Feykir


Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 4
4 28/2015 Dagana 12.-18. júlí var rúmu 181 tonni landað á Skagaströnd. Þá var landað rúmum 13 tonnum á Hofsósi, tæpum 9 tonnum á Hvammstanga og rúmum 600 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta um 800 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur á Norðurlandi vestra 12. - 18. júlí Rúm 600 tonn á Sauðárkróki SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 8.876 Alls á Hvammstanga 8.876 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 16.787 Alda HU 112 Landbeitt lína 3.937 Auður SH 94 Handfæri 1.790 Ásdís HU 24 Handfæri 744 Blær HU Land.lína 738 Bogga í Vík HU 6 Grásleppunet 1.619 Diddi GK 56 Grásleppunet 686 Eiður EA 13 Handfæri 2.985 Elín ÞH 82 Handfæri 1.025 Félaginn KÓ 25 Handfæri 666 Garpur ST 44 Grásleppunet 2.204 Geiri HU 69 Handfæri 1.566 Guðbjörg GK 666 Landb.lína 28.577 Guðmundur Landb.lína 8.460 Guðrún Petr. GK 107 Lína 4.161 Guðrún R. HU 162 Handfæri 2.243 Gyðjan EA 44 Handfæri 1.951 Hafdís HU 85 Handfæri 2.196 Hafrún HU Dragnót 18.402 Hjördís HU 16 Grásleppunet 831 Húni HU 62 Grásleppunet 2.383 Jenný HU 36 Handfæri 537 Katrín GK 266 Landb.lína 11.844 Kristborg SH 108 Handfæri 1.726 Nonni HU 9 Handfæri 2.009 Ólafur Magnússon Handfæri 3.097 Óli á Stað GK 99 Lína 45.690 Signý HU 13 Landb.lína 4.984 Slyngur EA 74 Handfæri 586 Smári HU 7 Handfæri 1.195 Stefanía HU 136 Handfæri 2.008 Sveinbjörg HU 49 Handfæri 591 Sæborg HU 80 Handfæri 326 Sæfari HU 200 Landb.lína 1.190 Sæunn HU 30 Handfæri 2.264 Alls á Skagaströnd 181.998 HOFSÓS Álborg SK 88 Handfæri 716 Skáley SK 32 Handfæri 1.727 Þorgrímur SK 27 Handfæri 645 Alls á Hofsósi 13.088 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Handfæri 348 Farsæll SH 30 Rækjuvarpa 20.676 Gammur SK 12 Þorskfisknet 692 Hafey SK 10 Handfæri 1.221 Kristín SK 77 Handfæri 668 Málmey SK 1 Botnvarpa 131.024 Maró SK 33 Handfæri 1.419 Már SK 90 Handfæri 1.418 Nona SK 141 Handfæri 814 Óskar SK 13 Handfæri 164 Röst SK 17 Rækjuvarpa 10.604 Silver Bergen NO 999 Rækjuvarpa 428.775 Steini G. SK 14 Handfæri 688 Vinur SK 22 Handfæri 1.153 Þytur SK 18 Grásleppunet 410 Alls á Sauðárkróki 600.074 Sögu leiklistar- og kvenfélagsstarfa á Skagaströnd gerð góð skil Tvær nýjar bækur gefnar út á Skagaströnd Lárus Ægir Guðmundsson á Skagaströnd hefur kynnt tvær nýjar bækur sem hann hefur tekið saman, skráð og gefið út. Hér er um að ræða bækurnar Leiklist á Skagaströnd 1895–2015 og Kvenfélagið Eining Skaga- strönd 1927-2013. Kvenfélagið Eining var stofnað 1927 og hefur síðan stuðlað að framförum og þróun sam- félagsins og auðgað það með ýmsum menningarviðburðum og öðru starfi. Félagið stóð fyrir stofnun og rekstri sjúkrasjóðs, tók þátt í byggingu félags- heimilisins Fellsborgar og lagði fjármuni í byggingu Hólanes- kirkju ásamt ýmsu öðru mark- verðu. Gjafir félagsins eru ótrúlega margar og flestar til ýmissa góðgerða- og framfara- mála á Skagaströnd og nágrenni. Verðmæti þeirra skiptir mörg- um tugum milljóna króna væru þær reiknaðar til núvirðis. Félagið hefur alla tíð ályktað um hugðarefni samtímans og lagt fram uppbyggilegar tillögur og barist fyrir framgangi þeirra. Leikstarfsemi hefur í langan tíma verið töluverð á Skaga- strönd og koma þar margir við sögu. Að því er best er vitað var fyrsta leikritið sett upp í kauptúninu árið 1895. Leikfélag Höfðakaupstaðar var stofnað 1945 og Leikklúbbur Skaga- strandar 1975. Fjöldi leikrita lifnaði við á fjölum þeirra sex húsa sem gegnt hafa hlutverki leikhúss. Sögurnar úr starfinu eru margar og einnig er til fjöldi skemmtilegra mynda. Hér er lögð áhersla á að varðveita söguna, nöfn og myndir af þeim sem þátt tóku í stórmerkilegu menningarstarfi. Útgáfa bókanna var styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Lárus Ægir hefur áður gefið út fjórar bækur en þær eru: Sjómannadagurinn á Skaga- strönd í 70 ár sem kom út 2009, Sjósókn frá Skagaströnd & Vélbátaskrá 1908 – 2010 útgefin 2011, Ágrip af sögu Spákonufells- og Hólaneskirkna 1300 – 2012 og Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd 80 ára en tvær þær síðasttöldu voru útgefnar árið 2012. /Fréttatilk. Hin 13 gamla Freydís Ósk Kristjánsdóttir frá Steinnýjarstöðum í Skagabyggð fékk drauminn uppfylltan þegar hún fór á tónleika með hljómsveitinni One Direction í Horsens í Danmörku þann 16. júní síðastliðinn. Freydís er dóttir Lindu Bjarkar Ævarsdóttur og Kristjáns Heiðmars Kristjánssonar. Feykir heyrði í stúlkunni. Er One Direction uppáhalds hljómsveitin? -Já, mér finnst hún vera mjög skemmtileg. Þeir eru svo skemmtilegir og syngja mjög vel og skemmtileg lög. Hvernig kom það til að þið ákváðuð að skella ykkur? -Ég fór með fjórum vinkonum mínum og mömmum okkar. Mamma á vinkonu í Danmörku sem hana langaði að heimsækja, við vorum búnar að sjá tónleikana auglýsta á netinu og vinkonur mínar ætluðu með mömmum sínum svo við skelltum okkur bara líka. Viltu segja aðeins frá tónleik- unum? -Þegar að við komum inn á tónleikasvæðið var allt fullt af fólki og við fundum okkar svæði en þurftum að bíða svolítið áður en þeir komu á sviðið . Þá byrjuðu tónleikarnir með flugeldum og allt ótrúlega flott. Hvað var eftirminnilegast við ferðina? -Að fara með vinkonum mínum og upplifa tónleikana saman. Freydís Ósk Kristjánsdóttir Eftirminnilegast að upplifa tónleikana með vinkonunum ( KRAKKAHORNIÐ ) berglind@nyprent.is Spenntar vinkonur í Danmörku. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI Vinkonurnar mættar á tónleikana. Þóra á fréttavaktinni Feykir í sumarfrí Feykir fer nú í sumarfrí í tvær vikur. Síðasta blað fyrir sumarfrí kemur út fimmtudaginn 29. júlí en efni til birtingar í því blaði þarf að berast fyrir hádegi á morgun, föstudaginn 24. júlí. Ekkert blað kemur út fyrstu vikuna í ágúst en á meðan á fríinu stendur sér Feykir.is um fréttavaktina. Hægt er að hafa samband við Þóru Kristínu Þórarinsdóttur blaðamann í síma 848 1994 á meðan. Þá má geta þess að Sjón- hornið er sömuleiðis í fríi og kemur það næst út 13. ágúst. Ástæðan er sú að starfsfólk á Nýprenti er í sumarfríi næsta hálfa mánuðinn eða svo og því lokað í Nýprenti. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.