Feykir


Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 5
28/2015 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Meistaramót barna og unglinga Golf Meistaramót barna og unglinga hjá GSS var haldið dagana 13. og 14. júlí. Keppt var í sex flokkum og voru keppendur samtals tólf. Það gustaði svo sannarlega um keppendur þessa daga og fyrri daginn rigndi líka hressilega. Keppendur létu það þó ekki á sig fá og stóðu sig með miklum ágætum. Alls voru þátttakendur fjörtíu í báðum meistaramótum GSS þetta árið. Úrslit á barna- og unglingamótinu urðu þessi: 1. flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar 1. Marianna Ulriksen 213 högg 2. Telma Ösp Einarsdóttir 227 högg 3. Hildur Heba Einarsdóttir 242 högg 1. flokkur strákar 2 x 18 holur – gulir teigar 1. Hákon Ingi Rafnsson 170 högg 2. flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar 1. Anna Karen Hjartardóttir 254 högg 2. flokkur strákar 3 x 9 holur – rauðir teigar 1. Bogi Sigurbjörnsson 200 högg 2. Reynir Bjarkan B. Róbertsson 225 högg 3. flokkur stelpur 2 x 9 holur – gullteigar 1. Rebekka Helena B. Róbertsdóttir 141 högg 2. María Rut Gunnlaugsdóttir 161 högg 3. flokkur strákar 2 x 9 holur – gullteigar 1. Davíð Jónsson 114 högg 2. Brynjar Már Guðmundsson 126 högg 3. Gísli Kristjánsson 138 högg Arnar Geir efstur á Hlíðarkaupsmótinu Hlíðarkaupsmótið í golfi fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki á laugardaginn. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin auk nándarverðlauna á par þrjú holum. Í efstu sætum voru: 1. Arnar Geir Hjartarson GSS – 39 punktar. 2. Hákon Ingi Rafnsson GSS – 38 punktar. 3. Bergur Rúnar Björnsson GÓ - 38 punktar. 4. Gunnar Þór Gestsson GSS – 38 punktar. 5. Árný Lilja Árnadóttir GSS – 37 punktar. Ásgeir Björgvin Einarsson var næstur holu á 3/12 braut, 16 cm og Hákon Ingi Rafnsson á 6/15 braut, 4,87 m. /KSE Hluti verðlaunahafa á Meistaramóti barna og unglinga hjá GSS. MYND: AF FACEBOOK / GOLFMYNDIR GSS Tap fyrir Leikni Knattspyrna karla Lið Tindastóls í meistaraflokki karla kíkti í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina síðasta laugardag þar sem þeir mættu sterku liði Leiknis F. Lokatölur í leiknum voru 3-0 fyrir Leikni F. og Tindastóll situr í 8. sæti 2. deildar með 13 stig. Fyrri hálfleikur var mjög spennandi og bæði lið sóttu hart, enda til mikils að vinna, en engin mörk voru skoruð í þeim fyrri. Lið Leiknis kom talsvert sterkara til baka í seinni hálfleik og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur, eða á 47. mínútu. Annað markið kom svo á 56. mínútu og það þriðja á þeirri 80. Næst leika Stólarnir á Seyðis- firði á laugardaginn en rétt eins og lið Leiknis er Huginn í bar- áttu um sæti í 1. deild að ári. Næstkomandi miðvikudag fær lið Tindastóls svo Njarðvíkinga í heimsókn á Krókinn. Sigur á Blönduósi Sameinað lið Hvatar og Kormáks fékk lið KB í heimsókn í D-riðli 4. deildar sl. föstudag. Leikið var á Blönduósi. Það var körfubolta- kempan Ingvi Rafn Ingvarsson sem gerði eina mark leiksins á 66. mínútu. Lið Kormáks/Hvatar skaust með sigrinum upp fyrir lið KB og er nú í 4. sæti riðilsins með 10 stig eftir átta leiki. /ÞKÞ og ÓAB Ásdís Ósk Elvarsdóttir býr á Syðra-Skörðugili og er dóttir þeirra Elvars og Fjólu. Hún er ung og efnileg hestakona sem hefur unnið marga bikara fyrir árangur sinn, en sem dæmi hefur Ásdís átt nokkra Íslandsmeistaratitla. Ásdís Ósk er Íþróttagarpur Feykis. Íþróttafélag: -Hestamannafélagið Stígandi. Helstu íþróttaafrek: -Nokkrir Íslandsmeistaratitlar, tvöfaldur sigurvegari fjórðungsmóts Vestur- lands, úrslitasæti á Landsmóti ásamt því að vinna silfur á Norður- landamóti 2014. Skemmtilegasta augnablikið: -Að vera valin í landsliðið fyrir Norðurlandamótið í Herning í fyrra. Neyðarlegasta atvikið: -Að detta af baki ofan í á við þjóðveg 1. Einhver sérviska eða hjátrú? -Já, ég á happabindi, hvítt bindi frá KS. Uppáhalds íþróttamaður? -Gunn- ar Nelson, hann er grjótharður. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? –Ég myndi velja pabba og skilja hann eftir í reykmekki í 150m skeiði. Helsta afrek fyrir utan íþróttirn- ar? -Keppti einu sinni í kúluvarpi. Lífsmottó: „If you ain’t first you’re last.“ Helsta fyrirmynd í lífinu: -Ætli það séu ekki mamma og pabbi. Þau hafa kennt manni svo margt. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Vinna og ríða út. Hvað er framundan? -Að fara á heimsmeistaramótið í Herning, taka kannski þátt í einu eða tveimur mótum og halda áfram að ríða út. Svo fer skólinn bara að byrja. Ásdís Ósk Elvarsdóttir / hestamennska Á happabindi frá KS ( GARPURINN ) thora@nyprent.is Ásdís Ósk fremst á myndinni. MYND: ÚR EINKASAFNI Baldur og Alli mæta spenntir til leiks Þriðja umferð í rallýinu í Skagafirðinum um helgina Veður og færð hafa ekki verið rallýkepp- endum hliðholl í sumar en fresta þurfti annarri umferð Íslandsmótsins sem fram átti að fara í byrjun júlí vegna snjóa á fyrirhug- uðum akstursleiðum. Hins vegar er veður og færð með ágætum í Skagafirði um þessar mundir en Bílaklúbbur Skagafjarðar stendur fyrir þriðju umferðinni 24.-25. júlí nk. Þeir TímON-félagar Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson mæta spenntir til leiks, bíllinn bónaður og þeir félagar vel undirbúnir. Keppnin hefst föstudaginn 24. júlí við Skagfirðingabúð en þaðan liggur leiðin upp á Þverárfjall. Ekið verður eftir eftir gamla veginum en hann er ýmist vinstra   eða hægra megin við núverandi þjóðveg, keppendur þurfa því að aka yfir þjóðveginn á nokkrum stöðum. Er veginum lokað fyrir almennri umferð meðan á þessu stendur. Geta áhorfendur þá lagt leið sína niður á Sauðárkrók en upplagt er að sitja í brekkunni fyrir ofan Kjarnann og fylgjast með er eknar verða tvær umferðir um höfnina. Á laugardagsmorgun verður gefin út ný rás- röð, mun sú áhöfn sem hefur bestan tíma eftir föstudagskvöldið leggja fyrst af stað upp á Mælifellsdal. Er þessi rúmlega 23 km leið ekin tvisvar. Að loknum Mælifellsdal verður haldið yfir í Vesturdal en það er önnur lengsta leið keppn- innar, rúmir 10 km. Þar þurfa keppendur m.a. að aka yfir eina á en það getur verið flókið þegar keppnisskapið er komið í hæstu hæðir. Síðasta sérleiðin er síðan hin vinsæla leið um Nafir. Leggja keppendur af stað frá planinu fyrir framan Vörumiðlun, aka í gegnum svæði Steypu- stöðvarinnar og upp hjá motokross-brautinni og áfram framhjá golfskálanum. Margir góðir staðir eru fyrir áhorfendur til að fylgjast með á þessari leið, ekki síst uppi á Nöfum. Keppni lýkur síðan með tilkynningu úrslita við Skagfirðingabúð kl 16:00 en hægt verður að fylgjast með framvindu keppninnar á heimasíðu Bílaklúbbsins, bks.is /Fréttatilkynning

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.