Feykir


Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 11

Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 11
28/2015 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar hefur kannski tíma til að kíkja á Eld í Húnaþingi vestra... Spakmæli vikunnar Börn veita því frekar athygli sem þú gerir en þess sem þú segir. - Mama Ziglar Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... hver kona notar hæð sína af varalit á fimm ára fresti? ... ef þú lyftir upp skottinu á kengúru þá getur hún ekki hoppað? ... að sá sem fann upp frisbie-diskinn var brenndur að honum látnum og var askan notuð í framleiðslu frisbie-diska? ... Henry áttundi svaf með risastóra öxi við hliðina á sér? ... ekki er hægt að hrjóta og dreyma samtímis? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha ... hehe ... „Pabbi! Hvar er Eiffelturninn?” ,,Það veit ég ekki, sonur sæll. En spurðu hana mömmu þína, það var hún sem tók til síðast .” Krossgáta „Já, og hlakka til.“ Sigríður Hallgrímsdóttir, Hrútafirði Feykir spyr... Ætlarðu að taka þátt í Eldi í Húnaþingi Spurt á Facebook UMSJÓN kristin@feykir.is öflurnar, smjörið brúnað og hellt yfir, saltað og piprað og nokkrar rósmaríngreinar settar með. Bakað í ofni við 180 gráður í 60 mínútur. Grískt salat 1 agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í sneiðar 2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1/2 lítil krukka ólívur 1/2 krukka grillaðir ætiþistlar (Ítalía ætiþistlar, fást í Bónus og Hagkaup) 1/2 krukka salat feti, vatnið sigtað frá Salt, pipar, 1 msk hvítvínsedik, 2 msk ólífuolía og þurrkað oregano Aðferð: Öllu blandað saman í skál, ólífuolíu og ediki skvett yfir og smakkað til með salti, pipar og óreganó. Graslaukssósa 2 dl ab mjólk 1 dós sýrður rjómi 1/2 búnt graslaukur, smátt saxaður (þessi sem fæst í plastbökkunum) 1/2 tsk hunang 1 tsk hvítvínsedik Salt og pipar Aðferð: Öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar Verði ykkur að góðu! - - - - - Uppskriftir fengnar á: http://eldhusperlur. com/2013/01/13/grilladar- marineradar-lambakotilettur- hasselback-kartoflur-med- brunudu-smjori-griskt-salat-og- graslaukssosa/ Feiknagott á grillið AÐALRÉTTUR Marinering á lambakjöt (fyrir 3 fullorðna og eitt barn) 8 lambakótilettur 2 hvítlauksrif, smátt söxuð 1 msk saxað rósmarín 2 msk sítrónusafi 1 tsk salt og 1 tsk pipar 1 dl ólífuolía 1 dl rauðvín Aðferð: Öllu blandað saman og hellt yfir lambakjötið, sett í rennilásaplastpoka og látið standa við stofuhita í 1,5 klst. Má líka gera daginn áður og láta marinerast í ísskáp. Kjötið er svo grillað á útigrilli í um það bil 5-6 mínútur á hvorri hlið við frekar háan hita. Mjög gott er að strá svo saxaðri steinselju yfir kjötið þegar það er tilbúið, en það er ekki nauðsynlegt. Litlar kartöflur með smjöri Um það bil 10-12 frekar litlar kartöflur, skolaðar og þerraðar (Reiknað með þremur kartöflum á mann) 75 grömm smjör Salt, pipar og rósmarín. Aðferð: Raufar skornar í kart- MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Það jafnast ekkert á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi, og grillaðar lambakótilettur klikka aldrei. Feykir býður því upp á uppskrift að óviðjafnanlegum grillmat sem óhætt er að mæla með. Marineringin er mjög góð og smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Mörgum finnst kartöflur vera ómissandi og við erum sammála, og látum uppskrift af dásam- legum kartöflum fylgja með. Máltíðin er svo fullkomnuð með grísku salati og graslaukssósu. Feykir mælir svo með að draga fram rauðvínið eða bjóða upp á ískaldan bjór. Feykir mælir með... Kótilettur, kartöflur, salat og graslaukssósa. „Já, auðvitað.“ Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir, Hvammstanga „Að sjálfsögðu ætla ég að taka þátt í Eldinum í ár. Svo þvælist ég líka á milli viðburða að ljósmynda fyrir Norðanátt.is“ Aldís Olga Jóhannesdóttir, Hvammstanga „Eins og mig langar að taka þátt, þá er þetta einu dagarnir í júlí sem maður sér smá sólarglætu í kortunum svo það þýðir þá að ég verði föst úti á túni en get fullyrt að ég verð með stillt á FM eldur.“ Stefanía Jónsdóttir, Þambárvöllum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.