Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU
Feykir.is
Hvað er
að frétta?
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á
feykir@feykir.is
á
BLS. 6-7
BLS. 8
Freydís Ósk segir frá í
Krakkahorni Feykis
Eftirminnilegast
að upplifa
tónleikana með
vinkonunum
BLS. 8
Sigurvald Ívar Helgason
framkvæmdastjóri Elds í
Húnaþing í opnuviðtali
„Verið velkomin á
Eld í Húnaþingi“
Spjallað við Adam Smára
Hermannsson um tónlistar-
hátíðina Gæruna 2015
„Þetta verður
ævintýri líkast“
28
TBL
23. júlí 2015
35. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N
Fangaðu sumarið
Þú færð réttu
Canon græjuna í
Græjubúð
Tengils
Nýtt veitingarými var nýlega tekið í
notkun á Hveravöllum en um er að
ræða veitingasal fyrir um 50 manns.
Er nýi salurinn í gámaeiningum sem
tengdar hafa verið gamla skálanum
sem fyrir var á staðnum. Nýtt eldhús
verður fljótlega tekið í notkun og við
það eykst fjölbreytni á matseðlinum.
„Það er rosa stuð á okkur hérna,“
sagði Gunnar Guðjónsson, staðar-
haldari á Hveravöllum, þegar Feykir
sló á þráðinn til hans í gær.
„Við erum búin að reisa þennan
veitingasal fyrir fimmtíu manns og
erum að breyta hérna í skálanum þannig
að við munum geta tekið 70 manns í
sæti þegar allt er klárt. Auk þess erum
við að setja upp nýtt eldhús,“ sagði
Gunnar. Hann segir um viku til tíu daga
í að eldhúsið verði tilbúið. „Veitingasalan
hefur verið með einföldu sniði en við
„Rosastuð á okkur hérna“
Helgi hvílir lúin bein eftir gönguferð í Merkigil. MYND: KSE
Veitingastaður opnaður á Hveravöllum
S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!
stefnum á að vera með alvöru veit-
ingasölu þegar þetta kemst í gagnið.“
„Einnig er unnið að því að bæta
salernisaðstöðu á staðnum með því að
bæta við þremur salernum, þar af einu
með aðgengi fyrir fatlaða. „Þetta eru
stórar umbætur hérna, við höfum einnig
verið að ganga frá vatninu fyrir frost
þannig að það eru engin vandræði
lengur með það. Við stefnum að því að
geta haft meira og minna opið í vetur.“
Gunnar hefur verið staðarhaldari á
Hveravöllum frá 2008 og er þar með um
átta til tíu manna starfslið yfir sumarið. Í
fyrrasumar komum um 35 þúsund
gestir og er búist við að þeir verði fleiri í
ár. „Það eru svona fimm til sjö hundruð
manns hjá okkur á dag og einn daginn
voru klárlega yfir þúsund manns á
einum degi, þannig að við finnum fyrir
þessari aukningu ferðamanna hér líka,“
segir Gunnar. Kjalvegur opnaði óvenju
seint í sumar, eða 28. júní og segir
Gunnar hann með besta móti, enda
sumarið úrkomulítið það sem af er. /KSE
Gunnar Guðjónsson staðarhaldari. MYND: mbl.is
Að Hveravallafélaginu ehf., sem heldur
starfseminni úti, standa ferðaþjónustu-
fyrirtækið Grey Line og Húnavatnshreppur.
Hafa þessir aðilar um skeið áformað
byggingu allt að 1200 fermetra gistihúss
og þjónustuskála á staðnum. Þar sem
skipulagsmál og leyfisveitingar hafa tafið
slík áform er gámahúsið nýja hugsað sem
einhvers konar millibilsástand.