktið sitt og gigtina eins og ekkert sé. Frá unga aldri hef ég haft mikið dálæti á sálfræðingum, alveg frá því að Dallas byrjaði og SuEllen og Pamella fóru reglulega til sálfræðings --áður en það byrjaði vissi ég ekki um þessa frábæru stétt. Þær gátu hellt úr skálum reiði sinnar og vonbrigða eins og enginn væri morgundagurinn. Enda þegar mikið liggur við og andleg vanlíðan er mikil þá er gott að geta talað við sálfræðing um allt og ekkert. Sálfræðingurinn verður ekkert sár eða leiður yfir því sem maður segir, heldur gefur góð ráð og ræðir hlutina frá mörgum sjónarhornum sem maður kannski sá ekki fyrir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fara til sálfræðings um þrítugsaldurinn, mikið fannst mér það gott. Hún sagði mér til dæmis að ég mætti vera reið, .það var geggjað. Síðan þá hef ég leitað til sálfræðinga og geðlækna eftir þörfum og ekki verið feimin við það. Ég lýg því nú reyndar, ég var feimin við að viðurkenna það fyrir öðrum að ég væri að fara til þessa hóps sérfræðinga. Sagðist vera að fara til tannlæknis og kvensjúkdómalæknis því þá var ekkert spurt frekar af samferðafólki. Því var ég feimin að viðurkenna fyrir fólki að ég ætti við andleg veikindi að stríða. Það er aðeins núna síðustu ár sem ég hef stigið út úr „andlegaveikaskápnum“ og viðurkennt fyrir fjölskyldu og vinum að ég þurfi á geðlæknum og sálfræðingum að halda og það var mjög gott skref fyrir mig. Ástæðan fyrir þessari opinberun minni á prenti er kannski tvennt, í fyrsta lagi vil ég hvetja alla sem eiga við andleg veikindi að stríða að leita sér hjálpar því það er ótrúlegt hvað hægt er að hjálpa manni upp úr svartasta hyldýpi. Að ræða við sérfræðinga sem þekkja þessi veikindi og kunna að hlusta á mann og svara manni með „réttu“ svörunum. Það er óþarfi að líða þannig að manni finnist allir vera á móti sér, að maður geri ekkert rétt og sjái ekkert gleðilegt við lífið og fleira í þeim dúr. Það er til lækning bæði lyf og samtalsmeðferð sem gera manni gott. Hitt atriðið er mikill fjárskortur til geðheilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum höfum við séð mikinn fjárskort til heilbrigðiskerfisins og geðheilbrigðiskerfið er svo sannarlega ekki undanskilið þeim skorti. Í vetur vissi ég um einstakling sem þurfi að fara til geðlæknis, hann fékk tíma þremur mánuðum síðar og það var eftir að hann fór til sálfræðings sem vísaði honum til geðlæknis, því ekki var hægt að panta beint tíma hjá geðlækni. Árið er 2015, er þetta viðunandi ástand að ekki sé hægt að leita sér lækninga á andlega sviðinu nema eftir krókaleiðum og að biðtíminn sé þrír mánuðir og manni er bara sagt að þetta sé eðlilegur biðtími. Við vitum það öll að þegar eitthvað er að og ekkert að gert þá versnar ástandið bara, verður verra og verra og stundum svo slæmt að það dregur fólk til dauða. Ég hefði haldið að við ættum að fagna því þegar fólk vill taka fljótt í taumana hjá sér og leita sér lækninga, en í þessum geira er það ekki þannig. Ef þú kemur ekki inn í sjúkrabíl þá þarftu að bíða í þrjá mánuði eftir því að þú komist til geðlæknis. Er þetta eðlilegt, NEI það er það ekki. Væri ekki nær að reyna að koma í veg fyrir að sjúkingum versni, því við vitum það öll að þegar veikindi fá að grassera í langan tíma þá kostar enn meira að lækna þau. Geðheilbrigðismál eru dauðans alvara. - - - - - Ég skora á vinkonu mína, hana Bóthildi Halldórsdóttur á Blönduósi. Hún hefur margt fróðlegt og skemmtilegt að segja og er hugsandi kona. Sigríður Helga Sigurðardóttir á Blönduósi skrifar Út úr andlega veika skápnum ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.