Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 2
2 28/2015
Ofangreind spurning er algeng af vörum erlendra ferðamanna
sem maður hittir og vilja góðfúslega fá að vita sem mest um
landið okkar góða. Spurningin á sennilega rætur sínar í því
hversu dimmt er og drungalegt á
veturna, algjör andstaða hinnar
björtu sumarnætur sem veita
okkur aukna orku og bætir upp
vetrardrungann. Á slíkum nótt-
um, þegar hlýtt er í lofti, tímir
maður ekki að fara að sofa og
finnst maður hafa allan heimsins
tíma.
Og svo er það veðrið. Það er nú ekki
alltaf með okkur í liði, getur sett
ýmis ferðaplön og jafnvel hefðbundinn vinnudag úr skorðum. Þrátt
fyrir að margt hafi breyst þegar lítur að áhrifum veðurs á okkar
daglega líf, þá er eru þau ennþá ótrúlega mikil. Heyskapur lítur
ennþá lögmálum veðurfars þó svo að rúllutæknin hafi þar bjargað
miklu. Uppskera ýmiskonar á allt sitt undir veðri.
Íþróttaiðkun er gjarnan háð veðri, sem og ferðalög fólks. Þegar
við sleppum í sumarfrí eins og kálfar úr fjósi viljum við helst „elta
veðrið.“ Sem er eðlilegt því hið íslenska sumar er afar stutt og
stundum segja gárungar að það takmarkist við eina góðviðrishelgi.
Það eru heldur ekki beinlínis öfundaraugu sem maður hefur rennt
til ferðamanna á tjaldsvæðinu hér á Krók þegar hitamælirinn góði á
„rótarýklukkunni“ sýnir á bilinu 3-9 stig, en slíkt hefur verið allt of
algeng sjón undanfarna daga.
Svo eru það blessuð náttúruöflin, þau láta ekki að sér hæða. Eins
og greint er frá í blaðinu er nú rannsakað hvort brennisteinsmengun
af völdum gossins í Holuhrauni sé möguleg orsök ærdauðans
svokallaða sem valdið hefur búsifjum víðsvegar um landið, þó í
mismiklum mæli sé, en talið er að um 5000 fjár hafi drepist í vetur
og vor.
Nú þekki ég ekki hvaða rannsóknir hafa verið gerðar í þessu
samhengi. Mig rekur þó minni til þess að meðan á gosinu stóð hafi
verið fjallað um möguleg áhrif þess á skepnum, ekki síst sauðfé.
Mér þykir því undrun sæta ef ekki hafa verið gerðar rannsóknir á
gróðri á áhrifasvæði eldgossins.
En eins og ævinlega skín sólin á ný og þá er engin þörf að
kvarta. Þrátt fyrir að íslensk ungmenni vilji helst af öllu flytja úr
landi og bölmóðurinn skeki landann, nú síðast í formi ágangs – já,
eða úrgangs – af völdum ferðamanna, þá er nú hvergi betra að vera.
Njótum þess því að vera úti í náttúrunni, þar sem hún er enn
ósnortin og þá rennur saman í eitt, landið okkar góða, þú og ég.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir,
blaðamaður
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
„Hvað gerið þið
á veturna?“
Önnur af tveimur
bestu sútunarverk-
smiðjum í heimi
Atlantic Leather verðlaunað af tímaritinu World Leather
World Leather tímaritið hefur
nú sett af stað, í fimmta
skiptið, keppni um bestu
sútunarstöð í heimi. Skoðaðar
voru þrettán verksmiðjur í
Evrópu að þessu sinni og
valdar tvær bestu og það voru
Atlantic Leather (Sjávarleður)
á Sauðárkróki og Tärnsjö
Garveri í Tärnsjö í Svíþjóð.
Veitt eru verðlaun fyrir svæði;
Evrópu, Asíu (fyrir utan Kína),
Kína, Ameríku og Afríku. Svo
er valinn sigurvegari fyrir
heildina.
Þetta verkefni var sett af stað
fyrir nokkrum árum og hefur
það markmið að upplýsa um
rekstur sútunarverksmiðju; að
það sé ekki skítugur og meng-
andi rekstur, þó að undantekn-
ingar séu á því. Dregnir eru fram
þeir sem standa sig best í sútun
og er þá horft til hvaða efni eru
notuð og hvernig, hvort úr-
gangsmálum sé sinnt, nýting
hráefna, orkunotkun, hvaða
laun eru greidd og almenn fram-
koma við starfsfólk, samstarf við
önnur fyrirtæki og svo almenn
þekking á sútun og bestu
aðferðum til sútunar.
Tveir menn komu hingað,
blaðamaður hjá World Leather
og fyrrverandi kennari við
sútunarskólann í Northamton,
og gerðu þeir úttekt á vinnslunni.
Bæði tæknilegri og einnig
félagslegum þáttum. Eins og
áður komu fram fóru þeir í
þrettán verksmiðjur í Evrópu og
tvær bestu voru valdar, þetta er
því mikill heiður, að sögn
Gunnsteins Björnssonar, fram-
kvæmdastjóra. /ÞKÞ
Mældist
á 162 km
hraða
Ungur ökumaður með
þungan bensínfót
Við umferðareftirlit á
varðsvæði lögreglunnar á
Norðurlandi vestra á
fimmtudaginn í síðustu viku
stöðvaði lögreglan ökumann
bifreiðar sem mældist á
162 km hraða á vegakafla
þar sem tæpum sólarhring
áður hafið verið ekið á lamb
sem slapp inná veginn úr
girðingu þar nærri.
Ökumaðurinn reyndist
vera 17 ára og með þriggja
ára bráðabirgðaökuskírteini,
útgefið fyrir sex mánuðum
síðan.
Þessi 17 ára einstaklingur
má nú búast við því að þurfa
að greiða sekt sem er í
grunninn kr. 140.000,- auk
þess að fá þrjá refsipunkta í
ökuferilskrá og að verða
sviptur ökuréttindum í tvo
mánuði, samkvæmt FB-síðu
lögreglunnar á NV. /KSE
Farþegi
klipptur
úr bílnum
Aftanákeyrsla í
Blönduhlíð
Á föstudaginn í síðustu viku
varð umferðaróhapp í
Blönduhlíð í Skagafirði. Um
var að ræða aftanákeyrslu
og þurfti að klippa farþega
úr öðrum bílnum, sem þó
slapp með minniháttar
meiðsl.
Helgin var nokkuð róleg
að sögn lögreglu, þó margt
fólk hafi verið á svæðinu.
Lögregla var við hefðbundið
eftirlit og var lítið um
hraðaakstur. /KSE
Er æðardúnn notaður í íslenskan fatnað?
Já, á Hraunum í Fljótum, 18 km. vestan Siglufjarðar er
Hrauna æðardúnn með gallerí opið, fjórða sumarið.
Þar er hannað og saumað ýmislegt hlýtt og mjúkt s.s. fyrir höfuð,
herðar, háls, liðamót og þar sem yls er þörf. Opið frá 13 til 18 alla daga.
Ég er oftast við allan daginn.
Heitt á könnunni í notalegu umhverfi.
Sjáumst, Björk s. 847 4485 Hrauna Æðard
únn
er á facebook
Meltingarsjokk vegna
brennisteinsúrfellis
Orsök ærdauðans fundin?
Eins og greint var frá í síðasta
tölublaði Feykis hafa rann-
sóknir á útbreiddum og
óvenjumiklum fjárdauða í
vetur og vor ekki leitt í ljós
hver ástæðan er. Tæplega
5000 kindur létust án þess að
viðhlítandi skýring hafi fundist
en ýmsar skýringar hafa verið
settar fram.
Í vikunni greindi Bændablaðið
frá því að verkfræðiprófessor við
Háskóla Íslands teldi ærdauðann
geta stafað af meltingarsjokki
vegna brenni-steinsúrfellinga úr
Holuhrauni, þar sem regn hefði
losað brennistein úr gosmekk-
inum yfir Norður- og Vestur-
landi.
Jónas Elíasson, rannsóknar-
prófessor í verkfræði við HÍ telur
mögulegt að brennisteinsúr-
felling geti hafa valdið ærdauð-
anum. Jónas, sem er félagi í
alþjóðlegum samtökum um
rannsóknir á gosösku úr lofti,
segir að erfiðustu aðstæður fyrir
ærnar séu þegar beitilandið er að
koma undan snjó og brenni-
steininn í snjónum verður eftir á
grasinu. Til að mæta þeirri hættu
hefði þurft að taka sýni úr
úrkomu og jarðvegi og ekki
hleypa á mengað beitiland fyrr
en mengunin væri horfin.
Jónas segir að magnið hafi
ekki verið nægjanlegt til að valda
eitrun en samt nóg til að setja
meltingu úr skorðum og valda
næringarskorti og hordauða.
Fari næringarefnaupptakan úr
skorðum gangi þroski lamba
fyrir, sem og framleiðsla mjólkur
eftir burð, sem geti dregið ærnar
til dauða. /KSE