Feykir


Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 8
8 28/2015 Gæran tónlistarhátíð verður haldin dagana 13.-15. ágúst næstkomandi í sjötta skipti. Eins VIÐTAL Þóra Kristín Þórarinsdóttir „Þetta verður ævintýri líkast“ og áður verður hún haldin í Loðskinn, en það passar vel við nafnið á hátíðinni og vel við hæfi að halda tónleikana í einu sútunarverksmiðju landsins. Adam Smári Hermannsson er nýr framkvæmdastjóri hátíðarinnar og blaðamaður Feykis náði tali af honum og spurði hann út í hátíðina í ár. „Eftir síðasta ár var skipt um framkvæmdastjórn Gærunnar. Við fórum í verkefnið með það hugarfar að reyna að stækka hátíðina og gera meira í kringum hana, eins og að hafa eitthvað að gerast í bænum á daginn. Við viljum að fólk sem er að koma hingað hafi eitthvað að gera alla helgina,“ segir Adam Smári. Sem dæmi um afþreyingu í bænum verður Mælifell félagsmiðstöð hátíðarinnar, og á laugardeginum opnar húsið klukkan eitt og munu nokkrar hljómsveitir spila þar yfir daginn, svo það verður heldur betur tilefni til að kíkja þangað inn. „Einnig heyrðum við í þeim hljómsveitum sem komust ekki að á hátíðinni í ár og athuguðum hvort áhugi væri fyrir því að koma og spila á stöðum bæjarins yfir helgina, svo sem í bakaríinu, Micro Bar, Hard Wok, Kaffi krók og fleiri stöðum. Það er bara gert í samráði við staðina, og það verður allt auglýst þegar að því kemur. Fjölskylduskemmtun í bænum er einnig í bígerð og verður auglýst síðar.“ Hópurinn sem kemur að hátíðinni er gríðarlega spenntur, enda styttist í þetta. Þeirra markmið er að hátíðin stækki frá ári til árs. „Þetta verður stórkostleg helgi og ég er búinn að leggja inn pöntun fyrir góðu veðri. Við viljum vinna þetta með bænum; bæjarbúum og fyrirtækjum í bænum. Að gera þetta að fastri bæjarhátíð þar sem fólk kemur í bæinn. Ég tók þetta verkefni að mér til að gera eitthvað fyrir bæjarbúa, skilja eitthvað eftir í bæjarfélaginu og þakka fyrir mig. Þó ég sé fluttur í burtu,“ segir Adam Smári. Eins og síðustu ár þá verður Sólóista kvöld á fimmtudeginum á Mælifelli. Þar opnar húsið klukkan átta og dagskrá hefst klukkan níu og endar á miðnætti, en húsið verður opið eitthvað lengur. Á föstudagskvöld opnar svæðið klukkan sjö og fyrsta band á svið er klukkan átta, en á laugardagskvöldinu opnar svæðið klukkan hálf sjö og fyrsta band stígur á svið klukkan hálf átta. „Við hverjum alla til að mæta snemma því hvert og eitt einasta band á hátíðinni er band sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hvert band fær hálftíma og svo eru 10 mínútur á milli banda sem fara í að skipta þeim út. Ég er búinn að vinna á mörgum tónlistarhátíðum og veit að 10 mínútur eru tæpar en við látum það ganga. Dagskráin verður svo búin á miðnætti og þá taka við böllin á Mælifelli og þau verða til klukkan fjögur.“ Ballið á föstudeginum verð- ur ekki af verri endanum, en enginn annar en diskókóngur- inn sjálfur, Páll Óskar, mun troða upp. „Páll Óskar gerir rosalega mikið fyrir hátíðina. Hann er svo stórt nafn og hentar öllum aldurshópum.“ Sniglabandið mætir svo á laugardagskvöldinu og tryllir lýðinn eins og þeim er einum lagið. Þeir verða líka með beina útsendingu á Rás 2 frá Mælifelli á sunnudeginum. „Það verður 18 ára aldurstakmark inn á hátíðina, en börn mega koma í fylgd með forráðamönnum á tónleikana.Við viljum ekki loka börnin af því við erum að reyna að gera þetta að fjölskylduhátíð að vissu marki. Svo fá 12 ára og yngri frítt inn.“ Fjórar týpur af tónlist Skipuleggjendur hátíðarinnar í ár ákváðu að fækka hljóm- sveitum til að gefa listamönnum meira svigrúm og þétta dag- skrána. 23 atriði verða á Gærunni, en mikil aðsókn Gæran tónlistarhátíð haldin í sjötta sinn var í ár og 67 atriði sóttu um. „Af þessum 67 atriðum voru 10 erlend, sem er glæsilegt og sýnir hvað hátíðin er búin að vinna sér mikinn sess. Við vorum heillengi að velja atriði. Við hlustuðum á öll hljóðbrot og leituðum að meira efni frá tilteknum hljómsveitum á netinu, og komumst á endanum að niðurstöðu og erum gífurlega ánægð með hana. Hátíðin er með sína stefnu og það er að vera með fjórar týpur af tónlist og svoleiðis hefur það verið öll árin. Ég sem framkvæmdastjóri ætla ekki að breyta hátíðinni að því leyti, ég vil bara stækka hana. Við ákváðum því atriði með það í huga að hafa þetta sem fjölbreyttast og að allir myndu finna eitthvað við sitt hæfi. Það eru fullt af atriðum sem komust ekki að í ár sem eru búin að spurja hvenær opni fyrir næstu Gæruhátíð. Þetta er alveg frábært.“ Adam var alltaf með það markmið að koma með rosalega sterkar hljómsveitir á hátíðina og óhætt er að segja að það hafi gengið vel eftir. Páll Óskar, Amabadama, Bjartmar Guðlaugsson, Dimma og margir fleiri koma fram. „Hátíðin er þekkt fyrir að taka þessi óþekktu ungu bönd inn svo að þau verða nokkur. Sem dæmi var hljómsveitin Vintage Caravan fundin á Gærunni á sínum tíma, en búa núna í útlöndum og eru að gera það gott.“ Það er enn opið fyrir skráningu sjálfboðaliða, en hægt er að vera sjálfboðaliði á hátíðinni. „Samningurinn er þannig að þú ert í sjálfboðastarfi í eitt kvöld og færð frían miða á hitt kvöldið. Svo ertu á hátíðinni og getur verið að fylgjast með og haft gaman þó þú sérst í sjálfboðastarfi. Skráningu í sjálfboðastarf lýkur helgina fyrir hátíðina. Einnig langar mig að minnast á að ef það eru hópar, starfsmannafélög, rauðvínsklúbbar og allt mögulegt, sem hafa áhuga á að koma á hátíðina er hægt að fá hópafslátt. Ef þið eruð 10 eða fleiri til dæmis þá gefum við ykkur tilboð, við viljum frekar að þið komið heldur en að þið séuð heima.“ Adam Smári tekur við beiðnum um sjálfboðaliða og hópafslætti á netfangið gaeran@ dammi.is og Heiða Skapta tekur við símtölum í síma 868-0002. Forsala er í fullum gangi núna og í forsölu er búið að selja vel á annað hundrað af miðum. Armbandið er á 6900 krónur, og það borgar sig að kaupa miða núna, því hann verður dýrari við dyrnar, eða á 7900. „Þetta er einfaldlega gert af því að við þurfum að fá að vita fyrirfram hvaða fjölda við erum að taka á móti. Það eru margar ráðstafanir sem við þurfum að gera og við þurfum að geta aðlagað hátíðina að fjöldanum.“ Adam segir að draumurinn sé að í framtíðinni þurfi að takmarka miða. „Hátíðin er búin að vera á uppleið en tók smá niðursveiflu, sem gerist á mörgum vígstöðum á einhverjum tímapunkti. En nú er bara að rífa skipið upp og sigla því í höfn. Þessi helgi verður ævintýri líkast,“ segir Adam að lokum. Frá Gæruhátíð. MYND: HJALTI ÁRNA 28/2015

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.