Feykir


Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 12

Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 28 TBL 23. júlí 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Feykir á faraldsfæti Hefurðu gengið í Glerhallavík? Glerhallavík er ein af þekktari náttúruperlum Skagafjarðar og þangað er auðveld ganga frá Reykjum á Reykjaströnd. Hægt er að ganga yfir Reykjadisk og með fjörunni út í víkina. Eru það um 4 km fram og tilbaka. Látum myndir og ljóð Sigurðar Sigurðssonar, sýslumanns Skagfirðinga, tala sínu máli. FEYKIR Á FARALDSFÆTI UMSJÓN kristin@feykir.is Hefurðu gengið í Glerhallavík? þar glóa í fjörunni steinar. Hafaldan sverfur þar bjargsins brík og byltist um flúðir og hleinar. Þá vík byggja vættirnar einar. Drangur og Skriða um víkina vörð vel og trúlega halda. Þar rís mín fagra fósturjörð í fjallinu sínu valda; hátt yfir hafdjúpið kalda. Lesirðu úr fjörunni ljósan stein, leystan úr bergrisans mergi, mun gæfan þér auðveld, angur og mein þér ama um dagana hvergi. Hann er ástgjöf frá álfi og dvergi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.